29.5.2008 | 18:13
Fyrirtíðarspenna.
Í gær var ég bálvond í skapinu. Ég vaknaði snemma og ósofin, og fannst ekkert fyndið, aldrei þessu vant. Mér tókst að halda út vinnudaginn án þess að hreyta í hið ágæta fólk í kring um mig og belgdi mig út af súkkulaði í kaffinu. Þegar ég kom heim til mömmu reyndi ég að leggja mig og öskraði á þá sem reyndu að hringja í mig á meðan, tók að lokum reiðiskast og fór heim til mín. Þegar þangað var komið gekk ég berserksgang á heimilinu og reifst við pabba þar til ég gat ekki meir, baðaði mig, borðaði og rauk í rúmið. Þegar ég fór yfir daginn í huganum hugsaði ég mikið um það hvað í ósköpunum varð til þess að ég var svona hundfúl og ógeðslega leiðinleg allan daginn. Svo kom það... ahh.... fyrirtíðaspenna.
Það stóð heima, og nú ligg ég sveitt í fósturstellingunni í rúminu með hita, ógleði og kem varla bita niður, en berst við að halda verkjatöflunum niðri, og áðan vissi ég ekki hvort jarðskjálftinn væri náttúruhamfarir, eða bara annar krampi. Biðjið fyrir mér kæru vinir! Ég vildi að ég væri karlmaður.
Athugasemdir
úff svona dagar eru ömurlegir leiðinlegir og erfiðir.. :/ átti svona dag um daginn en það má lesa allt um hann á blogginu mínu :D
Tinna Borg (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.