Að velja sér braut í lífinu

Já, ég er ein af þeim sem á erfitt með að velja mér braut í lífinu. Ég veit aldrei hvað ég vil. Eða.. reyndar veit ég alltaf hvað ég vil í smá stund en skipti oft um skoðanir og staldra sjaldan við. Eins og þegar ég var lítil, þá langaði mig alltaf að vera rosalega góð í einhverju. Ég fór á leiklistarnámskeið, myndlistarnámskeið, dansnámskeið, sundnámskeið, söng í kórum, lærði á píanó, æfði karate, fótbolta og fimleika en fann mig aldrei almennilega í neinu og hætti, ekki af aumingjaskap heldur áhugaleysi. Foreldrar mínir voru alltaf tilbúnir til að styðja mig í hverju því sem ég vildi taka mér fyrir hendur og á ég því til sönnunar fullt af gömlum "listaverkum", fimleikabolum, karatebeltum og hljómborð uppi á háalofti sem ekki hefur verið snert í mörg ár.

Svo er ég hér í dag, nítján ára gömul, enn við sama heygarðshornið, löngu hætt öllu tómstundarápi og komin í alvöru lífsins. Ég mun ekki útskrifast næsta vor ásamt jafnöldrum mínum því hið áðurnefnda vandamál elti mig í framhaldsskólann. Fyrst vildi ég fara í MH, endaði í MS, var þar í ár og áorkaði litlu því ég fann mig ekki þar og flutti mig yfir í FG. Þá ákvað ég að fá ekkert metið úr MS (ógeðslega sniðug ákvörðun, eða ekki) og taka allt upp á nýtt og missti ég þar með heilt ár. Svo hef ég verið að rápa á milli brauta, verið á málabraut, svo félagsfræðibraut, og í gær ákvað ég að skipta  yfir á listnámsbraut. Einnig hef ég þrisvar skipt um þriðja tungumál, til þess eins að komast að því að á listnámsbraut þarf ég ekkert þriðja tungumál (bömmer), og hef þar af leiðandi grunn í þýsku, spænsku og frönsku og er búin að taka allt of mikið af fjölmiðlafræði.

Já, sumir myndu kannski halda að ég sé búin að eyða ansi miklum tíma í bull og vitleysu. En er það svo? Að minnsta kosti veit ég hvað ég vil ekki gera. Ég er búin að prófa flest allt og get loksins ákveðið hvað ég vil gera, með fullri vissu um það að ég sé búin að velja það sem er rétt fyrir mig og það sé ekkert betra sem bíður mín. Mér finnst allt í lagi að ég taki mér þann tíma sem ég þarf, svo þegar ég útskrifast á endanum, líklegast með 91' árgangnum (vandræðalegt), þá þarf ég allavega ekki að sjá eftir neinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg er ekki viss - þú ert gáfuð og skynsom svona allavega oftast, kannski þarftu bara að komast frá Íslandi.  Í annað umhverfi?

þrúður (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 05:59

2 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Það að ég vilji taka minn tíma og íhuga möguleika mína þýðir ekki að ég sé ekki gáfuð eða skynsöm..

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 10.12.2008 kl. 07:47

3 identicon

Já... þetta líst mér vel á Hekla mín. Ég hef alltaf reynt að segja þér að þú hafir mikla hæfileika á þessu sviði. Að auki hefur þú greiðan aðgang að myndlistarvörum  Skiptir engu máli þótt einhver seinkun verði á útskriftinni.

kv.

Mamma

kristin (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:16

4 identicon

haha ég er ekki að meina að það.  Þetta er meira svona 'in general'.  

þrúður (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 04:12

5 identicon

Til að byrja með vil ég hrósa foreldrum þínum (og um leið mínum, þó það komi málinu ekkert við) fyrir að vera frábærir foreldrar.

Í annan stað vil ég koma þeirri skoðun á framfæri að enginn sé verri fyrir að skoða sína valkosti vandlega og eyða góðum tíma í þennan mikilvæga og mótandi hluta ævinnar; unglingsárin.

Að endingu vil ég velta upp pælingu: Hvað ef það kemur í ljós að þú hefur bara... ekki áhuga á neinu? Hvað þá? Haha...

Viktor (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 04:20

6 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Sjitt, þarna kemur þessi afskaplega skelfilega pæling sem dúkkaði upp í kollinum á meðan ég skrifaði þetta blogg... skammskammskamm það á ekki að hugsa svona!

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 27.12.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband