Færsluflokkur: Bloggar

Þriðjudagskvöld

miss splatter

Hannah Hjördís + Veggmyndin mín = ójee

Casual Tuesday

10305844910

2153184859

5545050010

10490529264

Góða nótt nótt nótt.


Að velja sér braut í lífinu

Já, ég er ein af þeim sem á erfitt með að velja mér braut í lífinu. Ég veit aldrei hvað ég vil. Eða.. reyndar veit ég alltaf hvað ég vil í smá stund en skipti oft um skoðanir og staldra sjaldan við. Eins og þegar ég var lítil, þá langaði mig alltaf að vera rosalega góð í einhverju. Ég fór á leiklistarnámskeið, myndlistarnámskeið, dansnámskeið, sundnámskeið, söng í kórum, lærði á píanó, æfði karate, fótbolta og fimleika en fann mig aldrei almennilega í neinu og hætti, ekki af aumingjaskap heldur áhugaleysi. Foreldrar mínir voru alltaf tilbúnir til að styðja mig í hverju því sem ég vildi taka mér fyrir hendur og á ég því til sönnunar fullt af gömlum "listaverkum", fimleikabolum, karatebeltum og hljómborð uppi á háalofti sem ekki hefur verið snert í mörg ár.

Svo er ég hér í dag, nítján ára gömul, enn við sama heygarðshornið, löngu hætt öllu tómstundarápi og komin í alvöru lífsins. Ég mun ekki útskrifast næsta vor ásamt jafnöldrum mínum því hið áðurnefnda vandamál elti mig í framhaldsskólann. Fyrst vildi ég fara í MH, endaði í MS, var þar í ár og áorkaði litlu því ég fann mig ekki þar og flutti mig yfir í FG. Þá ákvað ég að fá ekkert metið úr MS (ógeðslega sniðug ákvörðun, eða ekki) og taka allt upp á nýtt og missti ég þar með heilt ár. Svo hef ég verið að rápa á milli brauta, verið á málabraut, svo félagsfræðibraut, og í gær ákvað ég að skipta  yfir á listnámsbraut. Einnig hef ég þrisvar skipt um þriðja tungumál, til þess eins að komast að því að á listnámsbraut þarf ég ekkert þriðja tungumál (bömmer), og hef þar af leiðandi grunn í þýsku, spænsku og frönsku og er búin að taka allt of mikið af fjölmiðlafræði.

Já, sumir myndu kannski halda að ég sé búin að eyða ansi miklum tíma í bull og vitleysu. En er það svo? Að minnsta kosti veit ég hvað ég vil ekki gera. Ég er búin að prófa flest allt og get loksins ákveðið hvað ég vil gera, með fullri vissu um það að ég sé búin að velja það sem er rétt fyrir mig og það sé ekkert betra sem bíður mín. Mér finnst allt í lagi að ég taki mér þann tíma sem ég þarf, svo þegar ég útskrifast á endanum, líklegast með 91' árgangnum (vandræðalegt), þá þarf ég allavega ekki að sjá eftir neinu.


Ég er með játningu

Ég er hrædd við blöðrur.

Þið haldið kannski að ég sé að grínast... og ég held það jafnvel pínulítið sjálf, en staðreyndin er einfaldlega sú að ég er hrædd við blöðrur, þ.e. ef það er búið að blása þær upp, ekki svo mikið við sprungnar blöðrur eða gasblöðrur.

Ég verð óróleg ef ég er í sama herbergi og blaðra, hvað þá margar blöðrur, og ef einhver heldur á blöðru eða kastar henni til mín þá finnst mér eins og viðkomandi sé að hóta mér.

Blöðrur eru fyrir mér eins og sprengjur, og ef þær springa í kring um mig fæ ég vægt hjartaáfall. Svo eru þær líka pirrandi og tilgangslausar, og mig svimar þegar ég blæs í þær.

Þess vegna er ég hrædd við blöðrur.

Svo þekki ég stelpu sem er hrædd við kanínur og serjós, djöfull er það asnalegt. 


Maður vikunnar

Þetta er hinn goðsagnakenndi Viktor, besti vinur minn. Sjáiði hvað hann er svalur!
Þetta blogg er skrifað í þeim eina tilgangi að fá Viktor til að fylgjast með þessari æsispennandi bloggsíðu sem ég held úti.
Skammarlegt.

Gamalt og gott:

mundviktor.gif picture by heklan

kjt.gif picture by heklan

viktoroghekla2.gif picture by heklan

ViktorHeklaogkettlingur.gif picture by heklan

viktoroghekla3.gif picture by heklan


Hekla ♥ interpals.net

rosicrucian 32
 Cottonwood
Hi, how are you people doing over there? I am worried about your country. I heard about what happened to the Kroner...
kimaprsu 21
 Nāmakkal
hi..howz life in u r part of d world.

Vitiði hverjum ég vorkenni mest?

Ég vorkenni mest þeim sem sitja í eigin fangelsi. Reisa sér rimlabúr, læsa sig þar inni og kyngja lyklunum. Þeim sem lifa bara eftir reglum, takmörkum og markmiðum.

Ég vorkenni þeim sem neita sér um lystisemdir lífsins, hverjar sem þær kunna að vera í augum einstaklinganna, og þeim sem refsa sjálfum sér fyrir að uppfylla ekki óraunhæf skilyrði sín eða annarra.

Ég vorkenni einnig þeim sem finnst að allir aðrir ættu að gera slíkt hið sama. Þeim sem finnst ekkert vit í því að lifa frjálsu og kærulausu lífi vegna þess að þeim finnst óeðlilegt að fara út fyrir kassann. Þeim sem halda að það sé bara ein leið til að lifa lífinu.

Ég vorkenni þeim sem eru fullir af yfirlæti og hroka. Þeim sem halda að þeir séu betri en allir aðrir. Þeim sem líður ekki vel nema öðrum líði illa.

Þeim sem eru sífellt í kappi við sjálfa sig og aðra, og sætta sig ekki við að vera ekki betri en allir aðrir í öllu. Þeim sem eru nískir, geyma allt sem er gott og spara fram á seinasta söludag.

Ég finn til með þeim sem gleyma sér í lífsgæðakapphlaupinu í of langan tíma til þess að átta sig á því að það færir manni ekki hamingju að eiga og geta mest af öllum.

Ég vorkenni þeim sem eru of uppteknir af öllu sem er að og gæti verið betra til þess að sjá hvað augnablikið er gott, og hvað heimurinn og lífið er oft fallegt, þó það geti auðvitað stundum líka verið ljótt.

Ég vorkenni þeim sem gagnrýna sjálfa sig í sífellu og eru endalaust háðir áliti og samþykki annarra. Þeim sem rækta ekki hæfileika sína, og þora ekki að koma þeim á framfæri. Þeim sem þrá að gera eitthvað, en láta aldrei verða að því.

Ég sárvorkenni þeim sem lifa fyrir annað og aðra en sjálfa sig, og vanmeta eigið líf. Þeim sem hafa ekki trú á neinu, og sjá ekki það góða í sér og öðrum. Þeim sem einblína á galla í eigin fari og annarra.

 Þeim sem geta ekki elskað sjálfa sig fyrr en allir aðrir gera það líka. Þeim sem kunna ekki að meta það sem er öðruvísi og famandi. Þeim sem kvíða öllu og lifa í stöðugum ótta við að bregðast sér og öðrum.

Ég vorkenni þeim sem eru ófærir um að elska og sjá fegurðina sem í því felst. Þeim sem hafa verið sviptir hugrekkinu til að gefa sig öðrum. Þeim sem bera ör frá fortíðinni. Þeim sem byrgja inni tilfinningar sínar og segja ekki það sem þeim liggur á hjarta.

Þeim sem eyða ævinni í að fylla upp í innra tómið með vitleysu því þeir vita ekki hvað það var sem skapaði tómið til að byrja með. Þeim sem leita sífellt að hamingjunni á vitlausum stöðum. Þeim sem kunna ekki gott að meta. Þeim sem hata og fyrirlíta. Þeim sem eru afbrýðisamir, og þeim sem eru alltaf reiðir og neikvæðir.

Mest vorkenni ég alltaf þeim sem eru yndislegir að innan sem utan, og sjá það aldrei.


Kæru(glaðir) MR-ingar

Jæja, MR-ingar hafa sýnt þann mikla drengskap að kæra keppnina og mun málið fara fyrir rétt núna í vikunni.

Á aðalfundi Morfís í september kom fram tillaga um stjórnarskrárbreytingu og lagt var til að lög 6.7 sem kveða á um að það lið skuli sigra sem hlýtur fleiri stig að frádregnum refsistigum skyldu víkja fyrir nýjum lögum sem kveða á um að dæmi tveir dómarar einu liði sigur skuli það lið sigra óháð stigamun. Fulltrúi MR-inga samþykkti þessi lög á þessum fundi, en við FG-ingar kusum á móti. U.þ.b. mánuði síðar var haldinn auka-aðalfundur til að ræða þessi og fleiri lög betur, og svo var kosið aftur um þau. Aftur kaus fulltrúi MR-inga með og við FG á móti. Reglan var samþykkt tvisvar, svo ég ákvað að sætta mig bara við það og MR-ingar voru að vonum nokk sáttir með að fá sínu framgengt.

Síðan kepptum við þessa keppni við MR sem varð víst söguleg, því þetta var fyrsta keppnin þar sem þessi nýju lög höfðu raunveruleg áhrif á úrslitin. Einn dómari dæmdi okkur 57 stiga sigur, annar dómari dæmdi okkur 12 stiga sigur, en sá þriðji dæmdi okkur 117 stiga tap. Í ljósi nýrra lagabreytinga sem eins og áður sagði kveða á um það að dæmi tveir dómarar einu liði sigur skuli það lið sigra óháð stigamun, unnum við þessa keppni. Þjálfari MR-inga minntist m.a. á þessi nýju lög við fundarstjórann okkar í dómarahléinu og bað hann að minna dómarana á að dæma samkvæmt þessum lögum. Okkur var dæmdur sigur, fagnaðarlætin brutust út og hinir ágætu meðlimir ræðuliðs MR tóku í hendurnar á okkur og óskuðu okkur til hamingju eins og siðmenntað fólk.

Á laugardaginn barst svo kæra þess efnis að vegna þess að nýju lögin voru ekki komin inn á netið þegar keppnin fór fram þá hafi sigur okkar verið stjórnarskrárbrot. Vegna þess að Morfísráð vanrækir heimasíðu sína á sumsé að taka af okkur sigurinn, samkvæmt MR. Vegna þess að einn dómari dæmdi gróflega í ósamræmi við hina tvo, finnst MR-ingum þeir eiga skilið að vera afhentur sigurinn, þrátt fyrir að hafa haldið allt öðru fram á tveimur aðalfundum Morfís.

Jæja, þegar menn eru farnir að fórna sjálfsvirðingunni og grípa í hvað sem er til að vinna Morfís keppni velti ég því nú fyrir mér hvort að menn séu ekki að taka þessari Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi einum of alvarlega. Ég meina.. ég elska Morfís. Flestir vinir mínir elska Morfís. Allir sem hafa keppt í Morfís elska Morfís en hata það jafnframt pínulítið á sama tíma. Mér finnst líka alveg fáránlega gaman að vinna í Morfís en aldrei myndi mér detta annað í hug en að tapa með sæmd þegar mér er sagt að ég hafi tapað keppni. ... En þegar öllu er á botning hvolft, þá er þetta menntaskólakeppni sem ber ekki undir nokkrum kringumstæðum að taka eins grafalvarlega og menn virðast vilja gera, þó það sé náttúrulega alveg ömurlega leiðinlegt að tapa.

Ég skil vel að það hafi verið hálf niðurlægjandi fyrir hinn virta Menntaskóla í Reykjavík að tapa fyrir hinum ekki svo virta Fjölbrautarskóla í Garðabæ, en mér finnst samt alveg merkilegt að þeir skuli ekki geta tapað með sæmd. Það er bara dyggð sem seint verður vanmetin. En jæja, ég ætla ekki að tjá mig um þetta meir. Ég er bara vonsvikin og skiljanlega ponsu reið yfir þessu öllu saman. 

Kv. Hekla Elísabet


draumaland

Bros og bros á móti,
skortur á súrefni,
adrenalíninu sleppt lausu,
fiðringurinn tekur öll völd,
skjálfti frá heila, niður í maga, að hnánum og alla leið niður í tær,
raddir bergmála allt í kring,
dúndrandi þungur hjartslátturinn kæfir tónlistina,
það er ekkert sniðugt eftir til að segja,
tómið tekur við,
nálgast og nálgast,
meira tóm,
breiðara bros,
mjúkur og léttur koss á kinn,
faðmlag sem ætlar engan endi að taka,
allt rennur hægt saman,
og að lokum stend ég ein úti í kuldanum....

tíhí.


Ykkar einlæg, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir..

Er laus við allan innblástur. Vill einhver prófa munn við munn?

Babbarabbarabb..

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga... eftir svona mánuð eða svo.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband