Tiltekt aldarinnar!

Í gær eftir vinnu (kl. fjögur) var ég svo þreytt að ég ákvað að leggjast upp í rúm og fá mér smááá lúr.. bara leggja mig aðeins og fara svo að gera eitthvað. Sú áætlun mín gekk þó ekki alveg eftir því ég vaknaði ekki upp af þessum fegurðarblundi fyrr en einhverntíman upp úr hádegi í dag.. ekki jafn falleg og ég hafði búist við þó. En þessi dagur var þó aldeilis afdrifaríkur. Í dag tók ég til í herberginu mínu. Um leið og ég vaknaði spratt ég á lappir og byrjaði að taka til, og hætti ekki fyrr en kl. ellefu í kvöld. Já, það tók mig tíu klukkutíma að taka til í herberginu. Engin orð fá því lýst hversu ógeðslegt herbergið mitt var áður, en kannski ég geti sýnt ykkur myndir...

Ruslruslrusl

Daman

meira rusl

Þessar myndir eru þó pínu gamlar, gítarinn þarna var sumsé löngu kominn á kaf þegar ég hóf tiltektina. Sem betur fer lítur það allt öðruvísi núna. Öll fötin eru hrein og komin inn í skáp (þvoði tíu vélar, takk fyrir!), hrein rúmföt (í staðinn fyrir engin rúmföt), diskar og glös eru í uppþvottavélinni, skórnir í hillunni, hátalararnir á skenknum, matarleifar í ruslinu, ljósaperur í lömpunum, ryk í ryksugunni, glerbrot (já, glerbrot) komin í öruggan skókassa, og í fyrsta skipti síðan í janúar get ég séð gólfið mitt. Mér finnst þetta pínu skrýtið, ég verð eiginlega að fá smá tíma til að venjast þessu. Herbergið mitt hefur eiginlega alltaf á einhvern undarlegan hátt endurspeglað huga minn, eins og góður maður sagði eitt sinn þegar hann gekk inn í herbergið mitt í fyrsta skipti: "Vá, mér líður eins og ég sé kominn inn í sálina þína". Ætli ég verði þá ekki að fara að taka til í heilanum líka fyrst allt er orðið svona fínt hérna inni!

Ég fann undarlega hluti þarna inni, og hefst nú upptalningin. Ég fann til dæmis..

  • Vel harðnaðan brauðmola
  • Ógrynni af pallíettum
  • Þrjá diska
  • Fjögur glös
  • Vegabréfið mitt (JESS!)
  • Hnésokkana alla sem ég týndi í vetur
  • Þrjátíu-og eitthvað kjóla
  • Nokkra Seinfeld diska
  • Átján innkaupapoka úr hinum ýmsu verslunum
  • Nokkur brotin herðatré
  • Svuntu (?)
  • Rykmaurafjölskyldu
  • Gamlar stílabækur frá því tímabili er ég gekk í Menntaskólann við Sund

Og fleira og fleira... Nú ætla ég að fara að sofa, með sængurföt. Tíhí, mér líður eins og prinsessu.

P.s. Málverkið af djörfu konunni er eftir hana Silju vinkonu mína, og er ekki af mér, bara svo það sé á kristaltæru.

- Hekla Elísabet tiltektarfrömuður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  







Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 03:18

2 identicon

Jahérna!!!:|... enginn smá dugnaður!! talandi um að herbergið sé eins og þér líður!! þér líður notla svo frábærlega vel núna vegna þess að við erum að fara út eftir 12 dagaaaaaaaaaaa!!!! og eins gott að þú fanst vegabréfið:|... ekki seinna vænna.... en já.. ég var að spá... ekki getur verið að þú sért með hægann skjaldkyrtil?? þú getur sofið svo miiiiiiiikiððððððð

 anyways:D love youuu!!! núna eru allavega fötin þín hrein fyrir útlöndin:P og ekkert að gera nema henda töskunni upp á rúmm og smala fötum ofaní:D

Katrín Björg (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:01

3 identicon

Fokk hvad ég er helvíti stolt af thér.

 Hægur skjaldkyrtill?? Ég segi nú bara ad thú látir rannsaka ad thú sér med lúpus!

Beta (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:57

4 identicon

Thess má geta ad ég sá myglad KÓK í fyrsta skipti í umræddu herbergi. Ótrúlegt.

Beta (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 17:08

5 identicon

Og nú fer ég með möntruna mína... reyndu svo að halda þessu svona...

kv.

Mamma

kristin (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 19:54

6 identicon

Gott hjá þér!

þér hlýtur að líða vel og góða ferð til Tyrklands!!

Kveðja Marta í Köben.

Marta Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:29

7 identicon

Hekla, ég trúi ekki að þú hafir, tekið til, gengið frá, þvegið og flokkað og EKKI boðið mér.

Ég hefði mætt með ABBA diska, Mr. Muscle og kók.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband