29.4.2008 | 01:43
Bernskuminning.
Ég er svona tíu-ellefu ára að spila fótbolta í garðinum hjá Óskari vini mínum þegar ég sest niður með áhyggjusvip. Óskar spyr mig hvað sé að. Ég segi honum að ég hafi áhyggjur af því hvað ég sé farin að fitna mikið, og ég vilji ekki verða eins og amma. Þá leggur sá stutti handlegg sinn yfir axlirnar mínar og segir: "Hafðu engar áhyggjur Hekla mín. Það er bara meira af þér til að elska!"
Ég vissi ekki hvort mig langaði að kýla hann eða bresta í grát. Ég klappaði honum samt bara á öxlina á móti. Hann meinti örugglega bara vel.
- Hekla Elísabet sem aldrei losnaði við hvolpafituna.
Athugasemdir
Frá því ég var svona tólf ára sirka hef ég verið spurð reglulega af litlum krökkum hvort ég sé með barn í maganum...ég gat sagt já á tímabili en ekki lengur, kannski spurnig að fara að gera eitthvað róttækt í málunum?
Birgitta Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.