Nýtt upphaf.

Í dag byrjaði ég í nýrri vinnu í Rofasölum hjá Félagsþjónustu Kópavogs sem starfsmaður í dagþjálfun fyrir minnissjúka, og hingað til líkar mér það ofsalega vel. Ég er í 90% starfi og með því er ég að taka átján einingar í fjarnámi. Verður þetta góð tilbreyting frá því sem ég er búin að gera undanfarinn mánuð, sumsé sofa, sitja á rassgatinu og gera ekki neitt nema leita að ákjósanlegri vinnu og sinna heimanáminu sem fór ansi hægt af stað. Datt mér þá í hug að breyta bara algjörlega um lífstíl. Því að gera ekki neitt fylgir óvenjulega mikil vanlíðan sem mig langar alls ekki að upplifa aftur, og vegna þess hef ég ákveðið að setja líf mitt í fimmta gír og gerast über aðdáunarverð og dugleg manneskja. Ég hef ákveðið að byrja að nýta mér líkamsræktarkortið mitt.

Það er þó ekkert grín að rífa sig á lappir og byrja að mæta aftur í ræktina. Ég opnaði skápinn minn áðan í leit að fötum sem ég gæti hugsað mér að stunda líkamsrækt í. Þá rann það upp fyrir mér að ég hef bara aldrei fjárfest í slíku, enda geri ég oftast ráð fyrir bráðri uppgjöf í byrjun átaka í ljósi þess hvernig sveiflur ég tek í þessum efnum. Ég á það neflilega til að fá smá Gillzenegger púka í mig, hjóla í ræktina, slíta mér út í þrjá tíma, skokka svo í sund, fara á handahlaupum heim og vakna í fósturstellingunni og geta ómögulega reist mig úr henni, og heita því svo að hreyfa mig aldrei aftur að ráði. Ég ætla þó að fara hægt í sakirnar í þetta skipti. Ég tók til einhverjar skræpóttar gammósíur og mussu, vegna þess að ég á hvorki buxur né boli, gamla, slitna og illa lyktandi strigaskó og röndótt handklæði, og tróð því í poka. Nú verður ekki aftur snúið, ég held á vit ævintýranna eftir vinnu á morgun og hoppa og skoppa um eins og hálfviti. Ef ég geri þetta ekki þá er ykkur frjálst að skalla mig í bumbuna.

Góða nótt! Það er stór dagur framundan.
Ykkar líkamsræktarfrömuður, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hekla Elísabet ég legg til að viðförum að sofa núna

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 03:03

2 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

Fjárfestu í líkamsræktarfötum.Thad er líka gott ad finnast madur obboslega trend og flottur í ræktinni.

Ég er tildæmis í Addidasbuxum og appelsínugulum næk bol og grænum hlaupaskóm, ógedslega hott.

Elísabet Kristjánsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:31

3 identicon

Já mér líst á þig kona. Núna ertu búin að tilkynna 60 manns að þú ætlir að vera dugleg þannig að það væri dálítið vandræðalegt að gefast upp.

En ég er sammála Betu. Næst þegar þú hefur tök á skaltu fjárfesta í góðum fatnaði. Það er gaman að vera trendí í ræktinni. Þó svo að ég sé það eiginlega ekki þá langar mig í góð og flott íþróttaföt. T.d. gleymi ég alltaf skóm og er alltaf á sokkunum í ræktinni. Og svo er Nike-toppurinn minn svo þröngur að ég verð bókstaflega brjóstalaus í honum og ég stenst algjörlega ekki samanburð við hinar gellurnar í World Class sem eru með six-pack og stór brjóst. Svo er ég heldur aldrei máluð, með flott hár, heldur er ég með úfið hár og bólur. Og bolurinn minn sem ég fer líka oft öfugt í er gamall bolur af mömmu. En mér líður samt alltaf vel á meðan og eftir á. Þó að ég sé fullkomnlega meðvituð um það að ég er óæðri kvenmaður í World Class þá líður mér samt vel andlega afþví að ég er bókstaflega sveittust og það þýðir að ég hef lagt hart að mér og þá er ég ánægð. Það losna svo mikil gleðiefni úr læðingi við það að stunda líkamsrækt að mér er alveg sama þótt að ég sé ekki beint skærasta stjarnan.

En ástæðan fyrir því að ég á ekki flott íþróttföt er afþví að ég fékk stöðumælasekt um dagin og þarf að kaupa mér Gore-tex jakka sem eru tvöföld mánaðarlaun. En ég samt stefni á það að vera komin í Nike - gallann fyrir jól.

Vildi bara miðla minni líkamsræktarreynslu áfram.

 

Laufey (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Laufey Mjöll Helgadóttir

Já mér líst á þig kona. Núna ertu búin að tilkynna 60 manns að þú ætlir að vera dugleg þannig að það væri dálítið vandræðalegt að gefast upp.

En ég er sammála Betu. Næst þegar þú hefur tök á skaltu fjárfesta í góðum fatnaði. Það er gaman að vera trendí í ræktinni. Þó svo að ég sé það eiginlega ekki þá langar mig í góð og flott íþróttaföt. T.d. gleymi ég alltaf skóm og er alltaf á sokkunum í ræktinni. Og svo er Nike-toppurinn minn svo þröngur að ég verð bókstaflega brjóstalaus í honum og ég stenst algjörlega ekki samanburð við hinar gellurnar í World Class sem eru með six-pack og stór brjóst. Svo er ég heldur aldrei máluð, með flott hár, heldur er ég með úfið hár og bólur. Og bolurinn minn sem ég fer líka oft öfugt í er gamall bolur af mömmu. En mér líður samt alltaf vel á meðan og eftir á. Þó að ég sé fullkomnlega meðvituð um það að ég er óæðri kvenmaður í World Class þá líður mér samt vel andlega afþví að ég er bókstaflega sveittust og það þýðir að ég hef lagt hart að mér og þá er ég ánægð. Það losna svo mikil gleðiefni úr læðingi við það að stunda líkamsrækt að mér er alveg sama þótt að ég sé ekki beint skærasta stjarnan.

En ástæðan fyrir því að ég á ekki flott íþróttföt er afþví að ég fékk stöðumælasekt um dagin og þarf að kaupa mér Gore-tex jakka sem eru tvöföld mánaðarlaun. En ég samt stefni á það að vera komin í Nike - gallann fyrir jól.

Vildi bara miðla minni líkamsræktarreynslu áfram.

 

Laufey Mjöll Helgadóttir, 30.9.2008 kl. 23:24

5 identicon

Gangi þér vel Hekla!! úff ég veit hvað það getur verið niðurdrepandi að sitja heima hjá sér og hafa nákvæmlega ekkert að gera.. eins spennandi og það gæti hljómað þá er það bara drullu leiðinlegt!!! :D ég er sammála dömunum að ofan fjárfestu í flottum íþróttafötum sem þér líður vel í því það er alveg nauðsynlegt :D gangi þér vel krúsla :*

Tinna Borg (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:35

6 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Sko, ef ég væri í World Class væri ég eflaust með smá komplexa yfir því að vera ekki í hot íþróttafötum, vegna þess að þar eru stæltir gæjar að mæla mann út. En ég er í Baðhúsinu, þar sem eru bara konur, yfirleitt mjög feitar og ó-trendí ómálaðar konur. Þar fell ég beint inn í hópinn, sama í hverju ég er!

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:39

7 identicon

Já það eru almennir fordómar gagnvart fólki í bómullarbolum merktum Kvennahlaupinu ´96. Í dag er nýjasta trendið að vera helmassaður með gullkeðjur. Núna er allt um lyftingar. Jafnvel stæltustu gæjarnir hita upp á brettinu labba á hraða 5,0 sem er jafnhratt og ég skríð og jafnhratt og Þórhildur mjakar sér áfram í svefni. Ég er semsagt líka ótrendí að því leyti að ég hleyp eins hratt og ég get. En ég verð að viðurkenna að ég lyfti líka. Komin með byssur sem jafvel Arnar Grant öfundar mig af. Puuuha, lige som danskerene siger.

 En annars óska ég þér góðs gengis. Ég held að þú munir finna þig í ræktinni. Ég vona innilega að potturinn sé þarna ennþá. Fátt betra en að tjilla í pottinum (gufunni) eftir hörku work-out.

Annars er ég farin að sofa. Það bíða mín miklar þjáningar handan við hornið.

Módel (LMH) (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:10

8 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

PUUUUUUUUUUHA!!!!!!!!! hahahahahaha Fooooooooooooojjjjjjjjjjjjjj...!!!

Elísabet Kristjánsdóttir, 4.10.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband