Bernskuminning.

Ég er svona tíu-ellefu ára að spila fótbolta í garðinum hjá Óskari vini mínum þegar ég sest niður með áhyggjusvip. Óskar spyr mig hvað sé að. Ég segi honum að ég hafi áhyggjur af því hvað ég sé farin að fitna mikið, og ég vilji ekki verða eins og amma. Þá leggur sá stutti handlegg sinn yfir axlirnar mínar og segir: "Hafðu engar áhyggjur Hekla mín. Það er bara meira af þér til að elska!"

Ég vissi ekki hvort mig langaði að kýla hann eða bresta í grát. Ég klappaði honum samt bara á öxlina á móti. Hann meinti örugglega bara vel.

- Hekla Elísabet sem aldrei losnaði við hvolpafituna.


Það sem ég þarf að gera í dag...

  • Búa til stuttmynd
  • Gera fimm félagsfræðiverkefni
  • Læra undir náttúrufræðipróf
  • Fara í sund/ræktina
  • Borða allavega þrisvar
  • Vera komin í rúm fyrir klukkan tvö

Ætli þetta sé mögulegt?


unnugu tallimanngornersiussamaaleqaaq!!! Yii, kammannguakka nuannaarta? Upernaleqaaq!!!!!!

Ég hafna öllum kenningum um það að grænlenska sé bara bull.


Fréttaskot

Þann 8. ágúst nú seinna á þessu ári mun ég halda til Mexíkó ásamt tveimur af mínum bestu vinkonum, Hönnuh og Katrínu. Í sannleika sagt veit ég ekki alveg hvort ég höndla Mexíkó, ég get varla drukkið mjólk í Noregi án þess að fá menningarsjokk, en við vonum bara það besta.

Á laugardaginn síðasta fór fram árshátíð skinknanna á Óliver, betur þekkt undir nafninu Hawaiian Tropic. Ég fór ekki þangað, en ég skoðaði myndirnar áðan. Lol. (stytting á "laughing out loud" eða "lots of laughter" eins og félagsfræðibókin mín útskýrði það, ég veit bara ekki hvort er réttara.)

Það er verið að reyna að múta mér til að flytja til Egilsstaða, meira um það seinna.

Ég er sveittur námsmaður. Ég er búin að gleyma því hvernig var að eiga mannleg samskipti. Ég lykta eins og "Félagsfræði 2 - kenningar og samfélag" eftir Garðar Gíslason (skammstafað GG, sem þýðir "geggjað" ef þú setur stjörnur í kring um það, svona, *gg*, þetta var ekki í félagsfræðibókinni, ég sá þrettán ára frænku mína skrifa þetta á msn í gær), það er far eftir mig í sófanum og ég er komin með legusár. Ég er orðin gúgú og gaga. Það er erfitt að vera til í kring um próf.

Pissa. Bless.

- Hekla Elísabet, hellisbúi.

 


Undur og stórmerki!

Hvur andskotinn! Ég er að vafra hérna um á netinu um miðja nótt, dett inn á síðu um fegurðarsamkeppnir (Halo), sé ég þá ekki þetta! RAUÐHÆRÐ STELPA Í UNGFRÚ REYKJAVÍK!

Hún er algjör Rósa Parks þessi, ha, hún lætur sko engan segja sér að sitja aftast í strætónum.

GO GINGER GO!
RED POWER!
og allt þannig..


Benny Lava og Girly Man, en ekki hvað.

Mig langar að deila með ykkur tveimur bestu myndböndum sem ég hef nokkurntíman séð.

 

Ó hvað ég elska Bollywood...


SKINKA!

Upp hefur sprottið ný tegund stúlkna hér á landi. Tegund sem reyndar hefur verið til lengi en ekki verið gefið nafn fyrr en núna nýlega.

SKINKA. Fyrir þá sem ekki vita hvað skinka þýðir (*hóst*mamma*hóst* og mögulega Beta útlendingur) ætla ég að útskýra það hér og nú. Ég þori ekki að birta mynd af skinku í ljósi þess að hver sú sem það væri myndi líklega finna þetta blogg fyrr eða síðar, svo hér birti ég mynd af ora skinku.


(sem er by the way wicked góð.)

Útlitsleg einkenni skinkunnar:

*Hárið er litað annað hvort alveg ljóst (hvítt jafnvel) eða alveg svart. Oft fylgja hárlengingar með eða strípur sem stinga gjörsamlega í stúf við hárlitinn.
*Húðin er appelsínugul og leðurkennd, sem er afleiðing of margra ljósabekkjatíma og þykks lags af meiki.
*Þær eru oftast málaðar alveg eins, með rosalega mikinn svartan eyeliner, þykkan maskara og næstum alveg hvítar varir. Sólarpúður er ekki sparað á þeim bæ.
*Mjög líklega þvengmjóar og vel tónaðar.
*Gelneglur ekki óalgengar.

Stíll skinkunnar:

*Skinkan gengur oftar en ekki um í fáránlega dýrum gallabuxum, þá sérstaklega frá Diesel, Levi's og slíkum merkjum.
*Fyrir ofan mitti er frumleika haldið í lágmarki en svartir, bleikir, bláir eða fjólubláir bolir með V-hálsmáli verða oftar en ekki fyrir valinu. Stundum er lífgað upp á lúkkið með flippuðum klút.
*Leðurjakkar afskaplega vinsælir.
*Við hátíðleg tilefni, (t.d. á basshunter tónleikum) klæðast þær oft látlausum kjólum eða jafnvel svörtum gallabuxum og flegnum bolum, mögulega með dýramynstri.
*Skófatnaður: Háhæluð leðurstígvél eða flatbotna rúskinsstígvél. Kawasaki skór á rólegum degi.

Skoðanir skinkunnar:

*Sko... hún hefur engar. Eða að minnsta kosti lætur hún þær sjaldnast í ljós. Nema...
*Henni finnst Britney comebackið geggjað.
*Hún skildi aldrei Fóstbræður og gerir ekki enn.

Náttúra skinkunnar:

*Skinkur ferðast oftast um í hópum og eru mjög svo úti á þekju þegar þær villast frá flokknum.
*Skinkum gengur oft illa í samskiptum við þá sem ekki tilheyra þeirra ættbálki.
*Skinkur eru oft mjög vitlausar og skortir mikið af almennri vitneskju. Þegar þeim er gert það ljóst á einn eða annan hátt hlæja þær oft að því og reyna ekki af afsaka sig, enda finnst þeim það oft bara nokkuð krúttlegt að vera heimskur.

Skinkan fílar:

*Basshunter, Fedde le Grand, Benny Benassi, Pendulum, Enrique Iglesias (en kunna ekki að skrifa það), Britney, Justin, Timbaland, Snoop Dogg, Pussycat dolls, Pink, One Republic, Leona Lewis, Fergie, Usher og Merzedes Club (hehehehe).
*John Tucker must die, She's the man, 27 dresses, P.S. I love you, Beerfest, the sweetest thing, Van Wilder, Just my luck, Raise your voice, Good luck Chuck, The hot chick, American pie og Legally blonde.
*Vatn, sítrónu topp, að fikta við reykingar, dýra skartgripi, að versla í sautján, subway, gervibrúnku, stælta gaura með bling og strípur, DJAMMA, bloggsíðuna sem hún og vinkonurnar eru með.

Þú finnur skinkuna til dæmis:

*Í verslunarmiðstöðvum
*Í sporthúsinu
*Á skemmtistöðum eins og Hverfis, Vegamótum, Hressó og Rex

Ég vona að allir þeir sem komnir eru svona langt séu fróðari eftir lesturinn og að bloggþyrstir menn hafi náð að svala þörfum sínum. Svo langar mig að kalla til umræðu. Vantar eitthvað á listann? Er einhver ósáttur með eitthvað á honum?
Gjörið svo vel.


Þurrkur.

Kæru aðdáendur!

Ástæða þess að bloggþurrkur ríkir á þessari síðu er einföld.
Ég lendi ekki í rosalega spennandi hlutum þessa dagana.
Ég skal hleypa ykkur inn í einkalíf mitt og sýna ykkur nokkur nýleg brot úr dagbókinni minni.

"31. mars 2008 (mánudagur)
Horfði á milljón þætti af Greek, fór ekki í skólann, Hannah kom um kvöldið og ég eldaði handa okkur og við borðuðum mat, ís og töluðum saman langt fram á nótt um heima og geima, svo horfði ég á meira greek. Sjitt."

"9. apríl (miðvikudagur)
Vaknaði seint, man ekki mikið eftir þessum degi en ég held líka að ég hafi ekki gert neitt. Jú! Ég fór um kvöldið á kaffibarinn með Hönnuh og Úlf. Fékk mér kók og svona. Jájá."

"14. apríl (mánudagur)
Ömurlega litlaus dagur. Vaknaði seint og hékk í tölvunni ALLAN daginn."

Þess má til gamans geta að ég er einmitt að horfa á Greek núna. Hehe.


Ógisla fræg.

youtube

Fokking celeb.
Beat that.

(http://youtube.com/watch?v=EKwul4HQYFM)


róni.

Ég lenti í frekar fyndnum aðstæðum um daginn.
Ég var að keyra með vinum mínum upp bókhlöðustíginn þegar ég sá mann liggja í götunni. Við fyrstu sýn virtist þetta þetta vera slasaður verkamaður en við nánari athugun komst ég að því að þetta var dauðadrukkinn róni sem gat ekki staðið í lappirnar. Ég tók upp símann og ætlaði að hringja á neyðarlínuna þegar ég sá að þrír litlir brettastrákar stóðu skelkaðir hjá og einn með síma.

Ég skrúfaði niður rúðuna og spurði þá hvort þeir væru að hringja á lögguna og einn strákanna sagði já. Við vorum að keyra í burtu þegar ég heyrði strákinn segja:

"Jááá hæ, heyrðu... það er einhver dauður róni liggjandi hérna...."

Og við hlógum. Ekki að óförum rónans samt, seisei nei.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband