Fréttabréf

Ég er búinn að vera alveg ótrúlega löt við þetta blogg, enda er ég byrjuð að nota facebook í óhóflegu magni. Þar get ég sagt öllum hvað ég er að gera nákvæmlega þegar ég er að gera það, og annaðhvort getur fólk látið sér líka við það eða gert athugasemd við það. Svo get ég potað og farið í koddaslag við alla þá sem mig lystir án þess að þurfa að hitta nokkurn mann í eigin persónu. Sniðug þessi fésbók.

Hvað er að frétta? Í fyrsta lagi hef ég gerst atvinnulaus aumingi, og mér leiðist að viðurkenna það, en það er alveg ótrúlega gaman! Í fyrsta skipti síðan ég var kríli gegni ég nákvæmlega engum skyldum. Ég þarf bókstaflega ekki að hafa áhyggjur af neinu. Svo hittir svo vel á að næstu mánuðina hef ég heimilið mitt algjörlega út af fyrir mig. Hefur það verið prufukeyrt í u.þ.b. þrjár vikur og gengur dásamlega. Enginn vekur mig, sem þýðir að ég get sofið eins og ég vil. Enginn kvartar yfir því að ég vaki lengi frameftir, svo ég læt það eftir mér og hlusta á háværa tónlist, horfi á kvikmyndir, les, fer í bað, elda mat og syng hástöfum.. um hánótt! Það er ógeðslega gaman!

En talandi um brotthvarf föður míns, þá er ástæðan fyrir því einfaldlega sú að ég var að eignast hálfan bróður. Hann er eins og flest önnur smábörn. Hann drekkur, gubbar, kúkar, slefar, grenjar og sefur til skiptis, í nákvæmlega þessari röð. Stundum pissar hann framan á fólk og upp í sjálfan sig, en við skulum ekkert fara nánar út í það. Hann er ofsalega sætur og hefur hlotið nafnið Hrafnkell Máni Aðalsteinsson. Hann er samt ekki rauðhærður, mér til mikils ama.

Einkunnirnar eru komnar í hús og náði ég að sýna mikla yfirburði í meðalmennsku. Því er ég búin að fagna rækilega síðan þá í þessari bongóblíðu sem er búin að grilla mitt rauðhærða skinn síðan á Sunnudaginn.

En við skulum segja þetta gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband