Kæru mótmælendur!

Þetta hefur verið langt og erfitt ferli.  Ég hef ekki sofið nema í svona 28. klukkustundir samfleytt undanfarna viku, ég man ekki hvernig matur bragðast sem ekki er pítsa, ég er búin að gleyma því hvernig vinir mínir og fjölskylda líta út og fyrr en núna rétt áðan hafði ég ekki farið í sturtu í þrjá daga. Ég man heldur ekki hvernig ég lít út með farða, mig verkjar í raddböndin og ég hef án alls gríns ekki hitt eina einustu stelpu í heila viku (nema Rósönnu á sunnudaginn í svona tvær mínútur, það var ánægjulegt). Hvernig líta aftur skemmtistaðir út? Er hvítvín gott á bragðið?

Svo segir mitt kvenlega eðli mér að ég muni byrja á túr á morgun, það væri nú ánægjulegt að gera það bara uppi í pontu og þurfa að skreppa á náðhúsið í miðri keppni!

En núna kann ég fullt af nýjum stórum orðum, lærði að meta heilsufæði upp á nýtt og þegar ég losna úr þeirri prísund sem Morfís er ætla ég að faðma alla vini mína í köku og mála bæinn rauðan! Ef ég vinn það er að segja... ef ég tapa ætla ég að gerast dagdrykkjumaður og sprautufíkill, setjast að á hlemmi og lifa óhamingjusöm til æviloka, hlaupa síðan af og til niður að MR og kasta eggjum í hann og bera hrossaskít á túnið. Nú er annars kominn tími á minn reglubundna fjögurra tíma blund. Þeir sem hafa áhuga er frjálst að mæta og berja viðburðinn augum.

morfís plakat

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

verð þarna í anda

ef þú tapar fyrir fokking mr þá verð ég að endurhuga vináttu okkar

þangað til

elska þig

þrúður (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 Hérna færðu góðan ræðumann







Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband