8.7.2008 | 01:01
Þú veist að þú ert að vinna á hjúkrunarheimili þegar...
- Þú kannt "Út og suður"-stefið utan af og raular það í tíma og ótíma
- Þú heyrir "kalktöflur" í staðinn fyrir "kartöflur"
- Þér finnst plokkfiskur vera lostæti
- Þú slettir á dönsku (í den, lekkert og svo videre)
- Þú sást finnsku spennumyndina frá 2003 sem var í ríkissjónvarpinu þarsíðasta sunnudagskvöld
- Þú ert snarbrjáluð/brjálaður fyrir hönd ljósmæðra
- Þú veist hvað microlax, sorbitol og husk er og þér finnst það ekkert ógeðslegt
- Þú ert stöðugt með norska júróvisjönlagið á heilanum
- Þú átt crocs skó sem þú dásamar í gríð og ergð
- Þú getur talað endalaust um veðrið við hvern þann sem vill heyra
- Þér finnst fólk á áttræðisaldri vera unglömb
- Þú veist hvernig alzheimersjúklingurinn sem er týndur lítur út því þú heyrðir lýsinguna í útvarpinu þrisvar í dag
- Þér finnst að sprittbrúsar ættu að vera við vaskinn á hverju heimili
- Þú færð skyndilegt ofnæmi fyrir hávaða
- Þú kannt óvenju mikið af latínu þegar kemur að líkamspörtum fyrir neðan mitti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 02:26
Góð saga.
P.s. núna eru allir lúsarlausir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2008 | 01:12
BRENNIÐ HÚSIÐ!
Grunnskólakennarinn hún móðir mín hefur uppgötvað miður skemmtilega hlið starfsins, því kerlingin hárprúða er orðin grálúsug! Já, lesendur kærir, mamma mín er með lús. Þegar hún tilkynnti mér þetta á meðan ég sat í mestu makindum á postulíninu að kasta af mér þvagi varð mér hugsað til fyrsta náttúrufræðitímans sem ég fór í í vetur, þar sem náttúrufræðikennarinn hún Marta fræddi okkur öll um sníkjudýr.
Marta: "Til dæmis, ef að þú myndir fá lús (benti á mig), þá þyrftiru líklega bara að raka af þér allt hárið!"
Í skelfingu minni hentist ég fram af baðherberginu og lokaði mig inni í svefnherbergi í rúma fimm klukkutíma og svaf á meðan móðir ryksugaði sófann hátt og lágt og brenndi og frysti allar eigur okkar. Ég ætla að bíða í sólarhring með lúsasjampóið en ef ég finn fyrir minnstu hreyfingu þarna uppi þá hringi ég í almannavarnir og stekk fram af brú. Læt ykkur bara vita.
- Lúsablesadóttirin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.6.2008 | 03:24
Prófa eitthvað nýtt...
Eins og vídjóblogg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2008 | 05:38
Strákar vs. Stelpur
Ég átti áhugaverðar og óþroskaðar msn-samræður áðan og varð hugsað til brots úr uppáhalds barnamyninni minni. Hér á eftir fylgir samtalið, og þar á eftir myndskeið.
Katrín says:
eg er í alvöru að gefast upp á íslenskum karlmönnum
Katrín says:
pæla í að hætta að mála mig og ganga í brjóstahöldurum og vera sæt
Katrín says:
græði ekkert á þessu maður
Hekla Elísabet says:
ég hata karlmenn
Katrín says:
þeir eru ljótir og skrítnir og fáránlegir
Hekla Elísabet says:
heimskir, lauslátir og sjálfumglaðir
Hekla Elísabet says:
og svo er vond lykt af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2008 | 20:26
Þá sjaldan maður lyftir sér upp...
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2008 | 16:48
:D
Ok, ég ætlaði að bíða með þessa tilkynningu en ég get það ekki... það gerðist loksins! Eða ég er ekki alveg hundrað prósent viss, kannski er aðeins of snemmt að segja frá því, ég gæti náttúrulega alltaf misst það svo það er kannski öruggara að fá staðfestingu sérfræðings áður en ég fer að kjafta því í alla en...
ÉG ER KOMIN MEÐ TAN!
bara í framan samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2008 | 16:17
Sól sól skín á mig!!!
Sumarið stendur nú sem hæst og myrkrahöfðinginn Hekla er orðin leið á birtu og endalausu sólskini, sólbruna, þurrk og svita. Írska blóðið í æðum mér heimtar grenjandi rigningu og votlendi. Ég vil fá afsökun til að hanga inni og glápa á sjónvarpið eftir vinnu í stað þess að flatmaga á svölunum og bíða eftir að húðkrabbamein heiðri mig með bólfestu sinni. Núna er það bara SPF50 og draga fyrir gluggatjöldin. Ég vona að sólarguðinn fari að miskunna sig yfir svona rauðhært fólk.
Salut! Ég má ekki missa af endursýningunni á hinum bráðsmellna þætti "Girlfriends" á skjá einum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 17:23
Smá yfirferð...
Hér verður fallað um það helsta sem hefur gengið á í mínu lífi upp á síðkastið. Ekkert vera að halda ykkur fast þó, enda fátt minna sjokkerandi en líf járnfrúar.
Um helgina vann ég sko vel fyrir peningunum, og djammaði smá í leiðinni. Ég, Hannah og Sara skelltum okkur í hælaskó og blönduðum vafasama kokkteila. Þegar við loksins komum niður í bæ ákvað ég að ég væri of full til að umgangast fólk svo ég fór heim, eða Siggi, Silja og Elna komu með mér heim og þegar ég vaknaði var stór mynd af útglenntri allsberri kerlingu á veggnum mínum. Smekklegt. Nei samt í alvöru, furðulega smekklegt miðað við lýsinguna.
Á mánudaginn fékk ég upp í hendurnar þrjá fría VIP miða á David Guetta svo mér datt í hug að kíkja. Þegar þangað var komið.... vá sko, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég minnist þess að hafa um daginn skrifað eitthvað um það að hvergi væri hægt að finna fleiri skinkur en á Hawaiian Tropic keppninni. Mér skjátlaðist hrapanlega og neyðist til að éta orð mín með smá hliðarskammti af skinkusalati. Sé Hawaiian Tropic keppnin skinkuárshátíð voru þessir tónleikar Ólympíuleikar skinknanna. Ég ákvað að flýja snemma og dansa frekar á Kaffibarnum.
En í dag er ég rosa fullorðins. Mamma flúði land og í ljósi þess fæ ég að dvelja í hennar glæsilegu íbúð á fullkomnum stað í 101 Reykjavík, með því skilyrði að ég: hafi handklæði hrein, hengi upp úr vélinni, þrífi gólf og ryksugi, þrífi sturtubotn, vask, klósett og spegil, athugi hvort annað sé hreint, tæmi ísskáp og þrífi örbylgjuofn, þurrki af, og pissi ekki á bak við hurð. Hvernig man ég þetta allt? Jú, ég er með listann. Ég fór líka í Bónus í dag og keypti í matinn, missti mig aðeins og tróð þessu öllu saman í poka. Svo gekk ég út og hugsaði.. hmm, ég þarf að labba heim. Eftir þá lífsreynslu tel ég ekki annað sanngjarnt en að einhver fjarlægi handleggina mína og leggi þá inn á heilsuhælið í Hveragerði í minnst þrjár vikur.
Undanfarið hef ég orðið vör við það að um vinnustaðinn minn, Heilsuvernarstöðina hafa sagnir af því að ég sé eigi kona einsömul farið á milli gamalmenna eins og eldur í sinu. Fyrst varð ég vör við það þegar kona nokkur kom sér beint að efninu og spurði mig hreinlega hvort ég væri ófrísk. Ég svaraði henni að sjálfsögðu neitandi, enda er ég mjög svo kona einsömul og læt ekki segja mér annað. Næsta dag var ég að púla við að brjóta saman pappakassa þegar ein daman sagði mér að ég yrði nú að hvíla mig fyrir barnið. "Hvaða barn?" spurði ég í mesta sakleysi. "Nú, barnið sem þú berð undir belti!". Viku eftir það atvik heyrði ég frammi á gangi tvær fínar frúr spalla saman. "Hún er nú alveg rosalega myndarleg þessi" - "Já, hún ber barnið sitt alveg ótrúlega vel". Gráti nær strunsaði ég inn í eldhús þegar ævaforn maður gekk upp að mér og spurði mig hvernig mér liði. Ég svaraði því að mér liði nú bara alveg ágætlega, og spurði hann hins sama. "Þú gengur með annan einstakling, er það ekki?" sagði hann þá. Og svo síðast í morgun þegar ég var að aðstoða mann við að klæða sig klappaði hann á magann minn og sagði "Neih! Er þetta lítil kúla sem er að myndast þarna?" Ég þverneitaði. Þá reyndi hann að kyssa mig. Kannski ég ætti bara að svara þessu játandi næst. Svo ætla ég að kaupa mér bumbubanann.
En jæja, þá er þessu lokið hjá mér í dag, ég hef öðrum mikilvægum skyldum að sinna, vaska upp, þvo á mér hárið, horfa á Dr. Phil og svona. Jájá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)