17.6.2008 | 23:45
Í dag er merkilegur dagur.
Ekki bara vegna ţess ađ í dag er ţjóđhátíđardagur Íslendinga.
Heldur vegna ţess ađ í dag, akkurat núna, er ég ađ skrifa hundrađasta bloggiđ mitt á ţessari bloggsíđu. Jebb. Ţiđ megiđ klappa ađ vild.
Ég er einmitt sérstaklega hamingjusöm í dag. Byrjun sumars hefur örvandi áhrif á mig andlega og ţá sérstaklega ţessi dagur. Í ljósi ţess ćtla ég ađ endurbirta blogg sem ég skrifađi fyrir ári síđan, ţó ekki á ţessa síđu.
Sautjándi júní var mjög merkilegur dagur fyrir mér ţegar ég var tveggja ára. Ţá fékk ég blöđru.
Sautjándi júní var líka mjög merkilegur dagur fyrir mér ţegar ég var fimm ára. Ţá fékk ég blöđru og kandíflos.
Sautjándi júní var mun merkilegri dagur fyrir mér ţegar ég var ţrettán ára. Ţá var ég í Svíţjóđ svo ég forđađist jarđskjálftann, og fékk sćnskar kjötbollur og ný sólgleraugu.
Sautjándi júní var jafnvel merkilegri dagur fyrir mér ţegar ég var fimmtán ára. Ţá átti ég fullt af nýjum vinum en ég fékk ekkert kandíflos.
Sautjándi júní var ekkert svo merkilegur dagur fyrir mér ţegar ég var sextán ára. Ég var bara blindfull og man ekki neitt hvađ ég gerđi. Ég fékk allavega ekkert kandíflos.
Sautjándi júní var ekki baun í tusku merkilegur dagur ţegar ég var sautján ára. Ég og Laufey keyptum bómull (sko alvöru bómull) og rándýrt kandíflos.
(og smá viđbót...)
Sautjándi júní var ćđislegur dagur ţegar ég var átján ára. Ég og Hannah fórum á Austurvöll međ teppi, hvítvínsflöskur og nýbakađa pítsu, borđuđum, hlógum, kjöftuđum, hittum fólk og fengum kandíflos.
.............Hć hó og jibbý jei og jibb..
Athugasemdir
Luuuuckyyy! Í gćr ţá fór ég ađ vinna, horfi á tvo Sex and the city ţćtti og sofnađi kl 22:00 á DK tíma, eđa 20:00 á IS tíma Ég reyndar fékk geđveika köku í mötuneytinu! Svona á sko ađ fagna 17. júní! Ég samt mundi ekki eftir ţví ađ ţađ vćri ţjóđhátíđardagur Íslendinga fyrr en tveimur tímum fyrir svefn haha.
OG ég man efti bómullinni.
Laufey (IP-tala skráđ) 18.6.2008 kl. 14:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.