9.5.2008 | 12:09
Ó, Reykjavík.
Í gær átti ég einn af þessum fullkomnu Reykjavíkur-dögum.
Eftir enskuprófið sem ég fór í klukkan níu (og rústaði feitt, high five!), tók ég strætó niður í bæ því ég var á leið í atvinnuviðtal á Heilsuverndarstöðinni (sem ég rústaði feitt, high five! Nei djók, gekk samt ágætlega), en þegar þangað kom var konan sem ætlaði að viðtala mig á leið í hádegismat svo hún stakk upp á því að ég kæmi aftur klukkan eitt, sem var frekar súrt því klukkan var hálf tólf og ég hafði ekkert að gera afþví ég er ekki með bílpróf en ég þorði ekki að segja henni það, svo ég fór bara í göngutúr. Ég smellti mp3 spilaranum hans pabba í eyrun sem ég stel alltaf frá honum því ég er ein í heiminum og á ekki iPod, og gekk af stað. Lagið "Bittersweet symphony" með The Verve (sem er uppáhalds lagið mitt allra tíma, fullkomið með öllu) hljómaði í eyrum mínum og sólin fór á loft.
Ég gekk um Reykjavík í einn og hálfan klukkutíma þangað til ég fór í viðtalið. Sólin skein allan tímann og gaf mér nokkrar auka freknur. Seinna um daginn fór ég svo með Örnu og Silju á nýja Tapas barinn Brons við Austurvöll og við fengum okkur að borða og spjölluðum um heima og geima. Eftir það lögðumst við svo á Austurvöll með sjeik og ég hlustaði á strawberry fields forever. Við fórum ekki heim fyrr en byrjaði að kvölda, og ég steinsofnaði á meðan þær elduðu pítsu og horfðu á sex and the city.
Ahhhhhhhh.
P.s. Stelpur, þið mundið deyja fyrir myndirnar sem þið tókuð af mér sofandi, án gríns.
Athugasemdir
Mig langar að við höfum einn svona útlandadag saman á næstunni.. Vá hvað ég er orðin mikill nörd. Mér tókst að setja inn kall með sólgleraugu!!!
kv.
mamma
kristin (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.