22.7.2008 | 23:54
Lasarus Veiklingur
Eftir nokkra daga af hori, hóstasafti, svita, sleni, svefni, snýtipappír, hita, kvefi, hálsbólgu, og takmarkaðri getu til að borða rís ég nú upp úr rekkju minni og held áfram að lifa lífinu. Það er búist við mér í vinnu í fyrramálið og eftir það ætla ég að finna upp á einhverju stórkostlegu til að verðlauna mig fyrir að hafa lifað þetta af. Já nú verður sko bara fjör, vinna, afmælisveislur, tónleikar, verslunarmannahelgi, sumarbústaður og loks TYRKLAND. Þá verð ég sko tönuð, ójá.
Athugasemdir
Ég hef heyrt fallegri rödd en ég heyrði í kvöld
Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 02:02
Hahaha. Já það er ég viss um.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.