Mmmmmm sumar.

Í dag skellti ég mér á Costa del Nauthólsvík með nesti og nýjan sundbol í veikri von um að verða mér út um tan. Ég hékk þar í þrjá tíma held ég í mestu makindum með vinkonunum, skellti mér í pottinn og hlustaði á þrettán ára ljót börn gera grín að hárinu mínu. Svo hóf ég leit að tani eftir að ég kom heim, ekkert fannst. Ég fann hinsvegar þennan glæsilega sólbruna á handleggjunum og bringunni, vel gert. Í gær lofaði ég einni samstarfskonu minni að ég skyldi komast í heimsmetabók Guinnes fyrir að vera massaðasti- og tanaðasti rauðhærði einstaklingur mannkynssögunnar, en það reynist mér greinilega ekki jafn auðvelt og ég hélt. Ég gefst ekki svona auðveldlega upp þó, ég ætla að halda loforð mitt þó ég deyji úr húðkrabbameini og steranotkun. Á morgun tek ég annan túrbó sessjón í þessari íslensku paradís og býð ykkur öllum í sigurgöngu mína þegar markmiðinu er náð.

Minn tími mun koma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta hefst.......

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:43

2 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=SbxvHbkQ7C8

Hérna er það sem ég vildi sýna þér, atriðið úr uppáhalds þættinum mínum.

Stefán (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:11

3 identicon

Welcome to my world. Þar sem allt snýst um að vera massaður og með keppnis-tan. Gætir reynt að bera olíu á þig. OG svo er voða sniðugt að borða maís baunir til að sixpackið sjáist sem bezt.

En annars bið ég bara að heilsa.

Laufey Mjöll (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband