Ég auglýsi eftir nafnlausri manneskju

Áðan fékk ég undarlegt en krúttlegt nafnlaust sms í símann minn sem í stóð "Halló rauðhærða gyðja... Hafðu það alveg rosalega gott í dag og mundu að BROSA :D"

Ekki það að ég hafi neitt á móti því að fá sms á leiðinlegum vinnudegi, og síður en svo finnst mér leiðinlegt að vera kölluð gyðja, en núna er ég svo óóógeeeeðslega forvitin um hver sendi mér þetta að ég er gjörsamlega að missa vitið. Vinsamlegast gefðu þig fram við afgreiðsluborð.

- Hekla Elísabet vinnupúki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn herramaður gefið sig fram?

kv.

mamma

kristin (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Onei, ekki ennþá. Ég bíð bara..

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 00:31

3 identicon

Já... Vona að það sé einhver sem er mér að skapi... einhver sem veit hvernig á að tríta tengdamömmu. Koma með kaffinu og hæla öllum heimilisiðnaðinum mínum og taka mig í þægilega göngutúra ...! Gefðu þig fram minn kæri, það eru margir sem stóla á þig!

kv.

mamma

kristin (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:38

4 identicon

Guuuð... ég fékk líka svona sms um daginn, ekki hugmynd hver sendi það í mínu stóð, "Halló sæta stelpa...hafðu það gott í dag og mundu að eitt bros á dag kemur skapinu í lag. "

Ragnheiður (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband