Færsluflokkur: Bloggar

Lasarus Veiklingur

Eftir nokkra daga af hori, hóstasafti, svita, sleni, svefni, snýtipappír, hita, kvefi, hálsbólgu, og takmarkaðri getu til að borða rís ég nú upp úr rekkju minni og held áfram að lifa lífinu. Það er búist við mér í vinnu í fyrramálið og eftir það ætla ég að finna upp á einhverju stórkostlegu til að verðlauna mig fyrir að hafa lifað þetta af. Já nú verður sko bara fjör, vinna, afmælisveislur, tónleikar, verslunarmannahelgi, sumarbústaður og loks TYRKLAND. Þá verð ég sko tönuð, ójá.


Samantekt..

Á fimmtudaginn fékk ég nýja tölvu. Sú tölva er græn sem grasið frá dell og er uppáhalds hluturinn minn í geiminum akkurat núna. Þar sem ég á nú hlut sem er mér svo kær langar mig endilega til að gefa gripnum nafn. Allar tillögur þess efnis mjög svo velkomnar. 

Kaffibarinn var afskaplega góður í kvöld... þó ég sé orðin svo hundveik núna að ég svitna í gríð og ergð og kem ekki upp orði án þess að hósta því út úr mér.

Ég er í mest ó-sexí náttfötum sem hugsast getur. Náttubuxur með mynd af kettlingum og náttbol úr rúmfatalagernum sem amma gaf mér í jólagjöf. Datt bara í hug að koma því að...

Hjaltalín, þú komst við hjartað í mér.

Nú styttist óðum í Tyrkland og ég tók forskot á sæluna í dag, fór í frisbí og badminton á ströndinni. Hannah er samt ömurleg í badminton, ætla aldrei að spila við hana aftur.

KVEF! Hvar eru nefdroparnir mínir? Alltaf þegar ég segi "nefdropar" í margmenni (nezeril kvefbaninn minn) þá segir alltaf einhver "HAAA? NEFTÓBAK??!"

Mig langar einnig að nýta þetta tækifæri til að segja ykkur frá móður minni. Móðir mín er stórkostleg manneskja, gáfuð, falleg, skemmtileg, fyndin, heillandi, samviskusöm, dugleg, ákveðin, hugmynda- og tilfinningarík, hláturmild, ástrík, klár, listræn, hjartahlý, metnaðargjörn, ótrúleg, traust, skilningsrík, og góð, algjörlega ein sinnar tegundar, og mín allra besta vinkona. Hún heldur eflaust að ég sé full þegar ég skrifa þetta, en svo er ekki. Ég elska hana móður mína meir en allt annað (jafnvel tölvuna mína) og mér datt ekki í hug betri staður til að lýsa þessu yfir, því ég veit að hún les þetta þrisvar á dag. Hún átti afmæli á fimmtudaginn seinasta, daginn sem ég fékk tölvuna mína, og var ég svo ósvífin að gleyma því að hringja í hana í hita leiksins. Hún er að sjálfsögðu ekki deginum eldri en sautján ára.

Uppáhalds síðan mín til að heimsækja á sunnudögum er þó þessi, www.postsecret.com. Hún er afskaplega skemmtileg, mæli með því að allir skoði hana.

Nú ætla ég að snýta mér og borða afgangs pítsu. Veriði sæl!


Rétt í þessu sá ég...

Strætó í götunni minni... sem er skrýtið, því ég bý í botnlangagötu. Ojæja, gangi þér vel að snúa við herra bílstjóri.

Vondur dagur.

Settist í þvagblautan stól í vinnunni.
Var í nýjum kjól.
Þurfti að vera í buxum sem mynduðu þessa smekklegu "cameltoe" án þess að ég gæti nokkuð að því gert.
Skondin saga um gervifót sem ég segi seinna. En nú ætla ég að velta mér upp úr volæði í smá tíma

blöö.


Yndislegur afmælisdagur

Í dag átti ég afmæli, nítján ára ógeðslegagömul.
Eftir vinnu fékk ég mér dásamlegan lúr og fór svo út að borða með mínum ævafornu foreldrum.
Eftir það hélt ég á Kaffibarinn þar sem saman komnar voru mínar bestu vinkonur færandi gjöfum.
Frá Katrínu, Úlfi, Hönnuh og Söru fékk ég tvo kjóla, yndislega fallegt kort og risastóran blómvönd. Frá Silju, Örnu og Elnu fékk ég miða á Trentemöller (kann ekki að gera danskt ö svo þetta verður að vera svona), frá Ragnheiði fjóra sígarettupakka (....), Kaffibarinn færði mér litla kampavínsflösku og furðulegir Bretar sungu fyrir mig afmælissönginn og gáfu mér skot. Svo ætlaði Brynjar að semja fyrir mig ljóð, sem ég er ennþá að bíða eftir. Mamma gaf mér hátalara, og pabbi felldi niður allt sem ég skulda honum :) Og svo gáfu þau mér saman kjól.

Þetta var allt í allt mjög yndislegur afmælisdagur, ég fer að sofa með bros á vör.
Ég vil þakka ykkur elskurnar mínar fyrir allt, en fyrst og fremst fallegustu (og fyndnustu) afmæliskort sem ég hefði getað ímyndað mér.
Svona hlutir endast að eilífu.

Góða nótt!

- Hekla Elísabet, fyrrverandi afmælisbarn

 


járnfrúin eldist eins og hinir.

Ég á afmæli á mánudaginn.

Nr: 323 26 140789
Kt: 1407892409

Með fyrirfram þökk,
freka afmælisbarnið.

Djók! Ég vil bara ást og umhyggju.


Ugggghhhprrrrfffff

Föstudagur sannleikans er runninn upp og einnig morgunmaturinn minn. Já gott fólk, kókópöffsið sem ég fékk mér í morgunmat flúði magann minn, og í kjölfaruð flúði ég vinnuna. Ég ætlaði að vídjóblogga en leit í spegil og hætti skyndilega við. Ég sem ætlaði að baða mig í eigin kynþokka í kvöld og frumsýna nýjan kjól, ætli það verði ekki að bíða betri tíma. Ég er með ofnæmi fyrir þreytu, ætla að leggja mig og sjá svo til, hver veit nema ég verði fær í flestan sjó eftir góðan lúr!


Taumlaus gleði.

Ég veit að flest sem ég skrifa og segi á þessari síðu er annaðhvort kaldhæðið, grín, væl eða bull. En sannleikurinn er sá að ég er bara rugl hamingjusöm þessa dagana og þetta sumar er alveg yndislegt í alla staði. Sjáiði bara!

Svo ég vitni nú í eina af mínum bestu vinkonum...

"I may complain a little a lot about nothing and everything...
But the secret is that there is never anything wrong.
I may ask for the sea and the sky.
When all I really want is a glass of milk."

-Hannah Hjördís Herrera


Mmmmmm sumar.

Í dag skellti ég mér á Costa del Nauthólsvík með nesti og nýjan sundbol í veikri von um að verða mér út um tan. Ég hékk þar í þrjá tíma held ég í mestu makindum með vinkonunum, skellti mér í pottinn og hlustaði á þrettán ára ljót börn gera grín að hárinu mínu. Svo hóf ég leit að tani eftir að ég kom heim, ekkert fannst. Ég fann hinsvegar þennan glæsilega sólbruna á handleggjunum og bringunni, vel gert. Í gær lofaði ég einni samstarfskonu minni að ég skyldi komast í heimsmetabók Guinnes fyrir að vera massaðasti- og tanaðasti rauðhærði einstaklingur mannkynssögunnar, en það reynist mér greinilega ekki jafn auðvelt og ég hélt. Ég gefst ekki svona auðveldlega upp þó, ég ætla að halda loforð mitt þó ég deyji úr húðkrabbameini og steranotkun. Á morgun tek ég annan túrbó sessjón í þessari íslensku paradís og býð ykkur öllum í sigurgöngu mína þegar markmiðinu er náð.

Minn tími mun koma!


Afskaplega furðulegt..

Verðið samt að stækka skjáinn ef þið viljið sjá eitthvað.. annars meikar ekkert af þessu sens


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband