Kæru(glaðir) MR-ingar

Jæja, MR-ingar hafa sýnt þann mikla drengskap að kæra keppnina og mun málið fara fyrir rétt núna í vikunni.

Á aðalfundi Morfís í september kom fram tillaga um stjórnarskrárbreytingu og lagt var til að lög 6.7 sem kveða á um að það lið skuli sigra sem hlýtur fleiri stig að frádregnum refsistigum skyldu víkja fyrir nýjum lögum sem kveða á um að dæmi tveir dómarar einu liði sigur skuli það lið sigra óháð stigamun. Fulltrúi MR-inga samþykkti þessi lög á þessum fundi, en við FG-ingar kusum á móti. U.þ.b. mánuði síðar var haldinn auka-aðalfundur til að ræða þessi og fleiri lög betur, og svo var kosið aftur um þau. Aftur kaus fulltrúi MR-inga með og við FG á móti. Reglan var samþykkt tvisvar, svo ég ákvað að sætta mig bara við það og MR-ingar voru að vonum nokk sáttir með að fá sínu framgengt.

Síðan kepptum við þessa keppni við MR sem varð víst söguleg, því þetta var fyrsta keppnin þar sem þessi nýju lög höfðu raunveruleg áhrif á úrslitin. Einn dómari dæmdi okkur 57 stiga sigur, annar dómari dæmdi okkur 12 stiga sigur, en sá þriðji dæmdi okkur 117 stiga tap. Í ljósi nýrra lagabreytinga sem eins og áður sagði kveða á um það að dæmi tveir dómarar einu liði sigur skuli það lið sigra óháð stigamun, unnum við þessa keppni. Þjálfari MR-inga minntist m.a. á þessi nýju lög við fundarstjórann okkar í dómarahléinu og bað hann að minna dómarana á að dæma samkvæmt þessum lögum. Okkur var dæmdur sigur, fagnaðarlætin brutust út og hinir ágætu meðlimir ræðuliðs MR tóku í hendurnar á okkur og óskuðu okkur til hamingju eins og siðmenntað fólk.

Á laugardaginn barst svo kæra þess efnis að vegna þess að nýju lögin voru ekki komin inn á netið þegar keppnin fór fram þá hafi sigur okkar verið stjórnarskrárbrot. Vegna þess að Morfísráð vanrækir heimasíðu sína á sumsé að taka af okkur sigurinn, samkvæmt MR. Vegna þess að einn dómari dæmdi gróflega í ósamræmi við hina tvo, finnst MR-ingum þeir eiga skilið að vera afhentur sigurinn, þrátt fyrir að hafa haldið allt öðru fram á tveimur aðalfundum Morfís.

Jæja, þegar menn eru farnir að fórna sjálfsvirðingunni og grípa í hvað sem er til að vinna Morfís keppni velti ég því nú fyrir mér hvort að menn séu ekki að taka þessari Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi einum of alvarlega. Ég meina.. ég elska Morfís. Flestir vinir mínir elska Morfís. Allir sem hafa keppt í Morfís elska Morfís en hata það jafnframt pínulítið á sama tíma. Mér finnst líka alveg fáránlega gaman að vinna í Morfís en aldrei myndi mér detta annað í hug en að tapa með sæmd þegar mér er sagt að ég hafi tapað keppni. ... En þegar öllu er á botning hvolft, þá er þetta menntaskólakeppni sem ber ekki undir nokkrum kringumstæðum að taka eins grafalvarlega og menn virðast vilja gera, þó það sé náttúrulega alveg ömurlega leiðinlegt að tapa.

Ég skil vel að það hafi verið hálf niðurlægjandi fyrir hinn virta Menntaskóla í Reykjavík að tapa fyrir hinum ekki svo virta Fjölbrautarskóla í Garðabæ, en mér finnst samt alveg merkilegt að þeir skuli ekki geta tapað með sæmd. Það er bara dyggð sem seint verður vanmetin. En jæja, ég ætla ekki að tjá mig um þetta meir. Ég er bara vonsvikin og skiljanlega ponsu reið yfir þessu öllu saman. 

Kv. Hekla Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gjöööðveikur titill á blogginu.

Annars er ég sammála FG varðandi þessu nýju lög, sniðugra er að dæma eftir stigum.

Miðað við það sem ég sá af keppninni fannst mér þið eiga skilið að vinna.

Maggi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:46

2 identicon

er þetta djók?  MR ingar hreinlega kunna sig ekki og hafa það aldrei - sannaði sig líka í fyrra þegar við kepptum á móti þeim í úrslitunum.

eg verð fáránlega pirruð við það að lesa þetta, óréttlæti og barnaskapur!

þrúður (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:26

3 identicon

Ætla rétt að koma á framfæri að það eru margir MR-ingar á móti þessari kæru, þar á meðal ég sjálfur.

MR-ingur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

JÁ kæri MR-ingur, það skal tekið fram að þegar ég segi MR-ingar þá er ég aðallega að tala um fjóra óprúttna aðila sem ræðuliðið skipa og ég er alls ekki að skammast út í alla sem skólann sækja því ég veit að það eru margir á móti kærunni af augljósum ástæðum og þakka ég þann óbeina stuðning, haha :)

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband