26.7.2008 | 09:44
Lauuugardagur!
Það er fátt yndislegra en góður laugardagur.
Sólin skín og ég var rifin upp eftir tveggja tíma svefn, átti neflilega aðra svona skemmtilega túrverkja-vökunótt. Vaktirnar á Heilsuverndarstöðinni á laugardögum eru yndislegar. Allir eru í góðu skapi og fátt um að vera, alveg hreint stóísk ró yfir staðnum núna. Svo eftir vinnu gæti ég kíkt á kaffihús með móður minni, ég ætlaði að hringja í hana og athuga það núna áðan en fattaði svo að klukkan er ekki nema hálf tíu og mamma yrði líklega ekki kát yfir því að vera vakin svona snemma. Mamma, hringdu í mig þegar þú lest þetta.
Í kvöld er svo Studio 54 kvöld á q-bar og erum við vinkonurnar farnar að venja ferðir okkar þangað ef markmiðið er að dansa, og það er einmitt það sem mig langar að gera í kvöld. Ég sá kvikmyndina um stúdíóið fræga og er orðin ansi spennt. Spurning um að setja upp afró og fara á hjólaskauta? Adios amigos! Dansið við mig í kvöld.
Athugasemdir
í fyrsta lagi er studio 54 sjuk mynd, ógeðslega dirrty samt! en ég dýrka studio 54 stemminguna svo að ég læt sjá mig vonandiiii ;)
þrúður (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 13:07
...neflilega... Hef rekist á þetta orð þrisvar sinnum í bloggunum þínum. Eru þetta stílbrögð eða ómeðvituð villa? Var NEFNILEGA bara að vellta því fyrir mér. Annars
kristin (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:19
... bara í góðum gír í góða veðrinu mín kæra dóttir.
mamma
kristin (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:20
Jæjaa hekla ... ég er til í studio54 dæmi.. what ever that is:D:D en hjólaskautar hljóma nice! hvar fær maður þannig??:D haha:d en hekla ætti ég að hringja í þig??? ... á ég að þora?? ok... eg hringi
Katrín Björg (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.