22.8.2008 | 02:13
Kveðja frá sólbrenndri rauðhærðri diskódís í Tyrklandi
Í dag áttum við nokkuð góðan dag, þó mér til mikillar furðu hafi ég áttað mig á því að ég er sólbrunnin til kaldra kola í hársverðinum. Ég bara steingleymdi að bera á mig þar! Svo treysti ég mér ekki í það að setja gúrkugel í hársvörðinn, það bara hlýtur að vera frekar ógeðslegt. En að deginum í dag...
Ég vaknaði við lætin í stelpunum, ég hafði ætlað mér að sofa til fjögur því ég treysti mér ekki út í sólina fyrr en í fyrsta lagi þá. En þær freistuðu mín með mat, svo við kíktum á Faroes og fengum okkur sjóðandi heitt kjúklinga fajita. Síðan flatmöguðum við á vindsæng í smá stund. Ég meira að segja gerðist svo djörf að fara úr bikinítoppnum og gera heiðarlega tilraun til að hylja brunafarið í kring um það svæði. Ég var þó sú allra seinasta til að láta á það reyna, enda hafa stelpurnar verið berbrjósta mest allan tímann. Ég lá þarna á vindsænginni og langaði endilega til að snúa mér yfir á magann, en ég þorði því ekki því ég var nokkuð viss um að ég myndi detta ofan í og drukkna. Þess vegna bað ég Katrínu um að sýna mér hvernig það var gert. Ég datt samt... en allt í lagi með það. Þegar við ætluðum að synda í land uppgötvaði Katrín sér til mikillar skelfingar að bikinítoppurinn hennar var horfinn. Jább, í tilraun hennar til að sýna mér hvernig ég ætti að snúa mér við á vindsænginni hafði greyið bikinítoppurinn synt óséður á brott og haldið á ný mið (brjóst). Það var frekar fyndið, sérstaklega þegar hún kom í land nokkuð skömmustuleg og jet ski gæjinn reyndi að sjá brjóstin á henni.
Í kvöld langaði mig ekki að gera neitt, enda grautfúl með sólbruna í hársverðinum og flagnandi út um allt í þokkabót. En stelpurnar náðu einhvern veginn að plata mig á eitthvað djamm svo ég lét mig hafa það. Við fórum á frekar furðulegan bar þar sem áfengið var þó ódýrt og helltum (smekklega) í okkur. Það var einhver frekar sköllóttur og ógeðfelldur náungi við barinn að horfa á mig dansa og gefa mér perralegt augnaráð, en ég leiddi það framhjá mér. Ég fór að barnum og pantaði mér kokkteil, og gæjinn reyndi að tala við mig. Ég hristi höfuðið og barþjónninn fylgdist ákafur með því sem á gekk. Hann reyndi og reyndi en ég neitaði og neitaði. Loks sló barþjónninn gæjann í hausinn með kokkteilsjeiker og henti honum út..... ég veit ekki alveg hvað er í gangi í þessu landi en þeir eru afskaplega gjarnir á að reyna að vernda mann þessir Tyrkir.
Eftir þetta ævintýri fórum við á annan klúbb þar sem gömul kona var að reyna við mig.. já, svona sjötug kerling sem var að vinna á barnum öskraði stöðugt í eyra mér "I love you, I love you!!!!" sem var svona semí krípí en ég lifi það af. Svo dansaði ég dónalega við barþjón og fjórtán ára strákar grátbáðu mig um koss á kinnina. Ég lét það eftir þeim, enda góðmenni mikið. Eftir það fórum við á Crazy Daisy sem er stærsti skemmtistaðurinn hér á landi og ég og Katrín dönsuðum ákaft í búri við góðar undirtektir viðstaddra. Að lokum hentum við okkur á froðudiskó þar sem ég káfaði á magavöðvunum á stæltum gæja, enda inni í froðu þar sem enginn sér neitt. Eftir þetta svaka djamm skutluðum við Katrín okkur í sundlaug hótelsins í öllum fötunum... svo rankaði ég við mér og fattaði að ég var í kjól sem má helst ekki fara í klór, svo ég fór í sturtu og hér er ég nú enn og aftur í lobbýinu um miðja nótt að blogga.
Hey! Um daginn þá hitti ég gæja frá Newcastle. Ég er búin að bíða eftir þessu tækifæri lengi vel, að hitta einhvern frá Newcastle, vegna þess eins að mig langaði að segja við einn slíkan "Hey, did you know there is a street in Iceland called Hnúkasel?" Svo sagði ég honum það, en honum fannst það ekkert sniðugt. Jæja, maður á aldrei að gera sér of miklar væntingar.
Og já, við erum í herbergi númer 341, sumsé three four one, eða "three for one" sem hljómar eins og ágætis díll. Þrjár íslenskar stelpur fyrir eina. Nei mér fannst það bara pínku fyndið..
Ég bið að heilsa öllum!
P.s. Ekki fara á McDonalds í Tyrklandi, það er... ekki gott fyrir mallann. Ég hef mínar heimildir.
Athugasemdir
Jamm... mikið var ég glöð að lesa það að þú hefðir farið á djammið í kvöld. Ég hafði svo miklar áhyggjur af því að þú hefðir bara einangrast þarna inni á herbergi í gærkvöldi. Rauðhærð sólböð og tvö róleg kvöld hefðu bara kallað á á sértæk úrræði í heilbrigðisgeiranum og ólíklegt að þessir aular á landspítalanum bjóði upp á samþætta bruna-og félagsfælnimeðferðir. Þetta lið kann bara að lækna beinbrot!
Stattu þig mín kæra,
mamma
kristin (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 03:12
Sa tig ekki min kaera.....fylgdi bara fararstjora eins og gaesarungi gaesamommu
Hólmdís Hjartardóttir, 22.8.2008 kl. 06:44
Jæja... fagra litla diskódís... Nú ert þú búin að vera þarna á Tyrklandi í rúmlega 5 ár. Ætlar þú ekki að fara að drífa þig heim væna.
kv.
Mamma
kristin (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 20:01
Júmm... gróflega áætlað, eitt ár í viðbót :)
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:42
McDonalds er ekki gott fyrir mallan, sama í hvar í heiminum þú ert staddur. Ég man þegar ég var í Mílanó í sumar. Við vorum nýkomnar frá Rimini og vorum svangar. McDonalds var á lestarstöðpinni og við fengum okkar ostborgara. Frá Mílanó lá leiðin til Rimini. Á leiðinni í lestinni fretuðum við og það lætin í maganum heyrðust fram á gang. Þetta var pottþétt hamborgarinn afþví að við fengum okkur þennan borgara á sama tíma og ólætin byrjuðu á sama tíma. Niður með McDonalds!
Og ég hljóp í RVK Maraþoninu bara fyrir þig.
En kemuru ekki heim á morgun? Ég hleyp þá bara aftur fyrir þig.
Laufey (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:28
Ég lét Mána reyndar plata mig eitt djammkvöldið til að fá mér McDonalds með sér, þó ég hefði sko ekki ætlað að fá mér það úti á Tyrklandi... og það var, merkilegt nokk, eitt af mjög fáum tilfellum þarna úti þar sem ég borðaði kjöt og fékk ekki í magann af því! :P
Viktor (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:09
Hekla mín... Crazy dazy var ekkert stærstur... það er Arena!!! iiihihih:D allavega rosaleg ferð!
Katrín Björg (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:39
Já en Arena sökkar! Hann telst ekki með.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.