29.5.2008 | 18:13
Fyrirtíðarspenna.
Í gær var ég bálvond í skapinu. Ég vaknaði snemma og ósofin, og fannst ekkert fyndið, aldrei þessu vant. Mér tókst að halda út vinnudaginn án þess að hreyta í hið ágæta fólk í kring um mig og belgdi mig út af súkkulaði í kaffinu. Þegar ég kom heim til mömmu reyndi ég að leggja mig og öskraði á þá sem reyndu að hringja í mig á meðan, tók að lokum reiðiskast og fór heim til mín. Þegar þangað var komið gekk ég berserksgang á heimilinu og reifst við pabba þar til ég gat ekki meir, baðaði mig, borðaði og rauk í rúmið. Þegar ég fór yfir daginn í huganum hugsaði ég mikið um það hvað í ósköpunum varð til þess að ég var svona hundfúl og ógeðslega leiðinleg allan daginn. Svo kom það... ahh.... fyrirtíðaspenna.
Það stóð heima, og nú ligg ég sveitt í fósturstellingunni í rúminu með hita, ógleði og kem varla bita niður, en berst við að halda verkjatöflunum niðri, og áðan vissi ég ekki hvort jarðskjálftinn væri náttúruhamfarir, eða bara annar krampi. Biðjið fyrir mér kæru vinir! Ég vildi að ég væri karlmaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 22:00
The awful truth.
Ég hef eytt mörgum klukkustundum af mínu lífi í það að sannfæra mig og aðra um að raunverulegar konur hafi vöxt og það sé alveg jafn fallegt að vera kona með línur eins og að vera grönn og spengileg. Núna áðan var ég að horfa á "Leiðin að titlinum", Ungfrú Ísland þáttinn og ég hef ákveðið að éta orð mín. Djöfull eru þær allar vel meitlaðar og heitar, þó það brjóti gegn öllu sem ég þykist standa fyrir.
Núna ætla ég að horfa á "How to look good naked", læsa kexpakkann inni og glápa til að gleyma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 19:30
Gef oss í dag vort daglegt raus..
..Og fyrirgefum það hversu ómerkilegt það kann að vera.
Í gær var húllumhæ, eins og við má búast þegar hátíð ljóss og glimmerkjóla gengur í garð, þ.e. júróvisjön, og mér þótti sopinn af gleðivökvanum góður sem hafði þær afleiðingar að mér líður eins og sprengd hafi verið dýnamít sprengja í heilanum mínum og sellurnar séu að reyna að púsla sér aftur saman. Við vonum bara að það taki brátt enda áður en ég hleyp nakin og viti mínu fjær út í garðinn og dansa hlæjandi og í senn grátandi í dögginni, öskrandi "Hvers vegna ég?!?".
Nú held ég að mér sé óhætt að segja að sumarið sé gengið í garð og því er ég farin að huga að Mexíkó ferðinni alræmdu í ágúst, bæði að því hefðbundna og óhefðbundna. Hefðbundnum hlutum eins og að skoða bikiní, finna bestu sólarvörnina, koma mér í ræktina og slíku. Óhefðbundnum hlutum eins og að venja mig á að kúgast ekki í návist tekíla, velta því fyrir mér hvernig sombreró myndi fara mér best og.... vaxmeðferðum. Nú hef ég aldrei gert slíkt áður (nema við augabrúnirnar, ég grét), er ekki mikill aðdáandi sársauka eða þess að borga fólki fyrir að pína mig. En mér finnst ekki nema sanngjarnt að fagna menningu og uppruna Suður-Ameríku með því að skella mér í brasilískt, og er að íhuga alls kyns kjánaskap eins og súkkulaðivax. Ég er samt ekki búin að gera upp hug minn ennþá varðandi hvort ég ætla að fórna mér fyrir þennan málstað eður ei, það verður bara að koma í ljós.
Núna ætla ég að fara í bað... með hárþurrkuna.
Farvel grimma veröld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 00:19
Ég setti í þvottavél!
........ og fæ sko pottþétt rokkprik fyrir það.
Í dag hitti ég mann sem getur látið mig hlæja eins og enginn annar. Verst að hann er kominn á níræðisaldurinn.
Nú ætla ég að láta þreytuna líða úr mér í heitu baði.
GEEEEIIIIIIIIIISP.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2008 | 10:11
Ég er glöð vegna þess að..
..Ég er að fara í seinasta prófið mitt á eftir
..Ég er komin með æðislega vinnu sem ég byrja í á eftir
..Það er alveg ótrúlega frábært veður
..Ég á ketti sem borða öll skordýrin í húsinu
..Ég er að hlusta á svo gott lag
..Þetta sumar á eftir að verða skemmtilegt
..Ég vaknaði snemma í morgun
..Ég er að fara út í göngutúr!
Vonandi eruð þið öll glöð líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 08:39
Nokkrar retórískar og samhengislausar spurningar.
Af hverju er ég svona tapsár?
Af hverju veit ég ekki hvað ég vill, hvað ég geri og af hverju ég framkvæmi suma hluti og suma ekki?
Af hverju þarf ég að pissa, aftur? Er ég með óþroskaða blöðru, með barni eða einfaldlega búin að drekka of mikið kók í dag?
Af hverju eru eyrun mín svo útstæð að ég fæ illt í þau þegar ég nota heyrnatól?
Af hverju get ég ekki lesið hugsanir?
Af hverju er ég ekki aðeins eldri eða yngri?
Af hverju finn ég enga mynd á netinu sem mig langar að horfa á?
Af hverju er alltaf mesta fjörið á q-bar þar sem allir karlmenn eru samkynhneigðir?
Af hverju er þessi tölva alltaf að ofhitna?
Vó, mér líður eins og rassálfi með aðeins asnalegri spurningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 12:09
Ó, Reykjavík.
Í gær átti ég einn af þessum fullkomnu Reykjavíkur-dögum.
Eftir enskuprófið sem ég fór í klukkan níu (og rústaði feitt, high five!), tók ég strætó niður í bæ því ég var á leið í atvinnuviðtal á Heilsuverndarstöðinni (sem ég rústaði feitt, high five! Nei djók, gekk samt ágætlega), en þegar þangað kom var konan sem ætlaði að viðtala mig á leið í hádegismat svo hún stakk upp á því að ég kæmi aftur klukkan eitt, sem var frekar súrt því klukkan var hálf tólf og ég hafði ekkert að gera afþví ég er ekki með bílpróf en ég þorði ekki að segja henni það, svo ég fór bara í göngutúr. Ég smellti mp3 spilaranum hans pabba í eyrun sem ég stel alltaf frá honum því ég er ein í heiminum og á ekki iPod, og gekk af stað. Lagið "Bittersweet symphony" með The Verve (sem er uppáhalds lagið mitt allra tíma, fullkomið með öllu) hljómaði í eyrum mínum og sólin fór á loft.
Ég gekk um Reykjavík í einn og hálfan klukkutíma þangað til ég fór í viðtalið. Sólin skein allan tímann og gaf mér nokkrar auka freknur. Seinna um daginn fór ég svo með Örnu og Silju á nýja Tapas barinn Brons við Austurvöll og við fengum okkur að borða og spjölluðum um heima og geima. Eftir það lögðumst við svo á Austurvöll með sjeik og ég hlustaði á strawberry fields forever. Við fórum ekki heim fyrr en byrjaði að kvölda, og ég steinsofnaði á meðan þær elduðu pítsu og horfðu á sex and the city.
Ahhhhhhhh.
P.s. Stelpur, þið mundið deyja fyrir myndirnar sem þið tókuð af mér sofandi, án gríns.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 04:22
NÁT103
Lífverur, bakteríur, veirur, frumverur, vísindi, sveppir, malaría, kynlaus æxlun, aldin og frædreifing, njálgur, erfðafræði, blóðflokkagreining, kynsjúkdómar, greiningarlykill, frumuskoðun, DNA, umhverfisvöktun, bakteríuræktun, getnaðarvarnir, bólusetning, sullaveikibandormar, frævun, litblinda, mítósa, kjarnahjúpur, arfgerð, svipgerð, dvalgró, sundrendur, rotverur, sýklar........
Mig svimar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 18:43
Eftir að hafa kynnt mér málin....
Langar mig núna rosalega að skokka niður á lögreglustöð með kylfu í einni, táragas í annarri og sýna þeim sem þar vinna hvar Davíð keypti ölið. Takk, íslensku lögreglumenn, fyrir að vera gagnslausir í einu og öllu og sýna enn og aftur fram á það hversu heimskir og sálarlausir þið eruð.
Takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 02:56
Stóra giggið mitt.
That's it. Ég er búin að meika það góðir lesendur. Inn um lúguna rignir handritum og ég hef varla tíma né orku í að svara símtölum frá æstum stórleikstjórum sem þrá ekkert heitar en að fá mig í aðalhlutverk. Næst á dagskránni er náttúrulega ekkert nema óskarinn og svo verð ég væntanlega tilnefnd til nóbelsverðlauna fyrir ævistörf mín og framlag til listanna. Fyrst var það merzedes club myndbandið. Nú færi ég ykkur, hið eina sanna, lokaverkafni Tómasar O. Eiríkssonar í auglýsingasálfræði (FJÖ213), Metnaðarpilluna.
Segið svo að ég sé ekki botnlaus uppspretta stórkostlegra hæfileika.
Need I say more?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)