Helgin sem leið..

Á föstudaginn fór ég á djammið með mömmu. Við fengum okkur hvítvín heima hjá henni, dönsuðum eins og villtir apakettir á sýru í stofunni við lög sem eru komin langt yfir seinasta söludag, fórum á trúnó, veltumst um af hlátri, röltum yfir á ölstofuna og hittum þar allskonar furðulegt og kunnuglegt fólk og loks dröslaðist ég heim á leið með einhvern háaldraðan breta í eftirdragi sem ég týndi svo áður en leiðin var hálfnuð, á meðan mamma hjálpaði einhverjum skallapoppara að finna jakkann sinn og keypti handa okkur pítsu með klettasalati og hnetum, sem er virkilega ógeðslegt kombó svo ég minnist nú á það.

Á laugardaginn vöknuðum við mamma við fyrsta hanagal (klukkan fjögur) og fengum okkur rúnstykki og gallon af vatni, kókómjólk og kóki. Svo hékk ég við þá iðju að gera ekki neitt klukkustundum saman þar til ég var sótt og fór heim til Hönnuh með stelpunum. Til að gera langa sögu stutta var ógeðslega gaman og við dönsuðum á Kaffibarnum til lokunar. Og til að gera þessa sögu ENN styttri get ég sýnt ykkur myndir!

 

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 02:05

2 identicon

Já, það var verulega gaman hjá okkur! Eins og ég hef alltaf sagt, þá er ávallt skemmtilegast þegar allir aldurhópar skemmta sér saman.

kv.

mamma

kristin (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband