Hremmingar á Hotel Poseidon

Jæja, Marmaris er núna að sparka í rassgatið á okkur. Við getum ekki borðað matinn hérna lengur því að eftir smá tíma höfum við komist að því að hann já.. rennur ekki svo ljúflega niður hérna. Þjónarnir á hótelinu eru allir brjálaðir út í okkur og hér kemur sagan af því.

Í gær vorum við að borða kvöldmat og einn þokkalega myndarlegur þjónn kom upp að okkur afskaplega lúmskur og bað um að fá að fara út með Hönnuh. Hún sagði að við skyldum bara allar fara út með honum og þá stakk hann upp á því að hann tæki með sér vin líka, sem var samþykkt, og við hittum þá fyrir utan Migros súpermarkaðinn klukkan ellefu vegna þess að það má enginn sjá að þeir séu að fara út með hótelgestum, enda stranglega bannað. Þeir fóru með okkur á einhvern strandabar, en gerðust svo aðeins of innilegir með stelpunum svo ég stakk upp á því að við myndum fara. Ég sagði við þá að við ætluðum að fara á bar street og við gætum kannski bara hitt þá á morgun því þeir væru að fara að vinna eftir fjóra klukkutíma og hlytu að vera orðnir þreyttir. Þá urðu þeir alveg geeeeðveikt móðgaðir, og líka frekar svekktir yfir að hafa ekki fengið neinn sykur svo þeir strunsuðu í burtu. Núna fáum við ENGA þjónustu á hótelinu okkar og ekkert nema illar augngotur og þeir neituðu meira að segja að selja okkur vatn með kvöldmatnum.

Annars er sólbruninn minn svona nokkuð nálægt því að lagast sem er gleðiefni, þá get ég farið í vatnsgarðinn og buslað eins og slefandi víkingur sem hefur aldrei séð rennibraut áður. Og svo ætlum við víst í bátsferð í kvöld, það verður gott og svalt, ég ætla allavega að skreppa upp á herbergi og leggja mig eða eitthvað, þetta saltleysi er að gera útaf við mig. Og já, við erum orðnar helvíti sleipar í Tyrknesku. Samt ekki svo en þú veist... já, bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband