Taskan er fundin!

Hún fannst á Sólon... sem er mjög skrýtið því ég fer aldrei á Sólon, hef allavega ekki gert það síðan árið 2006 og ætla að reyna að halda því þannig. Það var sumsé þannig að kærasti Hönnuh var að reyna að ná í hana í gegn um minn síma en staffið á Sólon svaraði í símann. Ég frétti þó ekki af því hvar taskan væri staðsett fyrr en tveimur dögum seinna og hringdi á Sólon, þar sem ég átti samræður við fluggáfaðan starfsmann.

Ég: "Já góðan dag, Hekla Aðalsteinsdóttir heiti ég, gæti verið að þarna hafi fundist forláta gömul brún taska með öllu dótinu mínu í?"

Starfsmaður: "Já! Ómægad sko ég fór í töskuna þína og fann kortið þitt og fletti þér upp á já.is og ég er búin að hringja í þig oft, alveg þrisvar sinnum í dag en þú svaraðir aldrei símanum!"

Ég: "Jaaaá... síminn minn er náttúrulega í töskunni sko..."

Starfsmaður: "Æji já djók auðvitað"

Þar hafið þið það. Ég á ennþá erfitt með að skilja þetta þó. Einhver tók töskuna mína sumsé úr fatahenginu á q-bar, fór með hana á Sólon, stal úr henni peysu, kortinu hennar Hönnuh en ekki mínum, og ilmvatninu mínu en skildi allt annað eftir. Ef þú ætlar að ræna á annað borð, af hverju ekki bara að taka allt dótið? Það var hellingur af nytsamlegum feng í þessari tösku skal ég ykkur segja, en mikið er ég þó fegin að ég fékk að eiga flest. Annars votta ég Hönnuh samúðarkveðjur vegna kortsins og peysunnar, og græt nýja yndislega Ralph Lauren ilmvatnið mitt sem ég tými engan veginn að kaupa aftur. Það er búið að ræna af mér tveimur glænýjum ilmvatnsflöskum í mánuðinum, ég er að spá í að fara bara í ilmvatnskaupaverkfall á meðan ég jafna mig.

Annars er útborgunardagur á morgun. Þá ætla ég að gleyma allri kreppu og missa mig gjörsamlega þar til ég ligg í froðufellandi í flogakasti á bílastæðinu fyrir utan smáralind og verð búin að byggja mér virki úr innkaupapokum.

Sjáumst þar!

-Hekla Elísabet sem er frekar kát


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmm

 eg elska thig

 eg verd svo hamingjusom thegar thu ert hamingjusom

þrúður (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:19

2 identicon

haha það er naumast að þetta er sniðugur þjófur, örugglega úthugsaður glæpur sem hann hefur skipulagt dögum saman. 

hahaha og starfsmaðurinn á sólon afhverju fletti hann ekki bara upp mamma/pabbi eða heima í símanum þínum! hahaha hvernig væri lífið ef ekki væri fyrir svona misgáfað fólk  :)

Tinna Borg (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:33

3 identicon

Elsku Hekla mín!

Afhveju ertu ekki bara ánægð yfir því að haf fengið það til baka sem þú mistir?

stundum tapar maður, en mér finnst þú hafa grætt töluvert til baka.

Knús frá mér.

Marta Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú gætir reynt að fara með söfnunarbauk á Laugaveginn....til að fá fyrir ilmvatni !

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 10:10

5 identicon

Jæja.... komst í gegn. (Summan af þremur og einum  ). Ánægjulegt að fá dótið sitt til baka en ég myndi láta það vera að skamma þjófinn fyrir að taka svona lítið! Elska þig svakalega mikið!

mamma

kristin (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Ég er ekki að skamma hann, ég er bara að reyna að skyggnast inn í myrkvaðan hugarheim hans

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:50

7 identicon

Já! ok. Vona að þú ratir þaðan út aftur snúlla dúlla!

mamma

kristin (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband