Englarnir hans Kalla

Jæja, ég er ennþá í Tyrklandi og ekki laust við að ég sé farin að hlakka pínu til að fara heim, en seinustu dagar hafa þó svosem verið þolanlegir.

Í gær fórum við í vatnsrennibrautagarð og busluðum í fleiri fleiri klukkustundir, ég var þó svo dugleg að bera á mig að í þetta skipti brann ég sko ekki neitt! Ég fór reyndar bara einu sinni í rennibraut... var hrædd við allar hinar, enda rauðhærður hræðslupúki sem vill helst liggja í hnipri undir sólhlíf. Síðan fórum við út að borða því hótelmaturinn er ekki mönnum bjóðandi, og löbbuðum svo um.

Hér í Tyrklandi erum við kallaðar allskyns nöfnum, Powerpuff girls, spice girls, en lang oftast Charlie's Angels.. hahaha. Og á göngu okkar um ströndina í gærkvöldi rákumst við á mann að nafni Charlie sem skráði okkur englana sína í bátsferð um Tyrkland og gaf okkur vænan afslátt sem við þáðum og fórum snemma að sofa. Við vöknuðum eldsnemma í morgun og fengum okkur morgunmat og hlupum svo um borð í bátinn. Þar var allskonar fólk og við tönuðum mest allan tímann. Eða.. stelpurnar tönuðu, enda með sterka húð og sátu uppi á sólbekk makandi á sig kókosolíu og drekkandi bjór á meðan ég sat niðri í fullum skrúða með fýlusvip og hvítvínsglas. Nei ég segi svona, þetta var mjög gaman og við stoppuðum við margar strendur og fengum að svamla aðeins um í sjónum með fiskunum og ég er ennþá með sjóriðu, hahaha.

Í kvöld fórum við svo aftur út að borða á einhvern undarlegan karókíbar þar sem við fengum reyndar allar versta mat ævi okkar, en svo sendi managerinn yfir til okkar frían og vel skreyttan ávaxtabakka, stökk upp á svið og söng lagið "Words" eftir BeeGees, tileinkaði okkur það og veifaði íslenska fánanum í gríð og ergð. Stelpurnar eru núna farnar á djammið en ég bara meika ekki meira djamm og hef ákveðið að eyða kvöldinu í lobbýinu með tölvuna. Mamma hlýtur að vera svaka stolt.

Pabbi, þú verður að elda eitthvað gott þegar ég kem heim, ég sakna matreiðslu þínnar og mun aldrei gera grín að henni framar!
Mamma...... ekki elda handa mér. En þú mátt koma með mér á kaffihús.

Ég kem heim á mánudaginn, þangað til þá, tesekkurler!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er afar stolt af þér elskan mín, minnug þeirra orða að þetta yrði engin djammferð.  Að taka elleftakvöldið og nóttina í að sofa, breytir þessari ferð i slökunarferð í drullu hvelli.  Svo förum við á kaffihús og látum pabba þinn meðhöndla afleiðingarnar af kebab-átinu... Mér líst vel á það og ég hlakka til að fá þig heim ástin mín...

Kveðjur,

Mamma.

kristin (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 01:06

2 identicon

Hahaha þetta eru frábær blogg...

Án djóks, mér líður eins og ég sé að lesa Bert bók þar sem hann er í sólarlandafríi, þetta er óborganlegt... 

Viktor (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband