Tælensk/Indversk matargerð

Já, þegar lífið er erfitt og hungrið knýr dyra, þá er oft gott að skella sér í krónuna, kaupa mat fyrir háar peningaupphæðir og kynda undir pönnunni.

Uppskrift (og þessi er frekar stór)

Thai tikka masala a la Hannah & Hekla

3 nautafille (eða kjöt að eigin vali)
1 msk kjötkraftur eða kubbur
1 spergilkál
2 laukar
1 poki kasjúhnetur
3 kartöflur
2 krukkur tikka masala sósa (að eigin vali)
1 matskeið chili mauk
2 pokar tilda basmati hrísgrjón
2 stk naan brauð

Skerið nautafille-ið í litla bita og steikið í gegn á pönnu ásamt kjötkrafti
Skerið spergilkálið, laukana og kartöflurnar í bita og skellið á pönnuna þegar kjötið er gegnsteikt. Ég mæli með sundgleraugum þegar laukurinn er skorinn, ég fann ekki mín... eða kannski átti ég þau aldrei til.
Hellið sósunni á pönnuna og setjið hneturnar út í, svo eina skeið af chili mauk
Látið malla í smá stund og kryddið eftir smekk

Setjið vatn í pott og saltið, látið síðan hrísgrjónin í pottinn þegar suðan kemur upp, sjóðið í 20 mínútur

Stillið ofninn á 180 gráður og bíðið eftir að hann hitni, hellið olíu á naan brauðið og hafið inni í tíu mínútur. Snúið því við á 2 mínútna fresti

Þetta var sársaukafullt

Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband