23.10.2008 | 16:30
Skoðið þennan lista augnablik.. bara fyrsta nafnið samt.
Á þriðjudaginn fór ég í áheyrnarprufu fyrir söngleikinn Chicago sem settur verður upp í vetur af leikfélagi FG. Svo var ég kölluð inn í prufur nr. 2 í gær sem voru strembnari en en það er allt í lagi því ég fékk nákvæmlega hlutverkið sem mig langaði í! Ég leik fangelsisstýruna "mama", eða "Mamma Morteins", og er alveg í skýjunum, þegar ég fékk sms-ið í vinnunni í morgun leið næstum yfir mig, svo byrjaði ég að skjálfa, svo varð mér óglatt, svo fór ég að hlæja, svo að dansa og svo vissi ég eiginlega ekkert hvað ég átti að gera við sjálfa mig.
Svo erum við að fara að keppa við MR í Morfís í Nóvember sem verður... áhugavert. Og svo koma jólin og svo kemur leikrit og vonandi fleiri ræðukeppnir og gaaaaaah ég er augljóslega að fara að fá feita útrás fyrir athyglisýkina í vetur.
:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
Kv. Hekla Elísabet sem brosir hringinn!
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 16:31
Go MOMMA it´s yo Birthdaaay
Katalína (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.