Færsluflokkur: Bloggar
15.11.2007 | 04:57
Nú er bara að duga eða drepast.
Fjölbrautarskólinn í Garðabæ og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði munu mætast í 16 liða úrslitum í MORFÍS fimmtudaginn 15. nóvember í hátíðarsal FG kl 20:00. Umræðuefnið er MORFÍS og er Flensborg með, og FG á móti.
Frummælandi: Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir
Meðmælandi: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Stuðningsmaður: Stefán Rafn Sigurbjörnsson
Liðsstjóri: Ólafur Fannar Jónsson.
Sjáumst hress og kát (og sjúklega stressuð) uppi í FG annað kvöld!
Hmm, vá. Sniðugt. Þessi deyr ekki ráðalaus.
- Hekla Elísabet, taugahrúga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 00:23
LEIÐRÉTTING!
Í fyrri færslu minni greindi ég víst frá því að umræðuefnið í Morfískeppni á milli Fjölbrautarskólans í Garðabæ og Flensborgarskólans væri Morfís. Það er alveg satt. Hinsvegar sagði ég að FG væri með, og Flensborg væri á móti, sem er náttúrulega alls ekki satt. Við erum á móti Morfís í Morfískeppni. Hiklaust.
Þar með er það leiðrétt. Góða nótt.
P.s. Vill einhver keyra mig upp á Hrafnistu í Reykjavík í fyrramálið klukkan átta? Ekki? Ókei, bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 04:23
ÉG ELSKA FÆREYSKU!!!
"Ein ætlan um at bumba John F. Kennedy floghavnina í New York er avdúkað. Floghavnin er millum tær størstu í USA. Fýra muslimskir menn høvdu ætlanir um at spreinga goymslur við brennievni. Men, teir komu ongantíð so langt. |
Ætlaða spreingingin kundi fingið álvarsligar fylgjur, tí hon hevði oyðilagt John F. Kennedy floghavnina og býarpartin Qeens í New York. Teir fýra menninir eru nú skuldsettir fyri bumbuætlanir sínar. Teir eru víðgongdir muslimar úr USA, Guyana og Trinidad.
Amerikanska løgreglan hevur eygleitt teir í hálvt annað ár. Oddamaðurin hevur fyrr starvast í John F. Kennedy floghavnini. Høvdu menninir framt sínar ætlanir, hevði skaðin verið øgiligur, sigur amerikanska løgmálaráðið í eini yvirlýsing."
Bumbuætlanir?!? HAHAHAHAHA.
Þetta kom upp þegar ég gúglaði John F. Kennedy í leit minni af ritgerðarefni.
Og já, það er komið umræðuefni í keppninni FG-Flensborg í Morfís.
Umræðuefnið er Morfís.
FG er með, Flensborg á móti.
Þetta verður ógeðslega mikið gúmmelaði.
- Hekla Elísabet á áttunda kaffibollanum klukkan hálf fimm um nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007 | 01:15
Vinkonur mínar.
Mig langar að segja ykkur, mínum kæru lesendum aðeins frá bestu vinkonum mínum. Þær eru án efa bestar í heimi, og hafa allar sína eiginleika sem einkenna þær og gera þær að frábærum kjarnakonum.
Laufey Mjöll Helgadóttir
Laufey Mjöll er ótrúleg stelpa. Eldmóður hennar er engu líkur sem gerir það að verkum að hún stendur sig vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er að læra Félagsfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en hún býr einmitt í skuggalega góðu göngufæri við skólann. Þó er hún að fara að flytja í Garðabæ fljótlega svo kannski ég fái jafnvel að sjá meira af henni! Hún stundar ræktina í world class eins og hún á lífið að leysa og svo er hún meira að segja í björgunarsveitinni! Og það er ekki nóg, því hún starfar við að keyra út lostæti frá Nings, ásamt fyrirsætustörfum. Þrátt fyrir allt þetta hefur hún alltaf tíma fyrir vini sína, og er lang duglegust af öllum mínum vinum í að draga mig upp úr leti og fara með mér í sund eða eitthvað. Ég hata sund, en ég fer samt með henni.... stundum. Hún er í hnotskurn: Kraftmikil, dugleg, fyndin, skemmtileg, samviskusöm, aðdáunarverð og góður vinur vina sinna. Ég er stolt af henni Laufey minni og hún er ein af mínum bestu vinkonum. Gaman er að segja frá því að við kynntumst á einu af mínum fyrstu fylleríum, þar sem ég vaknaði heima hjá Betu í rúminu hennar með hálf nakinn kvenmann við hliðina á mér. Ég var skelfd í fyrstu, en það var ekkert vafasamt í gangi. Laufey var bara búin að vera með mér og Betu allt kvöldið til að passa upp á okkur vitleysingana.
Elísabet Kristjánsdóttir
Þessi Elísabet er alveg mögnuð. Við vorum saman um skeið í Kópavogsskóla en okkur var aldrei neitt sérstaklega vel við hvor aðra, alveg þar til að Kókó kisan mín eignaðist kettlinga. Beta sem elskar kettlinga greip þá tækifærið og vingaðist við mig í þeim tilgangi að fá að leika við kettlingana en svo komumst við fljótlega að því að við áttum nokkuð vel saman. Við urðum samlokur upp frá því, fórum í MS saman, klúðruðum MS saman, unnum í Söstrene Grene, og nú á Hrafnistu í Reykjavík, en þar vinnur hún fulla vinnu. Hún Elísabet er sjúklega fyndin, uppátækjasöm, skrautleg, vel klædd, full (ekki alltaf, en stundum), og hún kemur sífellt á óvart. Við höfum djammað, rúntað, hlegið, þroskast og gert heimskulega hluti saman og erum vinkonur í gegn um súrt og sætt. Hún er skilst mér í sambandi núna með Ara nokkrum sem er búinn að vera kærastinn hennar meira og minna í eitt og hálft ár. Eftir áramót ætlar hún að flytja til Danmerkur, og ég veit ekki hvernig ég mun fara að án hennar. En hún er frábær.
Katrín Björg Sighvatsdóttir
Þið hafið ekki kynnst neinu fyrr en þið kynnist Katrínu. Hún er algjörlega ein sinnar tegundar, svo mikið er víst. Þessari ljóshærðu þokkadís kynntist ég þegar ég byrjaði í FG en hún tók mig undir sinn væng, þó hún vilji minna að það hafi verið öfugt. Hún er virkilega ofvirk og hávær, á góðan hátt, því þú getur bókað það að það er enginn eins hress og Katrín Björg. Það er geðveiki að djamma með henni og unun að slæpast með henni. Hún er á náttúrufræðibraut að læra um amömbur og svona hluti sem ég hef engan áhuga á. Hún æfir ballett og vinnur á Hrafnistu á Vífilsstöðum. Þess má til gamans geta að hún er með átta göt í eyrunum. Katrín er bjartsýn, jákvæð, hláturmild, einlæg, rokkari, sætabrauð og ótrúlega skemmtileg stelpa sem kúkar gullkornum í massavís! Hún er frábær.
Hannah Herrera
Það má segja að Hannah sé ótæmandi viskubrunnur og lumi á upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Hún er í einu orði sagt, alveg frábær. Ég kynntist henni þegar ég byrjaði í FG, en við vorum saman í frönskutímum hjá hinum sataníska Chinotti. Síðan þá höfum við verið góðar vinkonur. Nú er hún að vinna í Blómaval í Smáralind og er í fjarnámi í FG. Við verslum, fundum, tölum og kaffihúsumst þegar við erum saman, og ég er heppin að eiga mér Hönnuh. Hún er góð, vitur, öðruvísi, áhugaverð, róleg og elskuleg, og hún er sannur vinur vina sinna. Hún á kærasta sem heitir Úlfur Reginn og eru þau fallegasta par sem ég hef nokkurntíman séð.
Sara Jóhanna Jónsdóttir
Söru Jóhönnu kynntist ég í FG fyrir ári síðan, eftir að hún var búin að vera að skutla mér heim í tvo mánuði. Sara er dama á heimsmælikvarða og kallar ekki allt ömmu sína. Hún er manneskja sem myndi gera allt fyrir vini sína, sama hversu fáránlegt það er. Hún er djammari af lífi og sál en samt sem áður oftast í góðu jafnvægi. Hún vinnur hjá MasterCard og er í fjarnámi í FG nú í dag. Hún á kærasta sem heitir Kristján og býr hjá henni, hann flutti heim frá Namibíu, sem segir allt um það hversu sterkt aðdráttarafl hún Sara mín hefur. Hún er klár, krúttlega óskipulögð, ástrík og virkilega góðhjörtuð.
Jæja, þetta var ágætis samantekt. Þessar stúlkur hjálpa mér að þrauka í daglegu amstri, og gera lífið þess virði að lifa því. Án þeirra væri ég lítið annað en rauðhærð stúlka sem ætti bara strákavini! Mér þykir gasalega vænt um ykkur allar.
Mikil ást,
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2007 | 19:41
Ég er ennþá reið.
Einn örlagaríkan dag í janúar mætti ræðulið FG Flensborgarskólanum í átta liða úrslitum MORFÍS. Umræðuefnið var þróunaraðstoð og við FG-ingar mældum með, og Flensborgarar á móti. Lið Flensborgarskólans var ansi gott, og það fannst mér okkar lið vera einnig. Í dómarahléi voru skiptar skoðanir um það hvort liðið myndi bera sigur úr býtum, en á endanum stóðum við FG-ingar uppi sem sigurvegarar, og ég ýki alls ekki þegar ég segi að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og þegar úrslitin voru tilkynnt. Ég bara hló og grét, og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Mér fannst ég eiga skilið að fá að vera glöð. Ég hafði ásamt liði mínu keppt morfískeppni, og unnið. Allir dómarar dæmdu okkur sigur, þó einn dómari hafi dæmt hann ansi feitan sem fór fyrir brjóstið á mörgum.
Daginn eftir:
Bloggheimar skíðloguðu, og morfísspjallið einnig. Margir Flensborgarar voru brjálaðir fram úr hófi, og sátu ekki á skoðunum sínum. Það var ekki nóg að gagnrýna dómarana eða ræðurnar, heldur ræðumenn persónulega, og jafnvel útlitslega. Ræðan mín var of ljóðræn fyrir lýðinn, annar ræðumaður var krípí og þótti hafa of sítt hár og ganga í of ljótum fötum. Svo var það tær sjónmengun að sjá okkur uppi í pontu svona ójakkafataklædd. Ég hélt að þetta myndi jafna sig með tímanum, en það gerði það ekki. Fólk sem þekkti okkur ekki neitt fór að drulla yfir okkur á veraldarvefnum, skrifa bull í málgagn Flensborgarskólans og gefa mér præm sketch í árshátíðarvídjóinu þar sem ókunnugur maður sem hefur mig aldrei hitt setti upp rauða hárkollu og gerði stólpagrín, við góðar undirtektir áhorfenda að mér skilst.
Ég var aldrei sár. Ég var reið, og ég er það enn. Hvernig dirfist fólk að skíta svona á verönd fólks sem það hefur aldrei áður heimsótt? Ég er enn þann dag í dag að finna gögn um þetta, þó ég sé ekki einu sinni að leita! Ég held að fólk sem gerir svona geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að skrifa meiðyrði um aðra á netið. Þetta er líklega fólk sem hefur aldrei þurft að lenda í því að lesa óhróður um sig og vini sína á alnetinu. Ég ætla rétt að vona að fólk sem gerir eða gerði það skammist sín í dag.
Ég vona að fólkið sem laug varðandi þessa keppni til að láta málstað sinn líta betur út skammist sín.
Ég vona að fólkið sem gat ekki fundið heilbrigða útrás fyrir tapsæri sitt skammist sín.
Ég vona að fólkið sem gat ekki leyft mér og liðsmönnum mínum að njóta sigursins skammist sín.
Ég vona að fólkið sem gerði lítið úr hæfileikum og getu minni og minna liðsmanna hafi fundið aðra og betri leið til að upphefja sjálft sig.
Ég vona að fólkið sem olli mér magasári þegar við vorum dregin í á móti Flensborg í 16-liða úrslitum Morfís í ár skammist sín, en hlakki jafnframt til keppninnar.
Ég ætla ekki að segja að við munum að rústa henni aftur, og ég ætla ekki að gera lítið úr liði Flensborgar. Það er engin ástæða til, og ég tel mig einfaldlega vera betri en það.
Ég læt úrslit morfískeppna ekki stjórna lífi mínu eða hegðun, og ég vona að áhorfendur keppninnar síðasta vetur líði ekki varanlegan skaða fyrir það. Og svo ég haldi áfram með áfram með vonina, þá vona ég svo sannarlega að eitthvað af þessum hóp fólks sem grein mína varðar, lesi hana og taki það til sín sem eiga.
Ég vona að við vinnum þessa keppni. Ég veit hinsvegar að ef svo fer að við töpum keppninni, er ég búin að ávinna mér þroskann til að tapa með sæmd.
Svo fer sem fer. Ég hlakka til.
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 16:50
Skírn?
Í dag er ég Hekla Aðalsteinsdóttir.
Á morgun verð ég Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir.
Í höfuðið á ömmu minni :)
Haldin verður lítil (en mega vandræðaleg) athöfn í einni af Hrafnistublokkunum í Hafnarfirði, þar sem amma á einnig heima. Það verða pönnukökur, sem ég má ekki borða vegna þess að ég er á ströngum matarkúr, og ávextir.
En já, Hekla Elísabet. Hvernig líst ykkur á það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 00:44
Svarti bletturinn á lífi mínu...
...Er þessi skólamynd, sem mun fylgja mér um ókomna tíð.
"Já, vertu venjuleg... brostu aðeins.... hallaðu höfðinu aðeins til hægri... já svona, þetta er gott."
!KLIKK!
útkoma:
Athugasemdir:
Nr. 1: Hvað var ég að spá þegar ég valdi þessi stríðsklæði?
Nr. 2: Hvað ætli hafi verið langt síðan ég þvoði á mér hárið?
Nr. 3: Lýsing á myndinni nær á einhvern undraverðan hátt að undirstrika mína verstu galla á einu bretti.
Nr. 4: BROSTU FÍFLIÐ ÞITT!!!
Nr. 5: Fallegu baugarnir mínir lafa niður á bringu og undirhakan niður á hné.
Hvað er þetta eiginlega!? Ég sem er alltaf jafn óaðfinnanleg og drop dead gorgeous sama hvað ég er að gera á einn slæman dag og það þarf að fylgja mér til dauðadags! Hvers á ég að gjalda? Til fjandans með vefnefnd og NFFG, ég ætla í stríð.
Kv. járnfrú í ham.
Sjokkerandi samanburður, eða eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 15:21
Passið ykkur á þessu LSD
...Eða allavega, ef þið ætlið að fá ykkur svoleiðis, ekki kaupa ykkur pulsu. Það er augljóslega stórhættulegt.
Hér er mjög átakanleg saga stúlku sem eitt sinn lenti í slíku, þetta verða allir að sjá.
http://www.youtube.com/watch?v=a5TJApnJ8X8
"And I stood there with this hot dog and asked Terry: do you know this hot dog is talking to me? And he says: nahh let's get out of here. He thought I was just faking. And I told him: Look at the thing, he's got a face! And he's screaming! so the guy looked over and he got on the same trip I was on. And we sat there carrying on a conversation with that hot dog."
Hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha...
Ahhhh.
Þetta er of gott stöff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007 | 01:19
Femínismi hvað
Ég á það til að að skoða búlletín á mæspeis, og rakst á eftirfarandi búlletín sem mér fannst eiginlega druuuullufyndið, en samt pínu vafasamt. Yfirskriftin var "I hate feminism. I really do. Fuckin facists!", mér finnst þetta persónulega ekki koma femínisma baun við, þetta er bara hreint og beint hallærislegt. En lesið þetta! Þetta er skrifað af frönskum manni sem hefur varið sínum tíma á íslandi meira og minna undanfarið ár held ég. Hér er myspace síðan hans: www.myspace.com/malcken
"Today, I was refused access to the swimming pool. Not because I smelled bad or didn't have the appropriate cothing. I was refused access to the pool because I'm a man (a young one, that is).
Yep. Today, the pool I usually go to in Reykjavik, at least twice a week, wouldn't let me in because of centuries old gender issues. From 7.00PM until 10.00PM, on wednesday the 24th of ctober, only women could access the goddam pool. One could wonder why. I honestly don't have an answer. I've been thinking about it a lot and I just can't think of anything that could justify such a drastic measure.
I've been going to this pool for a year now, and so far it has been letting in both genders, at the same time, and it has been working out pretty well, at least for me. Icelandic males (and females alike) are usually sex-craved only on friday and saturday nights, when the pools are closed anyway. I've never spotted any indecent behaviour on their part, nor any rape attempts in the pool.
Don't get me wrong, I'm all into gender equality. Gender equality rocks. I'm also all into standing up for what you believe in. Their are plenty of honorable causes that are worth our attention and that I would stand up for, like "stopping African children from starving", or "putting an end to wars because they kill people", or "funding research against breast cancer". Oddly enough "banning men from pools 3 hours a year" is not one of them.
What am I supposed to do now? I feel discriminated against. Who decided that millenia of men oppressing women would reverse on October 24th 2007? Just because some feminist facist twat decided so doesn't mean it's a good idea. I want media coverage of my story, to warn the public opinion.
I'll start by sending a couple of letters, to the mayor Reykjavik for starters, and a few copies to Morgunblaðið, Séð og Heyrt and the New York Times I should make an appeal to the United Nations, as basic human rights are being violated in a country like Iceland. I mean come on, I just wanted to go to the pool, you retards. I want the person who came up with this brilliant idea to be tried in front of the ICJ in the Hague, though I think it's a pity the ICJ has abolished the death penalty in this particular case.
Well ladies, I hope this oh so shameful action wasn't taken in vain. I hope you knocked yourselves out at the pool today. You must have been having the time of your lives not having men lurking at your fat asses.
Fuck that shit, I'll just go to the pool tomorrow.
Hasta la revolución, siempre.
Yours truly,
Malcolm"
Ég vil ekki vita hvernig við komum útlendingum fyrir sjónir á svona stundum, mér líður eins og kjána. Athugasemdir eru skylda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 02:30
Óeirðir.
Hvaðan kom þessi hausverkur? Hvað er að gerast?? Hvar er íbúfenið mitt??? HVER ER AÐ TYGGJA HEILANN Á MÉR?! AAAAAAAAAAAAAARRRRGGGGGGGGGGG.............
p.s. mótmælabréf var sent til skólameistara í dag vegna teppamálsins, ég mun flytja fréttir af framhaldinu eins fljótt og mögulegt er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)