15.8.2008 | 00:11
Myndir og blogg frá Tyrklandi
Jæja, ég er ennþá í Tyrklandi og merkilegt nokk, við erum allar á lífi. Það leit þó ekki alveg út fyrir það í gær. Við fórum á rokkbarinn til vina okkar eins og vanalega en þegar líða fór á kvöldið var Katrín hin villta orðin þreytt á því og langaði á froðudiskó, svo hún og Hannah fóru á froðudiskó með hárprúðum Dönum á meðan ég var eftir á rokkbarnum. Eftir skamma stund komu þær til baka og Katrín afar lemstruð, með glóðarauga og risa skurð á hnénu. Piltarnir lokuðu barnum hið snarasta, settu umbúðir á herlegheitin og við héldum á Katrínu niður alla bar street (löööööng gata) þar sem hún vissi hvorki í þennan heim né annan og blæddi eins og enginn væri morgundagurinn. Kenningin er sú að eitthvað hafi verið sett í glasið hjá henni. Þetta var allavega hálf vandræðalegt í dag þegar við vöknuðum svo við fórum aftur á rokkbarinn, mötuðum þá alla á þjórfé í stórum stíl og báðumst afsökunar. Svo erum við búnar að flatmaga á vindsængum í dag, kíkja aðeins á djammið (edrú í þetta skipti), borða kvöldmat, og já! Lentum líka í hremmingum með pöddu.
Þegar við vorum að taka okkur til fyrir djammið í kvöld kom ég auga á furðulega pöddu sem ég hef aldrei séð áður. Hún var slímug, feit og skreið um veggina en var samt með vængi. Ég fríkaði út og ég og Hannah hlupum niður í leit að hjálp. Fyrsti starfsmaðurinn sem við rákumst á er þjónninn sem er víst ástfanginn að mér eða eitthvað en hann neitaði að hjálpa okkur nema ég kyssti hann. Ég neitaði og fann afar hjálplegan lítinn stökkbreyttan Tyrkja sem kom og gómaði kvikindið. Seinna um kvöldið hringdi staffi svo upp á herbergið og spurðu hvort við þyrftum huggun eftir þetta ævintýri en við afþökkuðum pent. Núna sit ég með grænu fartölvuna mína í náttkjól við sundlaugarbakkann með lappirnar dinglandi í frískandi köldu vatninu og bíð eftir að stelpurnar komi heim af djamminu, ég nennti ekki meir. Nokkrar myndir héðan áður en ég gefst upp og held í bólið.
Ferskar og sætar í flugvélinni áður en hvítvínið var borið fram...
Fyrstu skrefin okkar í Tyrklandi
Á leið á fyrsta djammið!
Þessi þráði mig heitt en fékk þó engan sykur.
Litli vinur okkar á rokkbarnum sem ber í okkur frí skot.
Sund!
Mikil ást á rokkbar.
Bið að heilsa heim...
Tesekkhuler! (Takk á tyrknesku... veit ekki hvernig það á við í þessu samhengi en ókei)
Athugasemdir
ekki hætta að blogga blómið mitt
ps þu ert voðalega sæt á þessum myndum veeii
pss hvenær kemuru heim þvi eg fer 13sept til astraliu i tæplega halft ár ...
þrúður (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:49
Þessi rokkgæi er með mestu karlanorexíu sem ég hef séð. Gæti næstum því leikið Óla prik.
Úlfur (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.