19.1.2009 | 05:39
Blablabla
Stundum hugsa ég mikið um hvað ég vildi að einlægni myndi taka yfir kaldhæðni, að fólk væri ófært um að vera falskt, að ég væri jafn sterk og ég þykist vera, að heimurinn væri ekki með fullkomnun á heilanum og myndi læra að elska gallana jafn mikið og kostina, að allir fengju það sem þeir ættu skilið, að túrverkir, fordómar og yfirborðskennd væru ekki til, að allir sýndu öllu og öllum virðingu, að allar bækur og bíómyndir væru góðar, og allir væru með allt á hreinu.
Á þessum stundum sem ég fer að velta mér mikið upp úr þessu verð ég reið og leið og ósátt og vildi að allir væru að hugsa það sama og ég en það mun eflaust aldrei gerast, þá kemur upp kerfisvilla í heilanum mínum sem segir mér að ég sé komin yfir skynsamleg mörk í neikvæðri orku og þá bara verð ég að fara að sofa, og geri það yfirleitt mjög lengi.
Eruð þið samt ekki bara hress?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.