23.12.2008 | 16:38
Jólaaaaaaaajólajóla
Jólaálfurinn ég vakti í alla nótt heima hjá ömmu við það að pakka inn jólagjöfum fyrir hana vegna þess að greyið konan hefur svo litla tilfinningu í fingrunum... og það var sko ekkert smáááá mikið af gjöfum, vitiði hvað konan á marga afkomendur? Núna er ég eflaust alveg jafn slæm í puttunum og hún, ef ekki verri! Og ég eftir að pakka inn gjöfunum frá mér sjálfri, ég var reyndar búin að því fyrir löngu en andsetni kötturinn hún Eríka ákvað að éta allar slaufurnar og naga í sundur pappírinn, svo ég þarf að endurtaka leikinn. Svo hóf ég líka jólahreingerninguna rétt áðan og æfði númerið mitt úr Chicago allan tímann á meðan, söng af mikilli innlifun í kústskaftið og geiflaði mig í speglinum frammi á gangi. Já, ég er með eindæmum töff.
Svo vil ég að þið munið nokkur atriði yfir hátíðarnar:
Sælla er að gefa en þiggja
Faðma skaltu ömmu þína á jólunum
Þér skulið eigi detta í það á gamlárskvöld og æla í baðkar
Allt er gott í hófi, líka reykt svínakjöt
Heiðra skaltu mjöður þinn og fóður
Geymiði stóru pakkana lengst
Ekki slá afa fyrir að vera of lengi að opna pakkann sinn
Svo óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!
- Hekla Elísabet
Athugasemdir
Gleðileg jól Hekla mín
Heiðra skaltu mjöður þinn
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 17:03
Ekki slá afa þinn þótt hann sé lengi að opna pakkana... vert að hafa þetta í huga amk í okkar jólaboðum.
kv.
mamma
kristin (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.