Gef oss í dag vort daglegt raus..

..Og fyrirgefum það hversu ómerkilegt það kann að vera.

Í gær var húllumhæ, eins og við má búast þegar hátíð ljóss og glimmerkjóla gengur í garð, þ.e. júróvisjön, og mér þótti sopinn af gleðivökvanum góður sem hafði þær afleiðingar að mér líður eins og sprengd hafi verið dýnamít sprengja í heilanum mínum og sellurnar séu að reyna að púsla sér aftur saman. Við vonum bara að það taki brátt enda áður en ég hleyp nakin og viti mínu fjær út í garðinn og dansa hlæjandi og í senn grátandi í dögginni, öskrandi "Hvers vegna ég?!?".

Nú held ég að mér sé óhætt að segja að sumarið sé gengið í garð og því er ég farin að huga að Mexíkó ferðinni alræmdu í ágúst, bæði að því hefðbundna og óhefðbundna. Hefðbundnum hlutum eins og að skoða bikiní, finna bestu sólarvörnina, koma mér í ræktina og slíku. Óhefðbundnum hlutum eins og að venja mig á að kúgast ekki í návist tekíla, velta því fyrir mér hvernig sombreró myndi fara mér best og.... vaxmeðferðum. Nú hef ég aldrei gert slíkt áður (nema við augabrúnirnar, ég grét), er ekki mikill aðdáandi sársauka eða þess að borga fólki fyrir að pína mig. En mér finnst ekki nema sanngjarnt að fagna menningu og uppruna Suður-Ameríku með því að skella mér í brasilískt, og er að íhuga alls kyns kjánaskap eins og súkkulaðivax. Ég er samt ekki búin að gera upp hug minn ennþá varðandi hvort ég ætla að fórna mér fyrir þennan málstað eður ei, það verður bara að koma í ljós.

Núna ætla ég að fara í bað... með hárþurrkuna.
Farvel grimma veröld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EKKI GERA ÞAÐ!!!

Stebbi (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Laufey Mjöll Helgadóttir

Buin ad blogga apinn thinn :D

Laufey Mjöll Helgadóttir, 27.5.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband