3.11.2008 | 10:59
Helgin mín í myndum
Hippinn, fanginn, kisan, Dita von Tease, sýningarstúlkan, Hugh Hefner og Valli!
Úlfur var Valli
Arnór var Úlfur... hahaha
Vonda drottningin, Úlfur og Valli
Arnór frekar hneykslaður
Heimir og Sandy!
Þessar voru allar teknar á laugardeginum (halloween), en næst eru föstudagsmyndirnar
Hlæ hlæ
Silja og Elna
Hannah og Katrín
Oooog allir saman nú! (nema Arna), Elna, Silja, Hannah, Katrín, ég, Arnór og Úlfur
Athugasemdir
Veistu það Hekla að mér finnast þessi djammblogg alveg ótrúlega leiðinleg. Ég geri ráð fyrir að þér finnist þetta vera lífið þessa dagana, og sjálfsagt ganga flestir í gegnum svona fasa. Mér finnst margt sem þú hefur skrifað hérna algjörlega frábært, skarpt og skemmtilegt og þess vegna leiðist mér enn meira ef þetta blogg þitt er að breytast í eitthvað svona bríser.is dæmi...
Bestu kveðjur frá fúlum kalli.
HT (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:15
HAHA já nú hló ég dátt og hlæ enn.
Mér finnst Arnór vera í flottasta búningnum. Þótt að væri lengi að fatta það að hann væri Úlfur. Svo er hann líka voða glaður á öllum myndunum. Annars hefði ég viljað að sjá meiri metnað í búningavali þínu Hekla Elísabet! Ég hefði líklega fallist á það að lána þér landliðsbúninginn frá árinu 1980! Bara að spyrja sko!
En ástæðan fyrir gleði minni er m.a. kommentið hér að ofan. Ég tók ekki eftir því fyrr en ég fór að skoða öll nýleg blogg frá þér. Þau fjalla öll um djamm. Mér fannst það fyndið enda þarf takmarkað til að gleðja þá sem eru óæðri.
Skemmtilegsta bloggið (þó ekki það allra bezta) sem ég man eftir að hafa lesið eftir þig var um hann McDónald. Eitt flottasta comb-over sem sést hefur og myndin boðaði ekkert nema endalok skallans. Niður með skalla, upp með comb-over!
Svo var Afríska dans videó-bloggið afar mikið gleðiefni.
Laufey Mjöll Helgadóttir, 3.11.2008 kl. 15:52
Veistu það herra HT að mér er slétt sama um hvort þér finnast djammbloggin mín leiðinleg eða ekki. Mér finnst það alveg vera lífið þessa dagana að gleyma áhyggjum, fara út og skemmta mér og eyða sem mestum tíma með mínum nánustu vinum, festa góðar minningar á filmu og skrifa um það, og mér finnst það bara ekkert svo vitlaust. Ef ég dett niður á eitthvað frábært, skarpt og skemmtilegt inn á milli er það ágætt en ég læt engan segja mér hvað ég á að blogga um og hvað ekki. Þér er frjálst að hætta að lesa bloggin mín ef þau standast ekki væntingar þínar.
Bestu kveðjur frá ennþá fúlari bloggara.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:09
þetta var góð helgi .. skil ekki alveg böggið, mér finnst gaman að lesa djammbloggin þín alveg eins og öll hin
Silja (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:32
Það hefur aldrei hvarflað að mér Hekla að segja þér fyrir verkum um hvað þú skrifar. Skoðunum mínum á innihaldi eða innihaldsleysi held ég svo fyrir sjálfan mig framvegis.
Blessuð.
HT (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:55
takk fyrir það.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 3.11.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.