5.8.2008 | 01:15
Verslunarmannahelgin víðfræga
Þá er ég loksins komin heim úr þessari yndislegu svaðilför minni, sem var æðisleg í alla staði. Sérstakar þakkir fá...
- Græni sardínudósarbíllinn, fyrir að koma okkur nokkuð örugglega á milli staða
- Bensínstöðvar landsbyggðarinnar, fyrir að fæða okkur með ruslmat á leiðinni
- Svenni, fyrir að hýsa okkur í þakíbúð ömmu sinnar yfir helgina
- iPodinn hans Bergen, fyrir að sjá okkur fyrir brakandi ferskri elektró-tónlist í þrjá sólarhringa
- Vigtin í kvennaklefa Sundlaugar Akureyrar, fyrir að tilkynna mér það að ég hef misst tæp tíu kíló síðan í vor án þess að hafa hugmynd um það
- Arnar Ari, fyrir bolluna, bjórinn og fyrir að hafa útbúið þetta líka fína rúm á eldhúsgólfinu
- Myndavélin hennar Hönnuh, fyrir að taka skemmtilegar myndir sem þið fáið að sjá innan skamms
- Frúin í Hamborg, fyrir að selja mér falleg föt á afslætti og gefa mér þverslaufu í kaupbæti
- La vita bella, fyrir að selja okkur besta mat í geimi á afmælisdegi Katrínar
- Kaffi Akureyri, fyrir að senda okkur fötu af bríser á þessum sama afmælisdegi
- Plötusnúðurinn á Kaffi Akureyri, fyrir að spila óskalagið mitt fjórum sinnum
- Senegalinn Dúmbai (eða eitthvað), fyrir að dansa dónalega við Katrínu og leyfa mér að vinna hann í sjómann
- Hannah, Katrín og Úlfur fyrir að vera snilldar ferðafélagar og frábærir vinir
- Allir skyndibitastaðir bæjarins, fyrir þynnkumatinn
- Hannah, fyrir að setja Treo töflu upp í sig og byrja að froðufella því hún vissi ekki að hún ætti að leysast upp í vatni
Sérstakar óþakkir fá...
- Stelpan á Kaffi Akureyri, fyrir að banna mér að skjótast á klósettið eftir lokun og neyða mig til að pissa í runna með tveimur kerlingum
- Amma Svenna, fyrir að eiga ekki nægan klósettpappír á heimilinu
- Beljurnar sem notuðu andlitsþurrkurnar mínar sem klósettpappír þegar góð ráð voru dýr
- Ljóti krakkinn með pulsuna á AK-Inn fyrir að stara á mig of lengi
- Hver sá sem kúkaði í buslupottinn í sundlauginni með þeim afleiðingum að þurfti að loka honum
- Ónafngreindur, fyrir að láta sér blæða um allt stofugólf í bullandi áfengisvímu
- Plötusnúðurinn á Kaffi Akureyri, fyrir að neita að spila óskalagið mitt í fimmta skiptið
Eins og þið sjáið eru fleiri þakkir en óþakkir. Það er líka svaka fínt. En nú ætla ég að pissa. Góðar stundir.
Athugasemdir
Þú gleymir að þakka vinnufélögum sérstaklega fyrir að taka þér bara vel þrátt fyrir smávægilega seinkun á vinnustað............það er geymt en ekki gleymt
Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2008 kl. 01:30
Oh, ég vildi ekki gera það því mamma les þetta. Jæja, the djigg is öpp. RUUUUUUUUUUUN!
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 02:20
Ég vil samt fá að heyra um þetta niðurlægjandi kvöld!
Elísabet Kristjánsdóttir, 5.8.2008 kl. 06:21
Gott þú komst heil á húfi... En ekki gott að koma of seint í vinnuna eftir langt frí. Það lítur alltaf illa út.
kv.
Mamma
kristin (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.