13.8.2008 | 16:59
Meira Tyrkland
Jæja, annar dagur í Marmaris og ekkert lát á konunglegu meðferðinni. Við fórum út í gær með nuddaranum á einhvern risa furðulegan klúbb.. þar sem við vorum hvattar til að henda klósettpappír í gríð og ergð fram af svölunum. Þegar við vorum búnar að vera þar og drekka nokkra cosmopolitan fórum við aftur á gamla rokkbarinn þar sem smá misskilningur átti sér stað, Hannah sagði við barþjónavininn okkar að nuddarinn væri búinn að svindla á okkur eða eitthvað og hann gerði sér lítið fyrir og henti honum bara út. Núna forðumst við að labba framhjá spa-inu í hvert skipti sem við yfirgefum herbergið okkar af ótta við að mæta honum, haha. En í dag gerði ég ekki mikið, enda of rauðhærð fyrir 45 stiga hita svo ég dúllaði mér bara uppi á herbergi og stelpurnar fóru í sólbað. Ég reyndar gerði mér ferð út áðan til að sjá Katrínu bruna um á sjóskíðum og núna sit ég niðri því kvöldmaturinn var að byrja að bíða eftir stelpunum.
Í kvöld skilst mér að við ætlum að kíkja á djammið með sjóskíðagæjunum enda eru þeir mun minna krípí en flestir Tyrkirnir hérna. Núna eru stelpurnar komnar og ég ætla að borða eitthvað. Ég mun láta vita af mér mjög reglulega en þangað til næst, bless!
Ég læt líka vita næst þegar ég kann að segja bless á tyrknesku.
Athugasemdir
Róleg í drykkjunni Hekla... í guðanna bænum!
mamma
kristin (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:28
Ef þið hittið Kúrda, ekki dansa við þá, þeir taka því sem mökunarkalli og taka ykkur til fjalla og drepa ykkur.
Stefán (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.