20.7.2008 | 05:58
Samantekt..
Á fimmtudaginn fékk ég nýja tölvu. Sú tölva er græn sem grasið frá dell og er uppáhalds hluturinn minn í geiminum akkurat núna. Þar sem ég á nú hlut sem er mér svo kær langar mig endilega til að gefa gripnum nafn. Allar tillögur þess efnis mjög svo velkomnar.
Kaffibarinn var afskaplega góður í kvöld... þó ég sé orðin svo hundveik núna að ég svitna í gríð og ergð og kem ekki upp orði án þess að hósta því út úr mér.
Ég er í mest ó-sexí náttfötum sem hugsast getur. Náttubuxur með mynd af kettlingum og náttbol úr rúmfatalagernum sem amma gaf mér í jólagjöf. Datt bara í hug að koma því að...
Hjaltalín, þú komst við hjartað í mér.
Nú styttist óðum í Tyrkland og ég tók forskot á sæluna í dag, fór í frisbí og badminton á ströndinni. Hannah er samt ömurleg í badminton, ætla aldrei að spila við hana aftur.
KVEF! Hvar eru nefdroparnir mínir? Alltaf þegar ég segi "nefdropar" í margmenni (nezeril kvefbaninn minn) þá segir alltaf einhver "HAAA? NEFTÓBAK??!"
Mig langar einnig að nýta þetta tækifæri til að segja ykkur frá móður minni. Móðir mín er stórkostleg manneskja, gáfuð, falleg, skemmtileg, fyndin, heillandi, samviskusöm, dugleg, ákveðin, hugmynda- og tilfinningarík, hláturmild, ástrík, klár, listræn, hjartahlý, metnaðargjörn, ótrúleg, traust, skilningsrík, og góð, algjörlega ein sinnar tegundar, og mín allra besta vinkona. Hún heldur eflaust að ég sé full þegar ég skrifa þetta, en svo er ekki. Ég elska hana móður mína meir en allt annað (jafnvel tölvuna mína) og mér datt ekki í hug betri staður til að lýsa þessu yfir, því ég veit að hún les þetta þrisvar á dag. Hún átti afmæli á fimmtudaginn seinasta, daginn sem ég fékk tölvuna mína, og var ég svo ósvífin að gleyma því að hringja í hana í hita leiksins. Hún er að sjálfsögðu ekki deginum eldri en sautján ára.
Uppáhalds síðan mín til að heimsækja á sunnudögum er þó þessi, www.postsecret.com. Hún er afskaplega skemmtileg, mæli með því að allir skoði hana.
Nú ætla ég að snýta mér og borða afgangs pítsu. Veriði sæl!
Athugasemdir
Elsku Hekla mín... ástarþakkir fyrir hrósið. Hér er auð lína og því segi ég... sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Og já... við mæðgur erum líka hógværar en það kemur hvergi fram þarna í kveðjunni!!!
Mamma
kristin (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 14:09
skírðu litlu Delluna Pétur - pottþétt nafn
Nýjasta lagið frá Hjaltalín er ást <3
Tyrkland ójáá
þú færð enga afmælisgjöf nema þú bjóðir mér í eitthvað eða viljir hitta mig læk .. á þessari öld ...
þrúður (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.