Ég er með játningu

Ég er hrædd við blöðrur.

Þið haldið kannski að ég sé að grínast... og ég held það jafnvel pínulítið sjálf, en staðreyndin er einfaldlega sú að ég er hrædd við blöðrur, þ.e. ef það er búið að blása þær upp, ekki svo mikið við sprungnar blöðrur eða gasblöðrur.

Ég verð óróleg ef ég er í sama herbergi og blaðra, hvað þá margar blöðrur, og ef einhver heldur á blöðru eða kastar henni til mín þá finnst mér eins og viðkomandi sé að hóta mér.

Blöðrur eru fyrir mér eins og sprengjur, og ef þær springa í kring um mig fæ ég vægt hjartaáfall. Svo eru þær líka pirrandi og tilgangslausar, og mig svimar þegar ég blæs í þær.

Þess vegna er ég hrædd við blöðrur.

Svo þekki ég stelpu sem er hrædd við kanínur og serjós, djöfull er það asnalegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst samt asnalegra að vera hrædd við blöðrur en kanínur. En að vera hræddur við serios... tjamm. Það er alvarlega klikkað.

kv.

mamma

kristin (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband