Sko...

Það er fátt sem ég vil segja um þessa helgi, nema það að nú veit ég að það er ástæða fyrir því að Íslendingar eru lítt hrifnir af þeirri athöfn að fara á deit og eftir að hafa lifað mörg ár þar sem ég óskaði þess að það væri hluti af okkar menningu held ég að ég geti með sanni sagt að nú fyrst er ég því dauðfegin. Í alvörunni, mér er illt í sálinni. Og þá að öðru..

Síðastliðna viku var forsíðufrétt allra blaða nr. 1 á þann veg að nýskipuð Ungfrú Ísland ætlar víst að vinna á elliheimili í sumar. Hah, en ógeðslegt, sæt stelpa að skeina gamalt fólk!

Á föstudaginn síðasta og helming laugardagskvöldsins var ég í ástandinu. Núna hef ég ekki hugmynd um hverskonar ástandi ég er í.

Það styttist óðum í Mexíkó og ég þarf að fara að fá sprautur. Tilhugsuninni um það fylgir ógleði, tár og jafnvel magasár. Úúúú, það rímar. En mér líst samt ekkert á það.

Ég haaaaaaaaaata fótbolta, af mikilli ástríðu.

Nú ætla ég að fara að leigja mynd með Hjalta og drekkja sorgum mínum í ísköldu kóki. Bless!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já... þú segir það... Nú get ég með stolti tilkynnt það öllum sem heyra vilja að dóttir mín sé í ástandinu. Af því að ég ber mikla virðingu fyrir gamla fólkinu í fjölskyldunni, ætla ég að byrja á að segja þeim það. Þau verða örugglega yfir sig hrifin!

kv.

Stolta maman

Kristin (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:48

2 identicon

Ertu komin í ástandið Hekla?!? hver er svo kanamörðurinn? hvað heitir hann?

stefán (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Elísabet Kristjánsdóttir

Stefnumót eru af því illla. Einnar næturgaman og svo hittast næsta dag er best. Þá hefur maður ekkert að fela.

Elísabet Kristjánsdóttir, 10.6.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband