Mmmmmmmm..... hmmmm?

Ég er stödd uppi í sveit á sveitaballi þegar mér verður mál að pissa. Ég hleyp yfir engin þar til ég finn almenningssalerni þar sem ég létti á mér, sturta niður og stend svo upp til að þvo mér um hendurnar. Ég opna básinn og fer fram þar sem vaskarnir og speglarnir eru.

Ég er að fá mér sápudropa í lófann þegar ég sé í speglinum að aftan að mér kemur sá allra fallegasti karlmaður sem ég hef nokkurntíman séð. Hann horfir á mig í speglinum með þessum fullkomnu mosagrænu augum og brosir. Hann er hávaxinn og grannur með þykkt, brúnt hár, stór augu, þykkar varir og fullkomnar hvítar tennur. Ég sný mér við og horfi á hann, algjörlega agndofa yfir fegurð hans. Hann gengur upp að mér eins og í leiðslu og horfir í augun á mér, en mér finnst eins og hann sjái inn í sálina mína.

Hann brosir enn breiðar, grípur með báðum höndum utan um mittið á mér og virðist ekki geta sagt eitt einasta orð, frekar en ég. Ég brosi, hægi á andardrættinum, og öðlast í fyrsta skipti trú á ást við fyrstu sýn.

"Þú ert fallegasta manneskja sem ég hef á ævi minni séð" segir hann.

"Sömuleiðis" segi ég og svo heldur þögnin áfram.

Eftir smá stund grípur hann orðið aftur og fer að spyrja mig út í allt milli himins og jarðar. Við virðumst vera sammála um allt og hafa sömu skoðanir á öllu. Tónlist, kvikmyndum, pólitík, trú og fólki. Við höfum sömu áhugamál og sömu hugsanir. Kviðdómur hefur komist að niðurstöðu, þessi mannvera er sálufélaginn minn.

Hann dregur mig alveg að sér, hallar sér hægt fram og er í þann mund að þrýsta vörum sínum upp að mínum þegar mér dettur í hug að spyrja lokaspurningarinnar.

"Hérna, hvað ertu eiginlega gamall?".

-"Hvað ert þú gömul?" spyr hann á móti.

"Ég er að verða tvítug" svara ég.

-"Óóóóó...."

"Bídduuu, hvað ert þú eiginlega gamall?"

-"Ég er fjórtán"

 

Og svo vaknaði ég.

Kveðja, Hekla barnaníðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey! 14 er ekki neitt! Það var ungbarn sem reyndi við mig í gær.

Beta (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:45

2 identicon

Aldur er afstæður.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 15:16

3 identicon

Og ... hvenær á að drífa sig úr sveitinni og í bæinn góða min?

kristin Reynisdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband