10.4.2009 | 02:06
Bítlaæðið
Vá. Mánuður. Langur tími.
Annars fór ég á tónleika í kvöld með mömmu minni sem voru einkar skemmtilegir. Þar lék hljómsveitin no. 9 nokkur bítlalög. Ég hef ekkert alltaf fílað bítlana, ég lærði að meta þá einhvern tíman á öðru ári í menntaskóla, og hafa þeir fylgt mér allar götur síðan. Það er fátt sem bítlarnir geta ekki læknað. Svo gerði ég auk þess ritgerð og glærusjóv um þá sem lokaverkefni í lista- og menningarsögu. En nóg um það. Hér er útlistun á uppáhalds lögunum mínum. Í nokkuð réttri röð.
1. Because
2. Something
3. Strawberry fields forever
4. All you need is love
5. Being for the benefit of mr. Kite/she's so heavy
6. Lady Madonna
7. Dear Prudence
8. Across the universe
9. When I'm sixty-four
10. I am the walrus
11. Blackbird
12. Hey Jude
13. Lucy in the sky with diamonds
14. Eleanor Rigby
15. Get Back
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2009 | 01:02
Soookeeeh!
Já, ég er komin aftur í helvíti. Blóð, sviti, hausverkur, tár, túrtappar, svefnleysi og ógeð. Mig dreymdi í nótt að ég væri að missa fóstur og það var næstum liðið yfir mig af sársauka en þá vaknaði ég, í óþægilega svipuðum aðstæðum og ég hafði verið í í draumnum. Allt heimsins íbúfen hefði ekki mögulega getað deyft niður sársaukann. Nú ligg ég í keng að japla á verkjatöflum og súkkulaði til skiptis. Á morgun ætla ég að skríða niður á Landsspítala og biðja fyrsta lækninn sem ég finn um að skera úr mér allt sem gerir mig líffræðilega að konu. Ég neita að taka þátt í þessari vitleysu.
Kv. Dramadrottningin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2009 | 01:57
CHICAGO
Nú eru sýningar í fullum gangi! En þó aðeins fimm eftir.
Eftir eru sýningar þessa daga og kostar 1800 krónur.
11.mars kl. 20.00
16.mars kl. 20.00
18.mars kl. 20.00
19.mars kl. 20.00
22.mars kl. 20.00
Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort það sé þess virði að sjá, líttu þá á þetta.
Dans, söngur, spenna, húmor, morð, kynþokki og græðgi.
Myndir: Oddný Dögg Friðriksdóttir
MIÐASALA Í SÍMA 5201600!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 19:50
Smá áminning handa ykkur stelpunum fyrir helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 02:58
A picture is worth a thousand words
Ó svo góðar minningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 00:48
Mmmmmmmm..... hmmmm?
Ég er stödd uppi í sveit á sveitaballi þegar mér verður mál að pissa. Ég hleyp yfir engin þar til ég finn almenningssalerni þar sem ég létti á mér, sturta niður og stend svo upp til að þvo mér um hendurnar. Ég opna básinn og fer fram þar sem vaskarnir og speglarnir eru.
Ég er að fá mér sápudropa í lófann þegar ég sé í speglinum að aftan að mér kemur sá allra fallegasti karlmaður sem ég hef nokkurntíman séð. Hann horfir á mig í speglinum með þessum fullkomnu mosagrænu augum og brosir. Hann er hávaxinn og grannur með þykkt, brúnt hár, stór augu, þykkar varir og fullkomnar hvítar tennur. Ég sný mér við og horfi á hann, algjörlega agndofa yfir fegurð hans. Hann gengur upp að mér eins og í leiðslu og horfir í augun á mér, en mér finnst eins og hann sjái inn í sálina mína.
Hann brosir enn breiðar, grípur með báðum höndum utan um mittið á mér og virðist ekki geta sagt eitt einasta orð, frekar en ég. Ég brosi, hægi á andardrættinum, og öðlast í fyrsta skipti trú á ást við fyrstu sýn.
"Þú ert fallegasta manneskja sem ég hef á ævi minni séð" segir hann.
"Sömuleiðis" segi ég og svo heldur þögnin áfram.
Eftir smá stund grípur hann orðið aftur og fer að spyrja mig út í allt milli himins og jarðar. Við virðumst vera sammála um allt og hafa sömu skoðanir á öllu. Tónlist, kvikmyndum, pólitík, trú og fólki. Við höfum sömu áhugamál og sömu hugsanir. Kviðdómur hefur komist að niðurstöðu, þessi mannvera er sálufélaginn minn.
Hann dregur mig alveg að sér, hallar sér hægt fram og er í þann mund að þrýsta vörum sínum upp að mínum þegar mér dettur í hug að spyrja lokaspurningarinnar.
"Hérna, hvað ertu eiginlega gamall?".
-"Hvað ert þú gömul?" spyr hann á móti.
"Ég er að verða tvítug" svara ég.
-"Óóóóó...."
"Bídduuu, hvað ert þú eiginlega gamall?"
-"Ég er fjórtán"
Og svo vaknaði ég.
Kveðja, Hekla barnaníðingur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2009 | 00:49
Spörningar
Í dag fór fram keppnin "Gáfuðustu FG-ingarnir (fyrir utan Gettu Betur liðið)" og fór hún svo:
Hekla og stelpuliðið Excellentus fengu ellefu stig á móti þremur skitnum stigum strákaliðsins sem ég man ekki hvað heitir. Þar með erum við komnar í undanúrslit. Svo tók við restin af lengsta degi ævi minnar, og nú bara verð ég að fara að sofa hann af mér. Mig langaði bara að láta almenning vita að ég er að mestu á lífi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 04:16
Chicago myndir
Já gott fólk, nú styttist óðum í frumsýningu, og hafa æfingar gengið framar vonum. Fyrir þá sem eru ekki að njósna um mig á facebook koma hér nokkrar myndir af æfingum.
Og svo ætla allir að kíkja á sjóvið í mars, er það ekki annars?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2009 | 22:55
Valentínusartónlist
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)