5.11.2008 | 16:03
Mononucleosis
Ég get ekki gert eftirfarandi hluti:
Kyngt, borðað, labbað, velt mér, andað venjulega, farið út úr rúminu, tannburstað mig, baðað mig, greitt mér, þvegið mér í framan, skipt um föt, lokað glugganum, staðið fyrir framan ísskáp, lært, hugsað, talað, einbeitt mér, haldið mér vakandi, farið á klósettið, eða neitt af öðrum hlutum sem teljast auðveldir og jafnvel nauðsynlegir í nútíma samfélagi.
Það er ekki skrýtið að enginn vilji heimsækja mig.
Kv. Hekla Elísabet aaaalveg á botninum.
Athugasemdir
Æjj Hekla mín, kannski er til tímabundið pláss fyrir þig á Hrafnistu.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:25
Jæja... móðgari. Kom ég ekki að húsvitjun til þín í gær?
kv.
Mamma
kristin (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.