Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2008 | 07:28
karfi.
Á laugardaginn skellti ég mér í Árbæjarlaug á milli fimm og sjö.
Ég fór í sundbol.
Ég bar á mig vatnshelda sólarvörn nr. 20, til vonar og vara.
Ég reyndi að halda mig sem mest ofan í lauginni, svo ég væri ekki of nakin fyrir sólinni.
Ég ákvað að vera ekki of lengi, bara svona til öryggis.
Nú er ég með þriðja stigs brunasár á handleggjunum.
Minnir mig á þegar ég nældi mér í þessa glæsilegu bóndabrúnku í Danmörku um árið eftir svona hálftíma í skugganum á ströndinni.
Það er bölvun að vera rauðhærður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 06:34
Örþrifastundir kalla á örþrifaráð.
Ég hef ekkert merkilegt að segja svo ég færi ykkur nokkur skemmtileg mæspeis-komment sem ég hef fengið í gegn um tíðina (í ljósi þess að ég er að skoða þau öll.... já öll segi ég!), njótið vel.
"vá.
ég fékk e-mail frá síðu sem ég man ekki eftir að hafa séð áður með tilkynningu um að ég hafi unnið 2 fyrir 1 af VHS í grensásvídeó.
djöfull er ég alltaf ógeðslega heppinn.
GRENSÁS HÉR KEM ÉG!
[hvar er grensás?]"
(höf: Björn Traustason)
_____________________________________________________________________
"French Test
v.s.
Melrose Place
I am gonna go watch melrose <3...
Haha, may the force be with you! "
(höf: Hannah Herrera)
_____________________________________________________________________
"Ehemm...
Góðan dag.
Kannski að þú getir frætt mann um hvað þetta er?
Sent bækling eða eitthvað... "
(höf: Tinna Sturludóttir)
_____________________________________________________________________
"Hæ... Leitt að heyra með gærkvöldið. Mundu bara að það er margt verra en að tapa í Morfís, eins og t.d. að fá einhverskonar "flesh eating virus" eða að vera fangi í Guantanamo-búðunum á Kúbu, eða að kunna ekki að reima skóna sína...
Það væri algjör hryllingur!"
(höf: Gunnar Jónsson)
_____________________________________________________________________
"Já ég er hið víðfræga og margrómaða MySpace skáld."
(höf: Tinna Sturlu, aftur)
_____________________________________________________________________
"Mig dreymdi að þú værir dáin og ég er búin að vera móðursjúk síðan ég vaknaði, líður samt betur núna. Og já, það setti eitthver eitthvað í glasið mitt í gærkvöldi."
(höf: Elísabet Kristjánsdóttir)
_____________________________________________________________________
"You aaare the sexiest person alive, and I present this lfetime acheivement award to yo with pride. I would like to remind you, that I am though sexier than you but don't worry, that's just because i'm in a higher sexiness-category... but it seems as I have used up all of my english vocabulary, so... english 103 here I come agaaaaiiiin...."
(höf: Torfi Geir Símonarson)
_____________________________________________________________________
"Hæ Hekla.
Takk fyrir viðbótina á rýmið þitt og takk fyrir seinast.
Þú leist afskaplega vel út með þessar batman-nærbrækur á höfðinu."
(höf: Sóley Ásgeirsdóttir)
_____________________________________________________________________"Ég vaknaði í morgun, og mér leið hreint ekkert svo vel.... hvert sem ég leit var fólk hrynjandi á hausinn í hálkunni og kuldinn skar sig inn í kinnarnar á mér, eins og hnífur í opið sár!
En þú lagaðir þetta allt þegar þú leyfðir mér að vera vinur þinn.... Takk!"
(höf: Björn Rafn)
_____________________________________________________________________
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 04:18
tilgangur lífsins.
Þegar ég var barn snérist allt mitt líf um nammi.
Hvar get ég orðið mér út um næsta skammt? Hvenær? Hvernig get ég safnað mér pening fyrir meira nammi? Ætli mamma og pabbi gefi mér auka fimmtíukall fyrir laugardagsblandinu? Hvað eru margir dagar í nammidag? Hvar ætli ég geti fundið klink í húsinu fyrir saltpillum? Ef einhver gefur mér nammi, ætti ég að borða það strax eða bíða þangað til það kemur laugardagur? Er súkkulaði falið einhvers staðar í húsinu?
Um leið og ég varð unglingur öðlaðist líf mitt nýjan tilgang. Í dag snýst allt mitt í kring um svefn.
Hvort ætti ég að fara snemma að sofa og vakna á réttum tíma í skólann, eða fara seinna í skólann og sofa aðeins lengur? Kemst ég upp með að sofna í bókina í tíma hjá þessum kennara? Er teppið mitt ekki örugglega í sófanum á ganginum svo ég geti lagt mig í næstu eyðu? Get ég lagt mig núna? Ef ég þvæ mér í framan núna verður þægilegra að sofna, og ég get vaknað með hreina húð. En ef ég geri það ekki, þá get ég farið að sofa strax! Hvort ætti ég að gera eitthvað skemmtilegt og fræðandi um helgina... eða bara sofa?
Ég vona svo sannarlega að líf mitt öðlist aðeins göfugri tilgang bráðlega. En fyrst ætla ég að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2008 | 02:48
matur er manns megin.
Um daginn kom ég heim eftir sýningu og hlammaði mér beint upp í rúm með tölvuna. Pabbi kom inn í herbergið mitt.
Pabbi: "Ertu búin að borða eitthvað?"
Ég: "Nei."
Pabbi: "Ætlaru ekki að gera það?"
Ég: "Er eitthvað í matinn?"
Pabbi: "Já."
Ég: "Hvað?"
Pabbi: "Afhverju viltu vita það?"
Ég: "Afþví að ef það er eitthvað vont þá ætla ég bara að fá mér kornfleks eða eitthvað.."
Pabbi: "Eitthvað vont? Hvað væri til dæmis vont?"
Ég hugsaði mig um í stutta stund.
Ég: "Grýta."
Pabbi: *vandræðaleg þögn*
Ég: "Vá, eldaðiru í alvörunni grýtu?"
Pabbi: "Jaaaá... hvað er að þér, það er ekkert að því. Fínn matur."
Hehehehehehehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 15:07
kameljónið hún ég.
Í gær var ég kerling.
Ég fór í ostaboð, borðaði camenbert, vínber og drakk hvítvín. Ég slúðraði villt og galið, sat með krosslagða fætur og hló mínum dillandi kerlingahlátri.
Í dag er ég menningarviti.
Ég ætla í sund og ræða hitamál vikunnar í pottinum. Kannski fer ég á kaffihús og panta mér tvöfaldan expressó, fitja upp á nefið og horfi yfirlætisfull upp í loftið. Ég gæti jafnvel farið á myndlistarsýningu og bent hneyksluð á það sem er ekki nógu gott fyrir minn fágaða smekk. Seinna fer ég líklega heim og les mér bók um uglur, með pípu og jafnvel enn yfirlætisfyllra glott á vör.
Á morgun get ég verið hvað sem er.
Ohh, það er svo gott að geta valið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 22:29
ég veit það má ekki segja svona ljótt en...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 00:28
að fara í ræktina.
Í gær gerði ég svolítið sem ég er alls ekki vön að gera.
Ég fór neflinlega í ræktina.
Skemmst er að segja frá því að því verður varla neitað að ég er örlítið stærri en ég á að mér að vera og þegar ný ummerki þess fóru að láta sjá sig leist mér hreint ekki á blikuna svo ég dreif mig niður í baðhús með henni Söru minni, vopnuð vatnsbrúsa og converse skóm í felulitum, svo ég myndi nú örugglega ekki þekkjast. Við litum snögglega yfir stundaskrána og rákum augum í eitthvað sem heitir "body combat". Ég hafði ekki heyrt nema góða hluti af því svo við ákváðum að skella okkur og mættum upp í Dagnýjarsal með baráttuanda og kreppta hnefa. Korteri síðar var ég nær dauða en lífi. Þarna stóð einhver kona á palli, greinilega með eldflaug í rassgatinu kýlandi og öskrandi af lífs og sálar kröftum, bleik í framan og blaut af svita, og við áttum að gera eins og hún. Við þraukuðum þó út allan tímann, ótrúlegt en satt.
Eftir það ofmetnaðist ég svo mikið að ég gerði fimmhundruð magaæfingar og fimmhundruð rassalyftur, fór í einhver tæki og teygði á. Þetta tók um tvo og hálfan klukkutíma allt í allt. Ég taldi mig hafa teygt á öllum vöðvum og fór í rúmið með hreina samvisku.
Ekki aldeilis!
Ég er eins og spýtukarl. Ég þurfti að ýta sjálfri mér fram úr rúminu í morgun og ganga út eins og mörgæs. Þegar ég beygi mig er eins og bakið mitt sé að slitna og ef ég reyni að teygja úr fætinum stoppar hann þegar hann er komin í 90 gráður. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér gekk að ganga niður tröppur í morgun. Ég gat varla haldið á hnífapörum. Mig langar að gráta en ég er með harðsperrur í tárakirtlunum. Mig langar að borða en mér er illt í herðablöðunum þegar ég tygg. Jæja, það er svosem ágætis megrun.
Hekla Elísabet - Líkamsræktarfrömuður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 00:57
Jess!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 13:49
Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina.
Legg ég nú á og mæli um, að það verði að svo stóru vatni að engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.
Kötturinn hóf byltingu í morgun og meig á hurðina mína. Núna kemst ég bara alls ekki yfir.
Hvernig á ég nú að komast fram og sinna öllum mikilvægu skyldum mínum?
Hasta la revolución, Eríka!
Bloggar | Breytt 4.3.2008 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2008 | 13:04
blóð.
Heyrt í búningsklefa í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir nokkru. Ein af söngkonunum í leikritinu Birdcage er að sminka sig og ég fylgist spennt með. Svo hefur hún mál sitt.
"Á ég að segja ykkur svolítið?"
Jájá, segi ég.
"Um dagin var ég að syngja í brúðkaupi, lagið þarna keep bleeding, keep keep bleeding love, ha...... og ég var á túr."
Smekklegt þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)