Þurrkur.

Kæru aðdáendur!

Ástæða þess að bloggþurrkur ríkir á þessari síðu er einföld.
Ég lendi ekki í rosalega spennandi hlutum þessa dagana.
Ég skal hleypa ykkur inn í einkalíf mitt og sýna ykkur nokkur nýleg brot úr dagbókinni minni.

"31. mars 2008 (mánudagur)
Horfði á milljón þætti af Greek, fór ekki í skólann, Hannah kom um kvöldið og ég eldaði handa okkur og við borðuðum mat, ís og töluðum saman langt fram á nótt um heima og geima, svo horfði ég á meira greek. Sjitt."

"9. apríl (miðvikudagur)
Vaknaði seint, man ekki mikið eftir þessum degi en ég held líka að ég hafi ekki gert neitt. Jú! Ég fór um kvöldið á kaffibarinn með Hönnuh og Úlf. Fékk mér kók og svona. Jájá."

"14. apríl (mánudagur)
Ömurlega litlaus dagur. Vaknaði seint og hékk í tölvunni ALLAN daginn."

Þess má til gamans geta að ég er einmitt að horfa á Greek núna. Hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er Greek?

Maggi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:41

2 identicon

...Hefði verið gaman að sjá eins og einum degi eytt í að reyna að finna sér sumarvinnu...

mamma

kristin (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband