22.9.2008 | 03:49
Hin egósentríska Hekla
Í kvöld fékk ég mjög sérstaka spurningu
"Af hverju prófaru ekki að blogga um eitthvað annað en sjálfa þig?"
Ég velti þessu fyrir mér svo lengi að fólkið við borðið var farið að efast um að ég væri andlega viðstödd.
"Annað en sjálfa mig? Ég meina.... hvað annað gæti ég svosem skrifað um?"
-"Bara þú veist eins og annað fólk gerir, eitthvað sem þú hefur áhuga á, tísku, heimsmálin, fréttirnar, bíómyndir eða tónlist.. það er alveg fólk sem bloggar um svoleiðis sem fær borgað fyrir það"
Ég velti þessu fyrir mér aðeins lengur.
"En ég hef bara ekkert að segja um neitt af þessum hlutum, ég á mér ekki áhugamál og það er ekkert sem ég veit nógu mikið um til að þykjast vera sérfræðingur í því"
-"Nei, þú þarft ekkert að vera sérfræðingur, ég er bara að segja..."
Ég hætti að velta þessu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að ég ætla að halda áfram að skrifa um mig frá mér til mín þar til ég fæ doktorsgráðu í einhverju öðru, því ég er allt of fjandi hugmyndasnauð til að gera nokkuð annað.
Er einhver ósáttur við það hérna? Nei ég hélt ekki!
Athugasemdir
ég er sátt
baun (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:15
Jæja... en sú frekja og óvirðing. Svona spurningum svarar maður svona... "af hverju gerir þú það ekki sjálf/ur?"
kv.
Mamma
kristin (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:33
mér finnst ógeðslega gaman að koma hingað og lesa um þig og hvað þú ert að gera og hnýsast í lífið þitt :D því ég er jú svo roosalega forvitin og þess vegna finnst mér miklu skemmtilegra að lesa um hugrenninga þína, jarðfræðiverkefni og hvað annað sem þér dettur í hug þú setur þetta líka ótrúlega skemmtilega fram :)
og ég er sammála mömmu þinni sá sem benti þér á að blogga um eitthvað annað en þig getur sko bara gert það sjálfu, mér finnst þetta æðislegt svona :D
kv Tinna sín
Tinna Borg (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:39
afhverju aetti eg ad lesa thannig rugl, nog thannig til, eg vil bara heyra um thig. alltaf. ad eilifu. stort amen.
kv fra astraliu
thrudur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 03:27
It was just an idea.. :)
Hannah (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.