Skinka?

Fyrir rúmu ári síðan bloggaði ég um skilgreiningu á skinkum. Svo bara hélt ég bara áfram að lifa og datt ekki í hug að nokkur myndi lesa þetta (nema kannski þeir 10 sem kíkja á síðuna mína daglega, sumsé vinir og nánasta fjölskylda), en annað kom á daginn og nú er ég að spá í að fela mig undir stofuborði í allan dag því að reiðar skinkur eru búnar að spamma kommentakerfið og eru örugglega á leiðinni hingað, vopnaðar. Aðsóknin á þessa síðu hefur líka rokið upp úr öllu valdi (svona miðað við), núna þarf ég örugglega að hætta að skrifa um túr, þ.e. ef ég lifi þessi ósköp af. Helvítis.

P.s. Það er ekkert að því að vera skinka, svona í stóru samhengi. Ég hef ekkert persónulegt á móti skinkum. Lifið vel, kæru skinkur. Tanið og aflitið að vild, og fariði á tónleika í boði techno.is á Nasa. Og ekki meiða mig.

Kv. Hekla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skinkur sem spamma.

hahahahahahahahahahah

hahahahha

Get it?

Tinna Sturl (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:45

2 identicon

Skinkur mega brenna! Brenna segi ég!

Beta (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Get it?
Tjah..

nei.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 16:36

4 identicon

Þá erum við ekki frænkur lengur.

Ehhhh...

Tinna Sturl (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:50

5 Smámynd: Heimir Tómasson

"Lovely spam, lovely spa-am". Hverju Python komu ekki af stað....

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 03:10

6 identicon

... vopnaðar kvikk tan brúasa í sandölum og ermalausum boooooool...!

Kristín Reynisdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:05

7 identicon

Innilega til hamingju með litla brósann þinn.

baun (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:16

8 identicon

Ég datt inn á þessa síðu fyrir helbera tilviljun með eftirfarandi afleiðingum:

Ég leitaði uppi skinkufærsluna og grét af hlátri. Á þeirri leit fékk ég góðan skammt af kaldhæðni sæmandi Stephen Fry og Hugh Laurie

Ég ákvað að allt moggablogg væri kannski ekki svo slæmt eftir allt saman

Ég skráði mig inn á moggabloggsreikning, sem staðið hefur óhreyfður svo mánuðum skiptir til þess eins að skrifa þessa athugasemd

Kærar þakkir

P.S.: http://en.wikipedia.org/wiki/Spam_(food)

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 02:14

9 identicon

það var eitt sem gleymdist ;) :O þær gera tótlý geggjó mikið af brosköllum :O  XD XD XD XD og sletta enskum orðum með ísl stöfum á msn og stytta mörg ísl orð! tótlý sko!! þúst ekki það að ég hafi eikka á móti skinkzz sko :p :p :p þær eru voða sæta skiluru

en ég held Sylvía Night sé skinka sko! *smjatt smjatt á tyggjói* :Þ :Þ :Þ

Tinna Borg (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:04

10 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Kærar þakkir til allra kommentara en þá sérstaklega til þín, Gunnar Dofri. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta hrós sem ég hef á ævinni fengið.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 21.5.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband