Túristi?

Neyðin kennir naktri Heklu að spinna mikið fjör. Einhverntíman leiddist mér gífurlega í jólafríi og ákvað að finna mér pennavini. Ég skráði mig á interpals.net og fékk allskonar ófögur og furðuleg skilaboð (þið hafið kannski séð einhver þeirra hér áður), en inn á milli leyndust gullmolar og ekki leið á löngu þar til ég var bara komin með nokkuð góðan pennavin. Til að gera langa sögu stutta kom Daniel Gochi, pennavinur minn til Íslands þarseinasta sunnudag, og er ég búin að vera í leiðsögu-leik síðan þá. Ég hef sýnt honum íslenskar kvikmyndir, söfn, veitingastaði, þjóðargersemar, tónlist, náttúru, næturlíf og fallegar íslenskar konur. Einnig hafa vinir mínir og fjölskylda verið mjög dugleg við að aðstoða mig við að gera ferð hans ógleymanlega, og staðið sig svo vel að ég held að drengurinn fari bara ekkert heim til sín aftur. Þó eru nokkrir fróðleiksmolar yfir ferli sem ég leyfi mér að setja spurningarmerki við..

"I am putting this CD on to enhance your experience."

"This is Öskjuhlíð. This is where rapists take the women and rape them."

"Do you want to see where they used to drown the sluts?"

"This is Perlan. It was made out of.... watertanks. My fermingarveisla was here."

"This is Smáralind, the biggest mall in Iceland. It's shaped like a penis."

"This is a statue of Skúli Magnússon... apparently he was a president"
(las Skúli Magnússon, forseti)
"President is forseti in Icelandic, right? Doesn't this one say fógeti?"
"Yes...... yes it does."
*vandræðaleg þögn*

"Have you listened to Ólafur Arnalds?"
- "Yes!"
"Well he's sitting right behind you"

"This comedian is actually a lawyer. And the next one is Halldór Laxness' grandson."

"This is Hallgrímskirkja. It looks like it has a big green condom right now."

Nú ætla ég að sýna Daniel Hveragerði, Varmá, Elliðárdal og Perluna. Vúhú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband