BRENNIÐ HÚSIÐ!

Grunnskólakennarinn hún móðir mín hefur uppgötvað miður skemmtilega hlið starfsins, því kerlingin hárprúða er orðin grálúsug! Já, lesendur kærir, mamma mín er með lús. Þegar hún tilkynnti mér þetta á meðan ég sat í mestu makindum á postulíninu að kasta af mér þvagi varð mér hugsað til  fyrsta náttúrufræðitímans sem ég fór í í vetur, þar sem náttúrufræðikennarinn hún Marta fræddi okkur öll um sníkjudýr.

Marta: "Til dæmis, ef að þú myndir fá lús (benti á mig), þá þyrftiru líklega bara að raka af þér allt hárið!"

Í skelfingu minni hentist ég fram af baðherberginu og lokaði mig inni í svefnherbergi í rúma fimm klukkutíma og svaf á meðan móðir ryksugaði sófann hátt og lágt og brenndi og frysti allar eigur okkar. Ég ætla að bíða í sólarhring með lúsasjampóið en ef ég finn fyrir minnstu hreyfingu þarna uppi þá hringi ég í almannavarnir og stekk fram af brú. Læt ykkur bara vita.

- Lúsablesadóttirin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á leikskóla dóttur minnar kom upp lús en hún slapp. Henni fannst þetta mjög spennandi og tilkynti hverjum sem heyra vildi "ég er með flús".  Geturðu ekki komið með plastpoka á hausnum í vinnuna? Plís

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tilkynnti

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Jújú Hólmdís mín það yrði örugglega alveg gasalega smart!

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:54

4 identicon

Hæhæ Hekla,

 Gaman að rekast svona á þig í Kringlunni í gær, verst bara að ég þurfti að flýta mér svona til að ná flugi! 

Mér leið eins og túrista með ferðatöskuna mína í eftirdragi út um allt...

 Sjáumst vonandi sem fyrst aftur ;)

Auður Ösp (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:28

5 identicon

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:33

6 identicon

http://bp3.blogger.com/_fTkJXAdYLpg/SGzjD6gmtgI/AAAAAAAAABk/z0ibJjvMZLQ/s1600/Untitled-1.jpg

Það myndi líta einhvernvegin svona út af að þú fengir lús. Þið verðið að gera copy/paste á linkinn.

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:37

7 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Haha, skemmtilegt á þessari mynd hvernig hárið hefur yfirgefið mig en skugginn af því ekki.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband