Mikið er ég fegin því..

Að vera ekki keppandi í Ungfrú Ísland akkurat núna. Fyrir það fyrsta væri mér t.d. með öllu óheimilt að skrifa þetta blogg akkurat núna.

Í öðru lagi væri ég lögbundin til þess að hlíta ætíð fúslega öllum fyrirmælum, ráðleggingum og ráðgjöf skipuleggjanda varðandi framkomu mína og velferð.

Ég mætti ekki taka myndir af mér með vinkonum mínum á keppnistímabilinu nema með fyrirfram samkomulagi við skipuleggjanda.

Svo ég tali nú ekki um ef ég myndi lenda í einhverju sæti. Sjitt! Þá þyrfti ég að líta nákvæmlega eins út næstu þrjú árin án nokkurra undantekninga, auk þess sem mér væri bannað að fara í slæmt ástand andlega.

Skipuleggjendum keppninnar væri svo leyfilegt að nota allt mynd- og hljóðrænt efni sem þeim áskotnaðist af mér í hvaða tilgangi sem væri án greiðslu.

Myndi ég brjóta eitthvað af þessum reglum og samningnum yrði rift, yrði skipuleggjendum heimilt að gefa hvaða skýringar sem er á brottfalli mínu (Hún er laumu-heróínfíkill! Hún er tvígift og á sextán börn! Hún er raðmorðingi og nekrófíll!)... Svo myndi ég skulda skipuleggjendum minnst 200.000 krónur.

Auk þess sem ég mætti ekki segja neinum frá innihaldi þessa samnings um ókomna framtíð! Hólí sjitt!

Og fyndist mér brotið á mér hefði ég afsalað mér öllum rétti til að lögsækja einn né neinn sem að keppninni kom.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, það er dýrt að komast í þotuliðið.

Heimir Tómasson, 24.5.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband