8.7.2008 | 01:01
Þú veist að þú ert að vinna á hjúkrunarheimili þegar...
- Þú kannt "Út og suður"-stefið utan af og raular það í tíma og ótíma
- Þú heyrir "kalktöflur" í staðinn fyrir "kartöflur"
- Þér finnst plokkfiskur vera lostæti
- Þú slettir á dönsku (í den, lekkert og svo videre)
- Þú sást finnsku spennumyndina frá 2003 sem var í ríkissjónvarpinu þarsíðasta sunnudagskvöld
- Þú ert snarbrjáluð/brjálaður fyrir hönd ljósmæðra
- Þú veist hvað microlax, sorbitol og husk er og þér finnst það ekkert ógeðslegt
- Þú ert stöðugt með norska júróvisjönlagið á heilanum
- Þú átt crocs skó sem þú dásamar í gríð og ergð
- Þú getur talað endalaust um veðrið við hvern þann sem vill heyra
- Þér finnst fólk á áttræðisaldri vera unglömb
- Þú veist hvernig alzheimersjúklingurinn sem er týndur lítur út því þú heyrðir lýsinguna í útvarpinu þrisvar í dag
- Þér finnst að sprittbrúsar ættu að vera við vaskinn á hverju heimili
- Þú færð skyndilegt ofnæmi fyrir hávaða
- Þú kannt óvenju mikið af latínu þegar kemur að líkamspörtum fyrir neðan mitti
Athugasemdir
Já... elskan mín. Eftir fáein ár, getum við kannski bara farið að tala saman. Ég mikrolaxa eftir behag og þú huskar eftir mér og svo sorbitolum við saman út í garði.
kv.
mamma
kristin (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.