2.11.2008 | 19:03
DJ AMMA
Í gær var mikið húllumhæ og skemmti ég mér konunglega. Ég byrjaði kvöldið heima hjá Hönnuh þar sem ég gerði mig til (litaði á mér hárið, blés það, krullaði það og málaði mig) og fór svo með Stefáni í afmæli til Viktors. Þar var ótrúlega mikið af fólki en mér leist eitthvað illa á tónlistina sem spaðarnir þarna voru að spila (Limp Bizkit.....) svo ég gekk upp að tölvunni og þrumaði nokkrum vel völdum "party favorites" á fóninn. Núna geri ég fastlega ráð fyrir því lesendur góðir að þið kunnið ekki að velja partítónlist, en hafið engar áhyggjur, ég er hér til að hjálpa ykkur.
Það margt sem hafa þarf í huga þegar partítónlist er valin. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að tónlistin lyfti upp öndum fólks. Einhvernveginn svona:
Ég er ógeðslega góð í paint. En allavega. Hún þarf að höfða til allra, sama hversu mismunandi partígestirnir eru, í gær stóð partíið t.d. saman af morfísnördum, furðulegum plebbum, skinkum og einum belgískum skiptinema. Því er tilvalið að velja kannski eitthvað gamalt og gott, eitthvað úr bíómynd sem allir hafa séð, eitthvað sem rifjar upp góðar minningar, eða bara eitthvað sem er svo ömurlegt að það verður fyndið, og gaman að dansa við.
Það er gott að byrja á einhverju léttu, eins og t.d. þessu hérna.
The Shins - Australia
Í fyrsta lagi, þá elska allir the shins. Eða, ég hef allavega aldrei hitt manneskju sem þolir ekki the shins. Svo er þetta lag líka bara svo drulluhresst! Það vilja allir dansa á rósum og vera hamingjusamir, dreifa glimmeri og gráta gulli þegar þeir hlusta á þetta lag... allir sem ég veit um allavega. Nema mamma. Þegar þetta lag er búið eru allir í frekar góðu skapi og langar til að dansa meira. Þá kemur næsta lag.
Tevin Campbell - Stand out
Hver man ekki eftir hinni epísku mynd Guffagrín? Besta Disney mynd allra tíma og besta Disney lag allra tíma, það er ekkert flóknara en það. Allir elska Guffagrín og allir elska þetta lag, vilja dansa við það og njóta ásta með því. Núna eru allir í nostalgíukasti og til í eitthvað meira. Ég veit fyrir víst að flestir partígestirnir fóru í útskriftarferð til Tyrklands í sumar og þar var ég einmitt líka. Það var eitt lag sem þar var spilað á öllum skemmtistöðum, veitingahúsum, börum og á götum úti allan sólarhringinn á meðan við vorum þar, en það er einmitt næsta lag. Það fellur rækilega í flokkinn "Svo ömurlegt að það verður fyndið"
Flo-Rida feat. T-Pain - Low
Óaðfinnanlegur texti, lætur mann vilja fara úr fötunum og þrýsta rassinum upp að klofinu á næsta manni. Nei ojj, en það er allavega mjög gettó og kúl og allir sem hafa farið til Tyrklands finna það. Þá er komið að "the real deal", eitthvað lag sem allir kunna utan að og vilja dansa við og syngja þar til þakið rifnar af húsinu.
Pulp - Common people
Þetta lag er tónlistarleg fullkomnun. Það hefur allt. ALLT. Svo er myndbandið líka svakalega töff. Ég segi ekki meira um það. Loks verðum við að koma með eitthvað spes fyrir stelpurnar. Það verður að vera eitís.
Whitney Houston - I wanna dance with somebody
Stelpurnar munu syngja úr sér raddböndin, strákarnir vilja vera þessi "somebody", og Whitney er með magnað hár í þessu myndbandi. Og þá úr Houston yfir í Houston.
Thelma Houston - Don't leave me this way
DISKÓ! ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA DISKÓ!!! Svo er þetta líka ógeðslega skemmtilegt diskó. Eitt í viðbót.
Yelle - Ce Jeu
Franskt, skemmtilegt og litríkt.
Þetta voru bara nokkur dæmi. Ég er líka með fleiri í pokahorninu sem ég skal deila með ykkur.
Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér
Ultra mega technobandið Stefán - Story of a star
Architecture in Helsinki - Heart it races (trizzy can remix)
FM Belfast - Synthia
John Paul Young - Love is in the air
Emilíana Torrini - Jungle Drum
The Knife - Pass this on
The Clash - Rock the Casbah
Peaches - Operate
Madonna - Vogue
Donna Summer - She works hard for the money
Gus Gus - Hold you
Cheryl Lynn - Got to be real
Justice - D.A.N.C.E
Elvis Presley - Rubberneckin' (remix)
Ratatat - Wildcat
Chromeo - Bonafied Lovin'
Hot Chip - Ready for the floor
Van McCoy - The hustle
Spandau Ballet - Gold
Culture Club - Karma Chamelion
Pat Benetar - Love is a battlefield
Human League - Don't you want me?
Deee-lite - Groove is in the heart
MIA - Boyz (eða paper planes)
Estelle - American Boy
Hercules & Love affair - Blind
MGMT - Time to pretend (eða Electric feel eða Kids)
Kleerup - Until we bleed
CSS - Let's make love and listen to death from above
Moby - I love to move in here
Nú kunnið þið að halda partí!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.