Verslunarmannahelgin víðfræga

Þá er ég loksins komin heim úr þessari yndislegu svaðilför minni, sem var æðisleg í alla staði. Sérstakar þakkir fá...

  • Græni sardínudósarbíllinn, fyrir að koma okkur nokkuð örugglega á milli staða
  • Bensínstöðvar landsbyggðarinnar, fyrir að fæða okkur með ruslmat á leiðinni
  • Svenni, fyrir að hýsa okkur í þakíbúð ömmu sinnar yfir helgina
  • iPodinn hans Bergen, fyrir að sjá okkur fyrir brakandi ferskri elektró-tónlist í þrjá sólarhringa
  • Vigtin í kvennaklefa Sundlaugar Akureyrar, fyrir að tilkynna mér það að ég hef misst tæp tíu kíló síðan í vor án þess að hafa hugmynd um það
  • Arnar Ari, fyrir bolluna, bjórinn og fyrir að hafa útbúið þetta líka fína rúm á eldhúsgólfinu
  • Myndavélin hennar Hönnuh, fyrir að taka skemmtilegar myndir sem þið fáið að sjá innan skamms
  • Frúin í Hamborg, fyrir að selja mér falleg föt á afslætti og gefa mér þverslaufu í kaupbæti
  • La vita bella, fyrir að selja okkur besta mat í geimi á afmælisdegi Katrínar
  • Kaffi Akureyri, fyrir að senda okkur fötu af bríser á þessum sama afmælisdegi
  • Plötusnúðurinn á Kaffi Akureyri, fyrir að spila óskalagið mitt fjórum sinnum
  • Senegalinn Dúmbai (eða eitthvað), fyrir að dansa dónalega við Katrínu og leyfa mér að vinna hann í sjómann
  • Hannah, Katrín og Úlfur fyrir að vera snilldar ferðafélagar og frábærir vinir
  • Allir skyndibitastaðir bæjarins, fyrir þynnkumatinn
  • Hannah, fyrir að setja Treo töflu upp í sig og byrja að froðufella því hún vissi ekki að hún ætti að leysast upp í vatni

Sérstakar óþakkir fá...

  • Stelpan á Kaffi Akureyri, fyrir að banna mér að skjótast á klósettið eftir lokun og neyða mig til að pissa í runna með tveimur kerlingum
  • Amma Svenna, fyrir að eiga ekki nægan klósettpappír á heimilinu
  • Beljurnar sem notuðu andlitsþurrkurnar mínar sem klósettpappír þegar góð ráð voru dýr
  • Ljóti krakkinn með pulsuna á AK-Inn fyrir að stara á mig of lengi
  • Hver sá sem kúkaði í buslupottinn í sundlauginni með þeim afleiðingum að þurfti að loka honum
  • Ónafngreindur, fyrir að láta sér blæða um allt stofugólf í bullandi áfengisvímu
  • Plötusnúðurinn á Kaffi Akureyri, fyrir að neita að spila óskalagið mitt í fimmta skiptið

 Eins og þið sjáið eru fleiri þakkir en óþakkir. Það er líka svaka fínt. En nú ætla ég að pissa. Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú gleymir að þakka vinnufélögum sérstaklega fyrir að taka þér bara vel þrátt fyrir smávægilega seinkun á vinnustað............það er geymt en ekki gleymt

  







Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Oh, ég vildi ekki gera það því mamma les þetta. Jæja, the djigg is öpp. RUUUUUUUUUUUN!

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 02:20

3 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

Ég vil samt fá að heyra um þetta niðurlægjandi kvöld!

Elísabet Kristjánsdóttir, 5.8.2008 kl. 06:21

4 identicon

Gott þú komst heil á húfi... En ekki gott að koma of seint í vinnuna eftir langt frí. Það lítur alltaf illa út.

kv.

Mamma

kristin (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband