Færsluflokkur: Bloggar
5.1.2009 | 21:21
Ást og hatur
Ég elska: Facebook, vini mína, svefn, rúmið mitt, kettina mína, fjölskylduna, ljósmyndir, góðar samræður, tísku, falleg föt, ilmvötn, kertaljós, mjúka húð, hárnæringu, sjávarrétti, leiklist, snyrtivörur, krem, málverk, ögrun, áskoranir, ávinning, bros, hlátur, ást, snertingu, fiðrildi, pensla, ræður, angurværð, hugmyndir, gælur, fólk, hlýju, list, augu, varir, sængurföt, hreinlæti, sund, bassa, brokkolí, súpur, hefðir, söng, innblástur, sjónvarpsþætti, kvikmyndir, bíóferðir, hvítvín, kaffihús, mynstur, leti, dugnað, fegurð, húmor, leynd, setningar, boðskap, karma, rigningu, sól, uppákomur, plön, ævintýri, tíma, ferðalög, bíltúra, blóm, tungumál, einkenni, rómantík, drauma, brekkur, strætóferðir, orðaleiki, gamalt fólk, veislur, félagslíf, sögur, kaldhæðni, nörda, ringulreið, gáfur, dans, hugsanir, uppgötvanir, heyrn, breytingar, neglur, úrklippur, skaupið, hjörtu, liti, frostpinna, appelsínur, koffín, undrun, staðfestu, val, ákvarðanir....
Ég hata: Reiði, yfirborðskennd, óréttlæti, þröngsýni, heimsku og niðurgang.
Jább, þar með er það upp talið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2009 | 06:36
Áramótagleðin
Þessi gaur mætti og glápti á brjóst allan tímann...
Britney kom
Hressör!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 06:19
200!
Já, þú ert að lesa tvöhundruðustu færslu mína hér á járnfrúnni góðu. Ekki er annað við hæfi þar sem árinu fer senn að ljúka og nýtt að hefjast, að þá hefjist ný bloggtíð. Vil ég tileinka þessa færslu árinu 2008 sem er búið að vera alveg frábært ár. Gjöriði svo vel, hér er annáll!
Janúar:
Nýju ári var fagnað bæði í fjölskylduboði heima hjá pabba og á heimili móður minnar niðri í bæ á meðan hún var í Sviss, kom þar saman mitt nánasta fólk og við drukkum inn nýja árið, fórum niður í bæ og ég endaði bara með æskuvini einum og þrítugum endurskoðanda að spila trivial pursuit þar sem ég sigraði með nokkrum yfirburðum, endurskoðandanum til mikils ama. Janúar var svo ekkert merkilegur mánuður. Auglýsingin "GEYMSLUR" Tröllreið landanum og mér einnig, enda ógleymanlegt framtak!
Ólafur Fokking Magnússon var "kjörinn" borgarstjóri og Heath Ledger lét lífið á afar dularfullan hátt og bjuggum við skólafélagarnir til memorial vegg í skólanum honum til heiðurs þegar við höfðum ekkert að gera í eyðu... já og Bobby Fischer líka, hann fékk samt bara eina mynd...
Minnir að einhver hafi klárað prentkvótann sinn með þessu verkefni, en já, moving on.
Febrúar:
Í byrjun febrúar byrjaði ég að vinna sem aðstoðarþjálfari á Dale Carnegie námskeiði ásamt hinum frábæru Sirrý, Tinnu, Baldri og Þórði. Það var líka ógeðslega kalt í Febrúar, ég datt í ruslafötu þegar ég var í snúsnú, sýningin BIRDCAGE var frumsýnd og ég held alveg örugglega að ég hafi farið á árshátíð. Já ég er nokkuð viss um það.
Þessi árshátíð var ooof kynþokkafull.. og ég sjúklega tönuð
Mars:
Kötturinn minn Eríka átti við blöðruvandamál að stríða en nú hefur hún náð sér að fullu, ég átti erfitt með að drulla mér í ræktina (og hef ekki enn náð mér að fullu), líf mitt snérist að mestu í kring um svefn, ég sólbrann í Árbæjarlauginni, páskafríið var yndislegt, ég spáði kreppu í gríni (sem kom svo, dularfullt, ha?), dansaði í Merzedes Club myndbandi og eitthvað (mér var samt sagt að ég ætti að koma og leika í símaauglýsingu en það var bara misskilningur), leitaði að vinnu og fleira
Apríl:
Upplifði verulegt aðgerðarleysi, skrifaði um skinku, lærði stíft undir próf, skrifaði ritgerðir, gerði stuttmynd og já.. ferlega ómerkilegur mánuður í raun og veru
Maí:
Bensínmótmæli, ég fékk vinnu á Heilsuverndarstöðinni sem lifir enn í minningunni sem einn yndislegasti vinnustaður sem ég hef verið á, átti sögulegt Evróvisjönkvöld, hlakkaði mikið til Mexíkóferðar og svo gerðist bara ekki meir... hmm.... (vá hvað þetta er leiðinlegur annáll..).
Júní:
Ég svaf í nítján klukkutíma, fór í ástandið yfir eina helgi, fór einnig á versta deit ævi minnar, lærði að meta púsluspil upp á nýtt, týndist á Seltjarnarnesi, á sautjánda júní fórum ég og Hannah á Austurvöll með teppi, hvítvínsflöskur og nýbakaða pítsu, borðuðum, hlógum, kjöftuðum, hittum fólk og fengum kandíflos, seinna í mánuðinum fórum við á David Guetta, horfði vandræðalega mikið á "Girlfriends" á skjá einum, fékk semí-tan og fór á Sigur Rós og Björk
Júlí:
Vann meira á Heilsuverndarstöðinni, hékk mikið í Nauthólsvík í leit að tani, átti yndislegan afmælisdag, fékk nýja tölvu, hékk lygilega mikið á kaffibarnum, ákvað að fara til Tyrklands í stað Mexíkó og tók til í herberginu mínu!
Ágúst:
Fór til Akureyrar með nánustu vinum um verslunarmannahelgina þar sem við héldum einnig upp á afmæli Katrínar, fór til helvítis Tyrklands þar sem ég lenti í fleiri ævintýrum en mig hefði órað fyrir og barðist við þráláta matareitrun, kom heim, hætti að vinna á Heilsuverndarstöðinni og byrjaði í fjarnámi
September:
Fór á mitt allra seinasta menntaskólaball, reyndi að læra, var múltíkúltí, reyndi að fara í ræktina, og byrjaði að vinna á dagheimili fyrir alzheimersjúklinga. Hannah flutti í nýja íbúð og ég hékk vandræðalega mikið þar..
Október:
KREPPAKREPPAKREPPA, söng "She works hard for the money" á tælenskum karókíbar, lenti í mega vandræðum með strætókort, upplifði verstu túrverki ævi minnar, fékk hlutverk "mama" í skólasöngleikmnum Chicago, djammaði feitt með mömmu, týndi töskunni minni og fann hana aftur og fór í legendary afmælisveislu til Viktors, plús halloween partý.
Nóvember:
Kenndi þjóðinni að velja partítónlist, fékk heiftarlega veirusýkingu, fussaði og sveiaði yfir kreppuvæli, gerði jólagjafalista, keppti við MR í Morfís og vann.
Desember:
Hætti að vinna á dagheimilinu, MR kærði keppnina og tapaði, (aftur), ég kom loksins út úr skáppnum með ótta minn við blöðrur, ákvað að skipta yfir á listnámsbraut í skólanum eftir áramót, verslaði jólagjafir, fór á Bang Gang og Ratatat tónleika og átti yfir höfuð ógeðslega næs jólafrí, falleg jól og... GEÐVEIK ÁRAMÓT!
Gleðilegt ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2008 | 04:25
Frægðarsögur
Það byrjaði allt með því að ég sat algjörlega grunlaus á Rimini á Ítalíu að láta teikna mynd af mér
Þegar allt í einu gekk upp að mér forstjóri Elite model management og bauð mér samning, áður en ég vissi af var ég á forsíðu ítalska Vogue
Og brátt voru auglýsingaherferðirnar mínar á risastórum auglýsingaskiltum um allan heim!
Ekki leið á löngu áður en mér var boðið hlutverk í sjónvarpsþætti á HBO ásamt Hönnuh
Sá þáttur sló rækilega í gegn!
Ég varð innblástur fyrir marga listamenn, m.a. Andy Warhol
Partíaði villt og galið og komst á forsíður blaðanna fyrir ýmislegt!
Gaf út geisladisk sem virtist falla vel í kramið á öllum gagnrýnendum, og Paris Hilton!
Madonna gekk á tímabili ekki í öðrum bol en þessum.. svo þvoði hún hann heldur ekki því ég var búin að árita hann, frekar vandræðalegt...
Svo þúst, gekk ég á tunglinu og eitthvað
Sat á þingi í nokkur ár
Fékk andlitið mitt á seðil... þið vitið öll hvernig þetta er
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2008 | 16:19
Áramótaheitin
Í fyrra strengdi ég um það bil skrilljón áramótaheit og efndi kannski þrjú þeirra, svo í ár mun ég strengja þau færri, og kannski setja mér ögn raunhæfari markmið.
Ekki borða gula snjóinn
Ekki láta neitt mygla í herberginu mínu
Ekki lemja neinn.. ég hef reyndar aldrei lamið neinn en það er ágætt að heita því að halda þeirri hefð áfram
Ekki reyna að syngja eftirfarandi lög þegar ég er full: Rocket man, Tiny Dancer, Come on Eileen, I don't want to miss a thing, Bohemian Rhapsody, Funky Town, Ain't Nobody, öll lög með Sigur Rós, The Hustle, Love is a battlefield, Karma Chamelion, Sex Machine, Love to love you baby, Girls on film, Groove is in the heart, Don't leave me this way, I wanna dance with somebody o.fl.
Búa til fleiri skinkubrandara, góða sem slæma (Hvað sagði listaspíran við skinkuna? Neih, ljósastaur! Hvað sagði rándýrið við skinkuna? Mmmmm grillkjöt! Hvað sagði skinkan þegar hún mætti hinni skinkunni úti á víðavangi? Þessi spegill er á undarlegum stað!)
Fara til tannlæknis
Nei ég ætla ekki til tannlæknis.
Drekka meiri mjólk og borða meira brokkolí, ekki saman samt
Gerast feit og slefandi trukkalessa ef enginn karlmaður vill elska mig *tár*
Lesa bók mér til skemmtunar
Klára ÍSL203 (vandræðalegt)
Ferðast um landið mitt
_____________________________________________
Fleiri uppástungur eru vel þegnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 16:38
Jólaaaaaaaajólajóla
Jólaálfurinn ég vakti í alla nótt heima hjá ömmu við það að pakka inn jólagjöfum fyrir hana vegna þess að greyið konan hefur svo litla tilfinningu í fingrunum... og það var sko ekkert smáááá mikið af gjöfum, vitiði hvað konan á marga afkomendur? Núna er ég eflaust alveg jafn slæm í puttunum og hún, ef ekki verri! Og ég eftir að pakka inn gjöfunum frá mér sjálfri, ég var reyndar búin að því fyrir löngu en andsetni kötturinn hún Eríka ákvað að éta allar slaufurnar og naga í sundur pappírinn, svo ég þarf að endurtaka leikinn. Svo hóf ég líka jólahreingerninguna rétt áðan og æfði númerið mitt úr Chicago allan tímann á meðan, söng af mikilli innlifun í kústskaftið og geiflaði mig í speglinum frammi á gangi. Já, ég er með eindæmum töff.
Svo vil ég að þið munið nokkur atriði yfir hátíðarnar:
Sælla er að gefa en þiggja
Faðma skaltu ömmu þína á jólunum
Þér skulið eigi detta í það á gamlárskvöld og æla í baðkar
Allt er gott í hófi, líka reykt svínakjöt
Heiðra skaltu mjöður þinn og fóður
Geymiði stóru pakkana lengst
Ekki slá afa fyrir að vera of lengi að opna pakkann sinn
Svo óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!
- Hekla Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2008 | 08:49
Við erum að bregðast ykkur
Ég vil hvetja alla til þess að lesa þetta hér
Eftir Jón Bjarka Magnússon, sem er snillingur, ræðuliðsþjálfari minn og hetja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2008 | 21:08
Vóóóó..
Hvaða róbóti er eiginlega að lýsa Miss World keppninni?
*Dojjjnnnng!*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)